Vísir - 14.06.1961, Side 15

Vísir - 14.06.1961, Side 15
Maðvikudagur 14. júní 1961 VI8IR Æl aðrar skýringar. Ef til vill hefur hann bara lent í rifr- ildi við einhverja stúlkukind“, sagði Graham. „Þetta bréf er ekki eina á- stæðan, ‘heldur annað, sem þar kemur til. Má þar t. d. nefna hina óeðlilegu fjarvist hans. Og ennfremur sú stað- rejmd, að það er ekki einn einasti eyri á bankareikn- ingnum hans“, sagði leynilög- reglumaðurinn. „Það eru nú að koma mán- aðamót. Er reikningur yðar ekki tómur? Minn er það“. „Hann seldi líka bílinn sinn og það í flýti og undir sann- virði“. Graham yppti öxlum. „Hann hefur ef til vill keypt sér nýjan bíl. Hvað sem því líður, þá er það ekkt^neinn glæpur að selja bílinn sinn“. „Og með hverju ætlið þér að skýra hegðun hans í rúss- neska sendiráðinu ?“ „Vodka“. „Og hversvegna hefur hann ekki sýnt sig hjá Balfour skipherra, fyrst hann sagðist ætla að fara þangað í leyf- inu?“ „Það veit ég ekki“, lög- reglumaðurinn var nú far- inn að ergja Graham fyrir alv'ru. „Ef til vill datt hon- um í hug á seinustu stundu að fara eitthvað annað, eða að hann hefur orðið fyrir slysi“. Það leit ekki út fyrir, að Gregson tryði á þessar skýr- ingar. „Ef hann hefði orðið fyrir slysi, þá hefði verið gef- in skýrsla um það“. „Það eruð þér, sem eruð leynilögreglumaðurinn“, urr- aði Graham, „þér eruð tor- trygginn. En það þarf meira til þess 'að sannfæra mig um að ekki sé allt í lagi með Max Easton. Reynið að lýsa eftir honum, og þá getið þér verið sannfærður um, að þér fáið eðlilega skýringu á öllu sam- an“. Á meðan þessu fór fram, sat Max ánægður á skerinu sínu undan Skotlandsströnd- um og hlustaði á það í litla ferðatækinu sínu, að lýst var eftir honum. „Tilkynning frá lögregl- unni“, sagði þulurinn, „lög- reglan vill komast í samband við Max Easton, sem ekki hefur sézt síðan hann yfirgaf flotamálaráðuneytið laugar- daginn þann ... „Loksins byrjar það“, sagði Max og brosti. „ .. . Þeir sem hafa einhverjar uppplýsingar eru beðnir að snúa sér til Scotland Yard eða næstu lög- reglustöðvar...“ Max andaði léttar. Dvölin á litla skerinu var orðin full fábrotin. „Bara að þetta kom- ist nú almennilega af stað“, muldraði hann. Hann fékk ósk sína upp- fyllta. Næsta morgun voru blöðin með myndir af honum á for- síðu og einnig risafyrirsagn- ir, sem skýrðu frá því, að hinn frægi kafbátsforingi væri horfinn. Þegar lögreglu- þjónninn í Liverpool sá myndimar þekkti hann þar aftur dónalega náungann, sem hafði horfið eftir að hafa spurt um rússneska skipið. Hann greip strax símann til þess að gefa skýrslu. Virginia og Charles voru að drekka glas af sherry fyrir miðdegisverðinn, þegar bróðir Charles kom inn og las ákafur í kvöldblaðinu. Eink- um var það frétt á baksíð- unni, sem hafði hug hans fanginn og hann hélt blað- inu þannig, að Virginía gat ekki hjá því komizt að sjá risafyrirsagnirnar á forsíð- unni, sem skýrðu frá því, að sézt hefði til Max Eastons á leið um borð í rússneskt skipt í Liverpool. Andartak stóð hún sem lömuð. Þegar Robert augnabliki seinna lagði frá sér blaðið til þess að fara í símann, greip Charles blaðið áður en Virg- inía gat hindrað það. „Drott- inn minn dýri“, hrópaði hann undrandi, þegar hann sá for- síðuna. „Hefur eitthvað gerzt?