Vísir - 15.06.1961, Blaðsíða 4

Vísir - 15.06.1961, Blaðsíða 4
4 VÍSIR Fimmtudagur 15. júní 19^61 kom í Halle fyrir og eftir aldamótin; síðasta heftið 1929. Það var mjög myndar- legt útgáfuverk og varð um sumt fyrirmynd að útgáfu Hins ísl. fornritafélags. Þjóð verja hafa og um langan aldur lagt mikla rækt við rannsóknir og útgáfu Sæ- mundar-Eddu, og er próf. Kuhn nú að undirbúa nýja prentun á útgáfu Neckels. — Þeir hafa og gefið út mörg af fornritum okkar í þýzkri þýðingu. — Hvað um íslenzkar bók- menntir okkar daga? Er unnið mikið að kynningu þeirra í Þýzkalandi? — Eg er ekki nægilega kunnugur því. Mikinn áhuga varð eg var við á bókum Halldórs Kiljan Laxness, og mér skildist vera til þýð- ingar á mörgum þeirra. Og bækur Gunnars Gunnarsson- ar eru þar eftirsóttar frá fornu fari. Skiijanlega hafa þar emi sem komið er verið fyrst og fremst gefnar út bækur sagnaskáldanna. — Próf. Einar sagði, að þetta væri fyrsta fyrirlestra- ferð hans til Þýzkalands og Sviss. Hins vegar hefir hann farið í boðum til margra landa hin síðari ár og haldið fyrirlestra um fornbók- menntir okkar. T. d. hefir hann heimsótt öll Norður- löndin, England, írland, Bandaríkin, Kanada og Kína og er ánægður með viðtök- urnar, sem mál hans hefir fengið hvarvetna. ☆ enzk fræði í m m W m Ér^ nlii V U I Einar öl. Sveinsson prófessor kom til lands- ins s.l. sunnudag að lok- inni mánaSarlangri fyr- irlestraferS um sjö borg- ir í Vestur-Þýzkalandi og Sviss. FréttamaSur Vísis ræddi stundarkorn viS prófessor Einar í gær og leitaSi frétta af för hans. — Hver voru tildrögin að ferð yðar? — Eg fór út í boði nokk- urra háskóla og einnig að ósk íslandsvinafélaga í sömu borgum til að flytja erindi um íslenzkar fornbókmennt- ir, og var ferðin þó jafn- framt á vegum stofnunar- innar Deutscher Akade- mischer Austauschdienst, sem sér um gagnkvæmar heimsóknir vísinda- og menntamanna. — Tókuð þér sérstakt efni til meðferðar í fyrirlestrum yðar? — Mér var nokkurnveginn í sjálfsvald sett, hvaða efni eg fjallaði um og kaus að ræða um íslendingasögurn- ar, gefa hugmynd um þær og segja frá sjónarmiðum mínum. Alls staðar var fall- izt á uppástungu mína, og alls staðar fékk mál mitt hin- ar ágætustu viðtökur og að- sókn. Eg get ekki annað en dáðst að þeim áhuga, sem fram kom hjá áheyrendum mínum, jafnt stúdentum, prófessorum og fræðimönn- um í háskólunum. Fjöl- margir skrifuðu upp eftir mér allt hvað af tók, sumir hraðrituðu. — Voru þetta þá t. d. stú- dentar, sem nema norræn fræði? — Víst fæstir. Áður var unrýð mjög mikið starf í Þýzkalandi í þágu norrænna fræða, og eru margir mætir Þjóðverjar, sem við stöndum í mikilli þakkarskuld við. En á vaidaárum Nazista var reynt að nota áhuga á norrænum efnum í pólitísk- um tilgangi, og svo kom aft- urkast og erfiðleikar í striðs- lok. Þá komu og skörð í rað- ir vísindamanna í stríðinuj En auðsær er víða áhugi i að efla að; nýju kennslu og verði við t.d. hið mikla safn rannsóknir í norrænum mál- Altnordische Saga-Bibliothek um og bókmenntum. í þessari úrval að sögnum, sem út Málið húsið utan j innan með POLYTEX plastmálningu ferð minni hitti ég ýmsa menn, sem vinna að athygliverðum verkum í norrænum fræðum, Sviss- lendingunum dr. Bandle og próf. Kolb, sem báðir voru aðstoðarmenn próf. Alex- anders Jóhannessonar við orðabókina hans miklu. Dr. Bandle hefir skrifað stóra ritgerð um Guðbrands- biblíu, og nú er hann að rannsaka útbreiðslu orða hér og í Noregi um kvik- fjárrækt og hefir borizt í hendur feikimikið efni. Og þá má ekki gleyma dr, Hans Kuhn prófessor í Kiel. — Hafa þessir menn dval- ið hér á landi? — Já, reyndar, og tala mætavel íslenzku. Fjölmarg- ir hér þekkja próf. Kuhn, er komið hefir hingað þó nokkrum sinnum og er kvæntur íslenzkri konu, hef- ir skrifað nokkrar ritgerðir í íslenzk tímarit, t. d. Skírni, um íslenzk örnefni o. fl. Hann er stórvel lærður mað- ur í Eddu- og dróttkvæðum og fleiri greinum. Var áður prófessor í Leipzig og Ham- borg, nú í Kiel. Það er al- veg víst, tel eg, að þessi fræðistarfsemi fer að aukast á ný þai syðra. Hér hafa verið þýzkir stúdentar við nám að staðaldri hin síðari ár. Og eg tel engan vafa á því, að þeir eiga eftir að verða okkur þarfir menn í sínu heimalandi. Það er allt annað að þekkja íslenzku sem lifandi talað máí, en að- eins af bókum. Þó skal ekki gera lítið úr starfi þeirra mörgu Þjóðverja, sem aldrei koma hing- að, en unnið hafa afrek í okkar fræðum. En það borg- ar sig áreiðanlega að styrkja unga menn til náms. — Eru einhverjar útgáf- ur norrænna fræða á ferð- inni í Þýzkalandi um þessar mundir? — Ekki í stórum stíl í svipinn eða ekki svo að líkt

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.