Vísir - 15.06.1961, Blaðsíða 10

Vísir - 15.06.1961, Blaðsíða 10
10 VISIR Ný bók: HRAFNSEYRI Fæðingarstaður JÓNS SIGURÐSSONAR forseta Höfundur rits þessa er séra Böðvar Bjarna- son, sem var prestur á Hrafnseyri í 40 ár. Ólafur Þ. Kristjánsson skólastjóri hefur búið bókina undir prentun. Höfundur segir í eftirmála: „Það er von mín, að margur hafi ánægju af því að kynnast þáttum þessum úr sögu Hrafns- eyrar, og það er ósk mín, að kynning sú verði þeim og þjóðinni til blessunar". Bókin er gefin út í tilefni af því að 150 ár eru liðin frá fæðingu Jóns Sigurðssonar. Þar er bernskustöðvum forsetans lýst ræki- lega og ýmislegt sagt frá foreldrum hans og öðr- um ættmönnum. Bókin er 200 bls. að stærð. Verð kr. 140,00 í bandi. BÓKAÍjTGÁFA MENNINGARSJÓÐS OG ÞJÓÐVINAFÉLAGSINS. Fyrir 17. júní Allt í hátíðarmatinn HÓLMGARÐI 34 — SÍMI 3499S SUIUARBUSTAÐUR óskast til leigu í sumar. Uppl. í síma 37580. 8 mm Perutz Color C14 14/10 din. kr. 245,00 með framköllun. 8 mm svarthvítar filmur 15/10, 21/10 og 27/10 din. kr. 165,00 með framköllun. Quick splice tape fyrir 8 og 16 mm filmur. FÓKUS LækjargÖtu 6B Sjö nemendur Ijúka prófi á Siglufirði. í gagnfræðaskólanum þar var 171 nemandi í vetur. Frá fréttaritara Vísis. Siglufirði. Laugardaginn 3. júní s. 1. var gagnfræðaskóla Siglu- fjarðar slitið. Skólastjórinn Jóhann Jóhannsson lýsti starfsemi skólans á vetrin- um. Meðal annars kvað hann félagslíf hafa verið með á- gætum og heilsufar nemenda mjög gott og yfirleitt hefði skólastarfið gengið ágætlega. Talaði hann sérstaklega til þeirra nemenda, sem nú hverfa frá skólanum og gaf þeim ýms holl ráð í vega- nesti, er þau nú legðu inn á nýjar brautir við nám eða störf í þjóðlífinu. 1 skólanum voru í vetur 171 nemandi. Sjö nemendur luku lands- prófi með framhaldseinkunn. Guðný Dóra Kristinsdóttir fékk hæstu einkunn við landspróf 7,84 og varð jafn- framt hæst L3, bfikk_skólans. Ellefu nemendur tóku gagn- fræðapróf og þar af þreyttu 6 nemendur próf upp í 3. bekk Verzlunarskólans að auki. Hæstu einkunn á gagn- fræðaprófi hlaut Erla Jó- hannsdóttir 3,39. Fékk hún einnig námsverðlaun frá Stú- dentafélagi Siglufjarðar fyrir beztu einkunn í íslenzku í 4. bekk, 9,62, sem er bezta eink- unn, sem gefin hefur verið nokkru sinni við gagnfræða- próf í skólanum. Brynja Jónsdóttir hlaut verðlauna'bikar Björns Dúa- sonar, fyrir hæstu einkunn í vélritun. Ólafur Ragnarsson hlaut verðlaunabikar Lionsklúbbs Siglufjarðar, fyrir hæstu einkunnir í bókfærslu og reikningi. Freysteinn Jóhannsson hlaut hæstu einkunn við ungl- ingapróf upp úr 2. bekk 9,49, og móðurmálsverðlaun Jóns Jóhannessonar fræðimanns fyrir hæstu einkunn skólans í íslenzku 9,70 stig. Þessi verðlaun fékk hann einnig í fyrra við próf upp úr fyrsta bekk. Efstur í fyrsta bekk var Jósef Blöndal með 8,73 í að- aleinkunn. Matthías Gíslason fékk verðlaun frá skólanum fyrir umsjónarstörf. Tíu ára nemendur afhentu skólanum við þetta tækifæri forkunnar- fagran silfurbikar að gjöf. Skal hann verða verðlaun fyr- ir sund í bekkjakeppni skól- ans og keppt skal um hann einu sinni árlega. Samkvæmt skipulagsreglum, sem með gjöfinni fylgdi skal bikarinn vera eign skólans og hvatn- ing til nemenda um iðkun sunds. Skólastjóri þakkaði gjöfina og þann hlýhug sem henni fylgdi frá þessum fyrr- verandi nemendum skólans. Þrj- Aukin ferðalög Samlivæmt nýbirtum skýrslum komu 59.000 erlend- ir ferðamenn til Bretlands í febr. og ér það 12% aukn- ing frá í sama mánuði árið áður. Mest var aukningin frá Frakklandi 37%, Danmörku 21, Belgíu 17 og ítalíu 16%. j' IMýtt fyrirtæki Hefi opnað sauma- og sniðstofu á Laugavegi 28. Annast modelgerð og snið á hverskonar fatnaði fyrir smærri fyrirtæki og einstaklinga og sauma- skap fyrir sömu aðila. IVIODEL & SIM3Ð Laugavegi 28, sími 23732. Björgvin Friðriksson, klæðskeri. \ Fimmtudagur 15. júní 1961 Hringið 11660 til dagblaðsins Vísis lesið upp auglýsinguna og Vísir sér um árangurinn, því 100 þúsund augu lesa auglýsinguna samdægurs. Simi 1 1 660 (5 línur) /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.