Vísir - 10.06.1961, Page 9

Vísir - 10.06.1961, Page 9
Xaugardaglnn 10. Júni ISBl imm O wmmmmM :.////////////////// ////ýý/'. S/M//M/0&M /itt'M//#// '//■'/■/■/'■/ /■///// ■. //■.■//■.■/ Fyrir nokkru síðan hafði Alliance Francaise sýningu hér á prentmyndum eftir frönskum málverkum. Með- al margra athyglisverðra mynda munu ýmsir að lík- indum minnast þriggja, sem voru nokkuð sérstæðar, skýjakljúfar og fiðrildi. Enginn þarf að vera í vafa um, eftir hvern myndir þessa listamanns eru, sem veitt hefur einni þeirra eftir- tekt. Þá er ekki þörf á að lesa nafn hans, sem teiknað er með sömu dráttum og myndin sjálf, hvössum og stórskornum, og verður hluti af henni. Einhver hefur sagt, að Bernhard Buffet sé frægastur núlifandi list- málara, næst á eftir Picasso. Þessi frægð hefur orðið til með ótrúlegum hraða á fá- um árum, því maðurinn er ennþá ungur, fæddur árið 1928. Hann hefur náð því takmarki, sem þúsundir listbræðra hans verða að sætta sig við að dreyma um, að finna leiðina frá um- komuleysi til auðlegðar, en sú leið er býsna vandfund- in og ekki eru allir á eitt sáttir um verðleika Bufets, sem engum þarf að koma á óvart. Buffet hefur túlkað hinar ömurlegri hliðar tilverunn- ar svo mjög, að leitað hefur verið orsakanna í dapurleik æskuára hans og þá oft gert meira úr honum, en efni stóðu til. Að vísu var hann ekki sólarmegin á þessu tímabili, en hann vill lítið um æsku sína og fjölskyldu tala. Skólanám stundaði hann slælega en í náttúru- fræðitimum teiknaði hann einkum skorkvikindi. Árið 1943 byrjaði hann að læra teikningu á kvöldnámskeið- um, en fer næsta ár í lista- skólann. Þetta voru döpur og erfið ár, en Buffet teikn- aði án afláts og mótaði stíl sinn og viðhorf. Um þessar yrði sorgþrunginn express- ionismi og sagt er, að hann hafi verið í samræmi við skoðanir og lífsviðhorf exi- stentialistanna, er þá létu mjög að sér kveða. Fyrstu mynd sína sýndi Buffet í París árið 1946, en hún vakti enga athygli. Á næsta ári tekur hann svo þátt í sýningu og hlýtur þá lofsam- leg ummæli, þótt í smáum stíl væri. Ein mynda hans seldist, en það er sennilega ekki sama hver kaupir og þessi sala varð meira happ fyrir listamanninn, en þeir fáu frankar voru, sem hún kostaði. Kaupandinn var læknir, sem átti listaverk eftir snillinga eins og Bernard Buffet: Annabel (1960). Bernard Buffet. mundir deyr móðir hans og svo lauk stríðinu og her- námi Parísarborgar. Það er ekki að undra þótt stíll ungs manns, sem var í deiglunni á þessum tíma, t>n I- Picasso og Rouault, svo að hann hefur verið vandlátur í þessum efnum. En ekki lét hann hér staðar numið, held- ur kom Buffet í samband við athafnasafnan listasala Bernard Buffet: Sjálfsmynd (1952). og gerðu þeir samning, sem enn er í gildi. Listsalar hafa löngum verið voldugir aðil- ar í myndlistalífi Parísar. Úr þessu var listamaðurinn á öruggri leið til bættra lífs- kjara, ef hann léti sinn hlut ekki eftir liggja, en það hefur hann vissulega ekki gert. Ekki er svo að sjá, að Buffet hafi gert ýkja mikið til þess að vinna almennar vinsældir, og mjög hafa dóm ar um list hans verið með ó- líkum hætti. Biturleikinn mildaðist ekki þóttt ýmsum örðugleikum væri rutt úr vegi, en andstæðinga átti hann víst marga. Meðal þeirra var Vlaminck, sá gamli fauvisti, er kallaði hann brellu, sem hefði heppnast. Hann hefur líka sagt þetta: „Nöturleikinn í teikningum hans vekur minningar um fangabúðir og hömlur hernámsins, óhrein- indi, myglað brauð, skömmt- unarseðla, biðraðir og svart- an markað. Næstum allt þetta hefur Buffet upplifað og því hefur ❖erið erfitt að gleyma. Það er orðin hefð að Buff- et hafi sýningu í febrúar ár hvert. Tekur hann þá fyrir eitt efni hverju sinni. Árið 1954 sýndi hann geysistór- ar myndir af stríðsógnum og urðu miklar deilur um þær. Árið 1958 var það heil- ög Jóhanna og skiptust menn þá í tvo harðsnúna hópa, með og móti. Næsta ár voru allar myndirnar frá París, en öfluðu listamanninum engra nýrra aðdáenda. Ekk- ert lífsmark var sjáanlegt í þessari frægu borg lífsgleði og skemmtana. „Enginn bíll, enginn bátur á Signu, hvorki köttur né fugl. Byggingarn- ar eins og beinagrindur. Ekkert lífsmark. Dauða- þögn“, svo vitnað sé aftur í orð Vlamincks. Á síðasta ári tók hann konur og fugla til meðferðar, en þá urðu jafnvel fylgjendur hans hik- andi. „Málverk er ekki sama og kurteisi“, hefur hann sjálfur sagt. Vissulega á listasalinn snaran þátt í gengi og frægð þessa listamanns, en list hans verður þó ekki ve- fengd, þótt aðkast hafi hann hlotið, bæði frá hægri og vinstri. Listin er ekki bund- in við neinn ófrávíkjanleg- an mælikvarða, sem betur fer. Árið 1955 varð Buffet óðalseigandi, en þrem árum síðar gat hann keypt höll eina ágæta frá tímum Loð- víks XIII, og þar býr hann nú með síðari konu sinni, Annabel. Og þá er komið að þessa árs sýningu Buffets, en á henni voru 30 málverk af Annabel, máluð í hans sér- kennilega stíl og beiskju- laust, svo sem eðlilegt var og sjálfsagt. Spá nú ýmsir þáttaskilum og að bjartara verði fyrir list hans í fram- tíðinni. Er ekki nægilegt að mála 2500 myndir til þess að losna út úr skuggum for- tíðarinnar? Og er hægt að fást við dapurleg viðfangs- efni í konunglegri höll við hlið fagurrar konu? Þannig er spurt, en erfitt er að spá þegar listin á í hlut. F.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.