Vísir - 10.06.1961, Side 10

Vísir - 10.06.1961, Side 10
) VÍSIR Laugardaginn 10. júní 1961 96 brautskráðir. Gagnfræðaskóla Austur- bæjar var slitið 31. maí. Skólastjóri, Sveinbjörn Sig- urjónsson skýrði frá skóla- starfinu og lýsti úrslitum prófa. Innritaðir nemendur voru alls 672, fastir kennarar auk skólastjóra 27 og 7 stunda- kexmarar. Úr 4. bekk brautskráðust 96 gagnfræðingar, 84 úr bóknámsdeild, en 12 úr hús- stjómardeild. Auk þess Iuku 3 utanskólanemendur gagn- fræðaprófi. Hæsta einkunn á gagn- fræðaprófi hlutu þær Guðrún Gunnarsdóttir, 8,31 og Hrönn Þórðardóttir, 8,28. 1 landsprófsdeild 3. bekkj- ar þreyttu 58 nemendur próf, en úrslit þess eru enn ókunn, þar sem landsprófi er nýlok- ið. löðrum 3. bekkjar deild- um gengu alls 157 nemendur undir próf, þar af 20 stúlk- ur í hússtjómardeild, en auk þess 1 nemandi utan skóla. Af þeim luku 127 prófi og stóðust. Hæsta einkunn í bóknáms- deildum 3. bekkjar hlaut Æg- ir B. Sigurgeirsson, 8,25, en í hússtjórnardeild Guðrún E. Kjartansdóttir, 8.50. Unglingapróf þreyttu 153 nemendur, 138 luku prófi og stóðust. Hæsta einkunn hlutu þau Ásmundur Jakobsson, 9.31, og Kristín Lárasdóttir, 9.06, hvort tveggja 1. ágætiseink. Úr 1. bekk luku 175 nem- endur prófi. Tveir þeirra hlutu 1. ágætiseinkunn, þeir Karl Tryggvason, 9,23 og Þórarinn Hjaltason, 9,13. Tíu nemendur, sem mest skömðu fram úr í sínum bekk eða aldursflokki fengu verð- launabækur frá skólanum fyrir góðan námsárangur. Þá ávarpaði skólastjóri hina ungu gagnfræðinga nokkrum ámaðar- og hvatn- ingarorðum, þakkaði kenn- urum og öðrum starfsmönn- um skólans farsæl störf og góða samvinnu og sagði að því búnu 33. starfsári skól- ans lokið. UR YMSUM ATTUM • Það kostar sem svarar 60.000 ísl. krónum að láta smíða handa sér gondól í Feneyjum. A • Rússlandi hefur verið skipt í 17 efnahagsumdæmi til að draga úr allskonar kostnaði við stjórn landsins. A • Bretar hafa gefizt upp við að klífa Makalutind í Himalaj^, en hann er 27.79fyjefoý. ^ A • Stjórn S-Kóreu hefur látið handtaka tugi embættismanna og kaupsýslumanna, sem auðgazt hafa með ólöglijgu móti undan- farin ár. A • Bandaríkjastjórn hefur til- kynnt, að frá 1. júlí muni , hún lækka verð á uranium til útflutn- ings. A • Dionne-systurnar urðu 27 ára þann 28. maí. — Nú eru fjórar á lífi af fimm. A • Sosvétríkin hafa gefið út fri- merki með mynd af Lumumba, forsætisráðherra í Kongó, sem myrtur var á dögunum. A • Nýlega andaðist kvikmynda- stjaman Joan Davis í Hollywood. Hún lét eftir sig milljón dollara. A Fáir eiturlyfjaneyt- endur i Bretlandi. LONDON (UPI). — Bretar þurfa ekki að hafa verulegar áhyggjur af eiturlyf janautn, að því er segir í opinberri skýrslu. í Bretlandi eru fáir eitur- lyfjaneytendur, segir í skýrslu þessari, og engin á- stæða til að óttast, að þeim muni fjölga skyndilega. Þar í landi álíta menn eiturneyzl- una líka frekar geðveilu en glæp. Nefndin lagðist gegn skráningu eiturneytenda og þvingunarlækningu. Raforka ur kjarnorku. LONDON (UPI). — Verk- fræðingar vinna kappsam- lega við að finna aðferð til að framleiða ódýrari