Vísir - 15.06.1961, Blaðsíða 5

Vísir - 15.06.1961, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 15. júní 1961 VISIR Baldur í stií- dentsprúfi Eg átti leið yfír Menntaskólalóðina í gær, og í fljótu bragði sýndist þar ekkert sérstakt á sevSi. Rétt einn og einn hoppuSu þar út og inn, svo aS mér datt ekki annaS í hug en aS öll próf væru á enda aS sinni. En svo rakst ég á Baldur. HvaSa Baldur? Baldur Georgs — Hvð getur þú verið að gera hér Konnalaus? — Eg er að reyna við stúdentspróf og er helzt ekki viðmælandi, því að eg á að ganga upp eftir nokkrar mínútur í síðasta prófinu. Það er í sögu, og eg kann bara ekkert í þessu. — Ja, á dauða mínum átti eg von — en ekki þér í stúd- entsprófi. Er þetta annars að komast í tízku, að gamlir menn setjist á skólabekk með börnum og ungviði. Þú hefir máske gizkað á, að þetta gæti varla verra verið en að láta Konna vera sí og æ að spyrja þig út úr hinu og þessu, sem þú getur ekki svarað. Alténd sértu þá laus við hann á meðan. — Já, blessaður minnstu ekki á hann, strákgreyið. Hann er nú læstur inni í skáp heima og verður að þegja á meðan. Nú er það alvaran, sem gildir, enda þótt eg færi út í þetta hálf- gert að gamni mínu. En nú er að duga eða drepast. — Ertu þá smeykur við að falla? Hvar ertu annars búinn að standa lengi í þessu stríði? / — Það var í febrúar í fyrra, sem ég lét til skarar skríða með að lesa undir Baldur á Menntaskóla- hlaðinu, niðursokkinn í stíla- kompu, úskrifaða með ár- tölum og helztu viðburðum úr mannkynssögunni. Konnalausan. stúdentspróf, 16 árum eftir að eg sat síðast á skólabekk, í Gagnfræðaskólanum í Franska spítalanum. Svo hef ég nú setið við þetta í flest- um frístundum, tók fyrstu prófin í fyrra, flest nú í vor Konni læstur inni i skáp. og fæ að geyma tvö til haustsins, dönsku og latínu. Vinnuveitandi minn gaf mér aukasumarfrí einn mánuð nú vegna aðalprófsins. — Hefirðu virkilega lesið mestalla lærdómsdeildina á rúmu ári meðfram vinnu? — Já, eg hef'unnið nokkur ár á skrifstofu verksmiðj- unnar Pólar og hafði alls ekki efni á að segja starfinu lausu til að glíma við próf- lesturinn. Hef orðið að vinna fyrir fjölskyldu minni, siáðu. Mest af hef eg puðað við þetta á eigin spýtur, hef ekki haft ráð á að taka einka- tíma nema að takmörkuðu leyti. / — Heldurðu, að þú náir prófinu? — Eg er nokkurn veginn viss um það að þola lítilfjör- Iegustu einkunnir í þeim greinum, sem eftir eru. Óg get ekki annað en gert mér að góðu að „skríða í gegn“. — Ertu „nervös“ eins og hinir krakkarnir? Framh. á 11. síðu. Þetta er „kalda borðið“ sem Axel Sigurðsson framreiddi fyrir veiðimcnnina um síðustu helgi. „Mávahlíð", hin ný[a - og eina - matsala í ¥estmannf eyjum. I Vestmannaeyium hefur veriÖ opnaður nýr greiðslusölustaður, sem ber nafnið Mávahlíð. Er hann til húsa, þar sem verið hefur mötuneyti Ársæls Sveinssonar á vetrum. Hafa farið fram gagngerar endurbætur á húsnæðinu að undan- förnu, og munu þátttak- endur í sjóstangaveiði- mótinu um síðustu helgi hafa verið með fyrstu gestum sem þar var veittur beini. Á undanförnum árum hef- ur eina gistihúsið í Eyjum verið „Hótel HB“. Það hætti hinsvegar störfum 1. júní