Vísir - 10.06.1961, Qupperneq 8
8
VÍSIR
Laugardaginn 10. júní 1961
ÚTGEFANDI: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR
Ritstjórar: Hersteinn Pólsson, Gunnar G. Schram.
Ritstjórnarskrifstofur: Laugavegi 27. Auglýsingar
og afgreiSsla: Ingólfsstrœti 3. Áskriftargjald er
krónur 30,00 ó mónuSi. — í lausasölu krónur
3,00 eintakiS. — Síml 11660 (5 linur). — Félags-
prentsmiSjan h.f., Steindórsprent h.f., Edda h.f.
Kattarþvottur og yfirklór.
Sjaldan hafa menn hér á landi séð annan eins
kattarþvott og þann, sem fólginn er í yfirlýsingu vinnu-
málasambands samvinnumanna, sem gefin var út í
byrjun vikunnar vegna samninga þeirra, sem þá höfðu
veriS gerðir við vetkfallsmenn fyrir norðan.
I plaggi þessu er mikið um það talað, að samvinnu-
menn hafi forðast langa vinnustöðvun, því að hún hafi
svo mikið tjón í för með sér. Sú hafi verið ástæðan fyrir
því, að gengið var til samninganna, og alls engin önnur.
Samvinnumenn hafi viljað firra þjóðina miklu tjóni
með því að gera þessa samninga — og vitanlega einnig
þá, sem síðan hafa verið gerðir.
Það er sannarlega fallegt að vilja firra þjóðina tjóni
og vafalaust kemur engum til hugar að væna þessa
samvinnuöðlinga um aðrar hvatir í þessum efnum! !
En með athæfi sínu eru þeir bara að kalla yfir þjóðina
annað tjón og enn meira. ESa eru samvinnumenn svo
vitgrannir, að þeir haldi, að þeir geti forðazt eða
sloppið við þær afleiðingar, sem verri eru. Þeir eru að
koma nýrri verðbólguholskeflu af stað. Foringjar Fram-
sóknarflokksins vænta þess að sjálfsögðu, að þessi
alda fleyti þeim í ráðherrastólana, en líkurnar eru ekki
minni fyrir því, að hún verði þeim til meiri skaða en
nokkrum öðrum.
Fyrsti árangurinn.
Það má segja, að fyrsti árangurinn af kauphækk-
unarsókn Framsóknarmanna og kommúnista sé þegar
kominn í ljós. Rætt hefir verið um þessi mál á fundi
bæjarstjórnar Reykjavíkur, og þar hefir Geir Hall-
grímsson borgarstjóri skýrt frá því, hvernig þessi mál
horfi yið frá sjónarmiði bæjarins.
Þegar kaup hækkar um tíu af hundraði, kostar
það útgjaldaaukningu hjá bænum, sem nemur næstum
13 milljónum króna. Það fé verður bærinn að taka af
borgurunum — hann verður að hækka útsvörin, því
að aðra tekjustofna hefir hann ekki. Utsvörin verða að
hækka um næstum níu af hundraði — og verður þá
þegar farið að narta nokkuð í þær krónur, sem verka-
menn fá til viðbótar í launaumslagið sitt.
Og fleiri munu á eftir koma — eða ætli bóndinn
þurfi ekki hærra kaup með því að hækka verð á af-
urðunum.
Er það þetta, sem þeir vilja?
Sé það þetta, sem vakir fyrir foringjum Framsókn-
arflokksins og kommúnista, þá virðast nú allar horfur
á, að þeir fái þessa ósk sína uppfyllta. Áður en varir
verður Hrunadansinn hafinn fyrir alvöru. Kannske
Hermann Jónasson bjóði þá upp á lausn á öllum vand-
anum — útláta- og sársaukalaust fyrir alþýðu manna
eins og hann bauð 1956.
8u5ur-Vietnam er engin
Ifigleg stjórnarandstak
Fréttaritarinn John Stir-
ling segir í fréttapistli frá
Saigon — höfuðborg Suður-
Vietnam — að skilyrði séu
miður góð þar til þróunar
stjórnarandstöðu, en þó hafi
nú verið stofnað til hennar,
og standi að henni fjórir
menn, sem buðu sig fram í
seinustu forsetakosningum
sem forseta- og varaforseta-
efni. Aðalmennirnir eru dr.
Ho Nhat og Nguyen Dinhb
Quat, sem ásamt varamönn-
um sínum fengu 800.000 at-
kvæði, en Ngo Dinh Diem
forseti og varamaður hans,
hlutu 5 milljónir atkvæða.