“ spurði Virginía variega. „Sjáðu hérna“. Charles hélt blaðinu þannig, að Virginía gæti lesið það með honum. SKYTTDRNAR ÞRJAR Veitingamaðurinn, sem mátti halda, að gésturinn særði, væri fínn og ríkur herramaður í dulbúningi, útbjó reikning fyrir 10 daga gistingu og umönnun. En gallinn var bara sá, að reikningn- um fylgdi enginn gestur. D’Art- agnan uppgötvaði skjótt, að bréf- inu til de Treville hafði verið stol- ið, hann hótaði veitingamannin- um öllu illu, ef hann fengi ekki bréfið, en hann skildi brátt, að veitingamaðurinn hafði ekki mik- 11 not fyrir bréfið og þá loks skild- ist honum, að aðalsmaðurinn ó- kunni hlaut að hafa stolið því. Nú reið á öllu að komast sem skjótast í brott og þakkað veri smyrsli móður hans svo og þvi, að hann komst ekki undir lækn- ishendur, gat hann þegar morg- uninn eftir stigið á bak hesti sín- um, sem bar hann til Parísar, án þess að fleira markvert gerðist. Þrátt fyrir ráðleggingar föður síns, seldi hann hestinn og fékk heiia 3 dali fyrir hann, upphæð, sem aðeins gat verið að bakka hinum skrautlega lit hestsins. Með þessa peninga i vasanum fór hann til þess að leita sér að hús- næði við hæfilegri Ieigu. Hann fann sér kvistíbúð í Fossoyeurgötunni, rétt hjá Lux- embourgargarðinum og skammt frá aðsetri de Trevilles, en það fannst honum góðs viti. Hann settist strax að í íbúðinni, saum- aði snúrurnar, sem móðir hans hafði með leynd klippt af nýju fötunum föður hans á búning sinn og lagaði sverð sitt, sem hsfði skemmzt í átökunum daginn áð- ur. „Easton hefur látið til skar- ar skríða með hugmyridina, sem þú sagðir mér frá“ Virginía hló og var held- ur óstyrk. Innst inni fannst henni hún bera ábyrgðina að nokkru leyti með Max. Hún vissi, að það var hennar vegna, sem hann gerði þetta og hún var hrifin af því, að hann skyldi vilja fóma svo miklu vegna hennar. „Ég get ekki séð neitt skemmtilegt við þetta“, sagði Charles. „Þér fannst þetta þó skemmtilegt, þegar ég sagði þér frá þessu í lestinni”. „Eg tók þetta ekki alvar- lega þá“, sagði Charles og setti upp sinn virðulegasta svip. „Gerir þú þér grein fyr- ir því, að hann gerir grín að allri þjóðinni með þessu. Blöð- in prenta þetta grandalaus". „Ég er viss um, að það er einhver skýring á þessu“, sagði Virginía. „Við getum ekki leyft okk- ur að vera meðábyrg fyrir svona svindli“, staðhæfði Charles. „Kannski er það ekki svindl“, sagði Virginía og vildi verja Max. „Það getur þó ekki verið ætlun þín að reyna að koma Max í 4—5 ára fangelsi?" Allt í einu gerði hún sér grein fyrir þvi, að hún vildi alls ekki, að upp kæmist um Max. „Ég meina, að hafi hann gert þetta, og við komum upp um hann, þá getur það orðið mjög alvar- legt fyrir hann“. „Hann hefði bara gott af því“, sagði Char- les, „saklaust grín gerir esg- um neitt, en þetta gengur allt of langt“. „Vertu hægur, Charles". Virginíu fannst nú allt undir því komið að vinna tíma. „Við höfum ekkert til þess að fara eftir annað en það, að hann gaf þetta hálfvegis í skyn — líklega í gamni. Við megum ekki leggja of mikið upp úr því. Ég held ekki, að við ætt- um að Kugsa mikið um þettá. Þetta lagast af sjálfu sér“. Carles litáðist óstyrkur um. „I guðsbænum láttu þann gamla ekki heyra eitt orð um þetta“. „Við getum þó ekki bann- að föður þínum að lesa blöð- in“. „Hann veit ekki, að við þekkjum Easton“. „Hann kemst ekki hjá því að frétta það, ef við förum til lögreglunnar“. Virginía eygði skyndilega möguleika til þess að halda Charles, ró- legum. Það var greinilegt, að hún hafði snert á honum Akkillesarhælinn. Hann hat- aði þó að ekki vær nema vera nefndur í sambandi við hneyksli. „Fjandinn eigi hann“, hróp- aði Charles og grýtti blaðinu frá sér. I London rann Max Easton málið áfram eins og hraun- breiða og dagblöðin létu ó- spart í Ijós óþolinmæði sína við flotamálaráðuneytið, sem hvorki vildi eða gat gefið nokkrar upplýsingar og yfir- mennirnir þar vildu ekki láta mm K V I S T ©PIB COPEHHAGEN, 3'/? i wmmm í

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.