raforku úr kjarnorku. Ætlunin er að veita gufu- orku úr kjamaofni til að mynda rafmagn „milliliða- laust“, þar er að segja án vélahluta, sem snúast eins og í gufuhverflum. Ef engir hlutir, sem snúast, eru í raf- al, nýtist orkan miklu betur og einnig er hægt að fram- leiða rafmagnið við meiri hita en ella. Sjálfsmorð barna. CHICAGO (UPI). — Sjálfs- morð bama eru algengari en almenningur gerir sér yfir- leitt grein fyrir. Þetta eru niðurstöður rann- sókna vestan hafs, og var frá þeim skýrt á þingi sálsýkis- lækna þar í landi. Það er einkum reiði og særð réttlæt- iskennd, sem leiðir til þess, að böm reyna að fyrirfara sér. Hjarðmenn gerast bændur. HAIFA (UPI). — Israels- stjóm vill fyrir alla muni, að hjarðmeim í landinu hætti flakki sínu og gerist bændur. Um 22.000 manns af Bedú- ínaættum lifa flökkulífi á Negev-auðn og hirða þar um skepnur sínar, einkum úlf- alda. Stjómin vill nú, að þeir gerist bændur og býður þeim jarðnæði eða vist á samyrkjubúum. 20. hvert barn óskil- getið vestan hafs. Tuttugasta hvert bam í Bandaríkjunum er óskilgetið, segir heilbrigðismálaráðu- neytið í Washmgton. Öskilgetin böm em flest í Suðurríkjunum — meðal svertingjanna — en fæst eru þau í fylkjunum í KlettafjðR- um. Um 208,700 óskilgetin böm fæddust í Bandaríkjun- um 1958, en nýrri tölur em ekki fyrir hendi. Vorleiðangur Ægis Hhm árlegi vorleiðangur Æg- is hófst hinn 6. júní. Tilgang- ur leiðangursins er að gera athuganir á sjávarhita og seltu, plöntu- og dýrasvifi og síldarmagni á hafsvæðunum fyrir vestan, norðan og aust- an fsland. Rannsóknir þessar em þáttur í sameiginlegum rann- sóknum Norðmanna, Rússa og íslendinga, sem fram- kvæmdar em með sérstöku tilliti til ætisgangna síldar- innar á fyrrnefndum haf- svæðum. Fiskideild Atvinnu- deildar Háskóláns sér um framkvæmd íslenzka leiðang- ursins, sem farinn er á veg- um Sjávarútvegsmálaráðu- neytisins. Leiðangursstjóri er Jakob Jakobsson fiski- fræðingur, en auk hans starfa 4 starfsmenn fiski- deildar að rannsóknunum. Skipstjóri á Ægi er Harald- ur Bjömsson. (Frá Fiskideild). Bezt og ódýrast að auglýsa ■ VÍSI Skrifstofustúlka Óskum eftir að ráða stúlku til starfa við far- þegabókanir o. fl. í afgreiðslu vorri, Lækjargötu 4. Hér er um framtíðarstarf að ræða. Skriflegar umsóknir, er greini aldur, mennt- un og fyrri störf, skulu sendar afgreiðslu vorri, Lækjargötu 4, eigi síðar en 14. þ. m. Trjáplöntur KJARAKAUP Birki frá kr. 3, greni frá kr. 3, ösp frá kr. 5, víðir í skjólbelti frá kr. 2. Urval annarra trjá- tegunda. Stjúpur og bellis frá kr. 2, sumarblóm frá kr. 1,50. Af^láttur ef keypt er í heilum kössum. GRÓÐRARSTÖÐIN VIÐ MIKLATORG Símar 22282 — 19775 K.S.Í. Í.S.Í. Í.B.B. IÞROTTAVÖLLURINN 1911 — 11. JÚNÍ — 1961 Á MORGUN KL. 2 á Melavellinum. REVKJAVÍK - LAftlDIÐ i Dómari: GUÐJÓN EINARSSON Fyrir leikinn minnist forseti I.S.Í., Benedikt Waage afmælisins. / 1 leikhléi verður keppt í 4x200 m hl. og 800 m hl. Aðgangur: Böm 5kr. — Stæði 20 kr. — Sæti 25 kr. Stúka 35 kr. Stjóm íþróttavallanna í Reykjavík.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.