s.l. Þátttakendur í veiðimóti því sem haldið var í Eyjum í fyrra dvöldu þá þar. Hins vegar var sýnt, er vitað var að sá staður myndi ekki starfa lengur, að einhverjar ráðstafanir yrði að gera, til þess að hægt væri að veita viðtöku gestum á hinu al- þjóðlega stangaveiðimóti sem upphaflega var fyrir- hugað, auk annarra gesta innlendra, og útlendra, er leggja leið sína til Eyja í sumar. Því réðust þrír Vest- mannaeyingar, þeir Axel Lárusson, skókaupmaður, Steinar Júlíusson, umboðs- maður Flugfélagsins í Eyj- um, og Þórhallur Jónsson, verkfræðingur, sem allir eru miklir áhugamenn um sjó- stangaveiði og eiga sæti í stjórn Sjóstangaveiðiféllagi Vestmannaeyja, í að koma á fót greiðasölu sem jafnframt gæti tekið við fólki til gist- ingar. Fyrir valinu várð, eins og áður segir, mötuneyti það sem Ársæll Sveinsson hefur haft fyrir starfsfólk sitt á undanförnum vertíðum. Þar eru tveir matsalir, auk nokkurra svefnstofa. Fram- kvæmdir við endurbætur hófust fyrir síðustu mánaða- mót, og var allt húsnæðið endurbætt svo sem mest mátti verða, auk þess sem fengin voru tæki í eldhús. Er staðurinn nú allur hinn vistlegasti, svo sem hinir fyrstu gestir geta borið um. Er blaðamaður Vísis ræddi við forráðamenn „Máva- hlíðar“ um síðustu helgi, lögðu þeir mikla áherzlu á, að það sem fyrst og fremst vekti fyrir þeim, væri að annast matsölu. Hafa þeir ráðið til starfa í eldhúsi Axel Sigurðsson, ,matsvein, og mun hann starfa þat í allt sumar, meðan opið verður. Afstaða til að taka á móti fólki til gistingar í „Máva- hlíð“, er hinsvegar nær einskorðuð við hópa, 4—10 Framli. á 11. síðu. ----------------------i----- Vegir og vegleysur. i Tivoligarðurinn í Kaup- mannahöfn var gerður að umtalsefni í þessum dálki í síðustu viku og borið hól á hann að verðugu. En hér í Reykjavík er einnig garður með sama nafni og skemmti garður líka. En sá; er mun- urinn á að þar sem Tivoli Hafnar er höfuðprýði borg- arinnar, nálgast okkar Tivoli það að vera höfuðskömm Reykjavíkur. Þetta er sterkt tekið til orða, en ef einhver vill sannfærast af eigin raun þarf hann ekki annað en skoða staðinn. Þar er allt í ótrúlegri hrörnun, niður- níðslu og vanrækslu. Njólar og annað illgresi er hinn mest áberandi gróður, tjörn- in forarpollur, gangstígai óþrifalegir, hús ómáluð og hrörleg og annað eftir því. í útjaðri garðsins er dans- staður, sem gengur undir nafninu Vetrargarðurinn. — Ekkd hef ég verið þar á dansleik, en ef dæma má eftir sögusögnum og blaða- skrifum mun það heldur dárlegur staður. Hver mundi svo trúa þvi í að óreyndu að þessi stað- ur er á vegum eins af kunn- ari íþróttafélögum bæjar- ins? Reksturinn mun að vísu leigður út, en það er H1 lítilla bóta. Nú vdll einnig svo til að lega staðarins er í einni aðal þjóðleið útlend- inga til borgarinnar, þeirra, sem koma hingað flugleiðis með Flugfélagi íslands. Og ekki nóg með það, heldur blasdr hann við mjög vel frá Hótel Garði. í tilefni af komu Noregskonungs var rækilega hreinsað til á óþrifasvæðum við höfnina og víðar og allt gott um það að segja. Það var slæmt að leið hans hátignar skyldi Framh. á 11. síðu. I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.