Stjórnarandstæðingar
nefna samtök sín „Lýðræðis-
leg samtök stjórnarandstæð-
inga“ og skulbinda þeir sig
til að berjast gegn einræði
og kommúnisma, heyja bar-
áttu fyrir frelsi einstaklings-
ins í lýðveldinu, og að hafa
að marki einingu og viðreisn
á lýðræðislegum grundvelli.
Þessi samfylking hefir
farið fram á, að hún verði
skráestt sem viðurkennd og
lögleg stjórnarandstaða, en
hefir ekki enn fengið neitt
svar frá stjórninni, enda
mun Diem forseti líta á lög-
lega stjórnarandstöðu „sem
munað, er landið hafi ekki
efni á að veita sér, meðan
enn er um hættur að ræða
frá þúsundum kommúnist-
iskra hryðjuverkamanna í
landinu“.
Stirling minnir á, að fyrir
,einu ári hafi 18 kunnir
borgarar myndað nefnd til
baráttu fyrir frelsi og fram-
förum og hafi hún máuðum
saman lagt að stjórninni að
stofna til róttækra breytinga
á framkvæmdastjórninni.
Nú heyrist ekkert frá nefnd-
inni, hún hafi gliðnað sund-
ur eftir hina missheppnuðu
byltingartilraun í nóvember
1960, er fallhlífahermenn
reyndu að ná á sitt vald
forsetahöllinni. Diem þráað-
ist við að gefast upp, þar til
hjálp barst.
Þegar fallhlífaliðið lagði á
flótta lét Diem ganga milli
bols og höfuðs á andstæð-
ingum sínum. Leiðtogar
Frelsis og framfaranefndar-
innar voru handteknir, þrátt
fyrir það, að þeir sóru og
sárt við lögðu, að þeir hefðu
engin afskipti haft af bylt-
ingaráforminu. Um sama
leyti var vel kunnur and-
stæðingur stjórnarinnar tek-
-inn fastur, dr. Phan Quang
Dan.
Hann og fyrrnefndir frels-
isfrömuðir eru enn í haldi
og munu innan tíðar verða
leiddir fyrir hernaðarlegan
dómstól.
Öðrum forsprökkum með-
ar stjórnarandstæðinga, sem
handteknir voru, hefir verið
sleppt úr haldi, en þeir hafa
hætt öllum árásum á stjórn-
ina. Segja má, að fylking
stjórnarandstæðinga, sem
ekki eru kommúnistar, hafi
gersamlega riðlast eftir bylt-
ingartilraunna í nóvember.
Stirling segir, að leiðtogar
hinna nýju hreyfingar séu
greinilega hugrakkir menn,
að stofna til stjórnarand-
stöðu nú, eftir allt, sem á
undan er gengið, en höfuð-
leiðtogunum tveimur sé að
sjálfsögðu mikill styrkur í
því, að síðan í kosningun-
um eru þeir kunnir meðal
þjóðarinnar. Myndir voru
birtar af þeim í kosninga-
baráttunni, ræðum þeirra
útvarpað og blöð birtu ræð-
ur þeirra í heild eða sögðu
frá efni þeirra í meginat-
riðum, og slík tækifæri hafa
stjórnarandstæðingar í
Frh. á 11. s.
Þrír piltar tekntr
fyrir spellvirki.
í vikunni sem leiS voru þrít
unglingspiltar á aldrinum 15
—17 ára, teknir fastir á Akur-
eyri fyrir skemmdarverk.
Spjöll þessi höfðu piltarnir
fyrst og fremst unnið á neta-
gerðarstöðinni Odda og brotið
fjölmargar rúður í húsinu. Enn
fremur höfðu þeir brotið upp
læstan bíl sem stóð fyrir utan
húsið og reynt að koma honum
í gang, en án árangurs.
Að því búnu héldu þremenn-
ingarnir að Slippstöðinni. Þar
stóð bifreið fyrir utan og var
strax ráðist á hana og reynt að
koma henni í gang. En það bar
heldur ekki árangur. Lokatil-
raunina gerðu þeir með því að
ýta bílnum langan spöl, en allt
kom fyrir ekki. Bíllinn þver-
skallaðist.
Grunur féll strar á þrjá pilta,
sem vitað var að höfðu verið
að skemmta sér umrædda nótt.
Tók lögreglan þá fasta og hafa
þeir nú játað á sig verknaðinn.
MAV
plIMAC.