Vísir


Vísir - 15.06.1961, Qupperneq 9

Vísir - 15.06.1961, Qupperneq 9
Fimmtudagur 15. júní 1961 VISIR 9 anlega drátthagur nemandá. Þess vegna var honum veitt inntaka í listaskóla staðar- ins, þegar hann var 14 ára. Þar sagði kennari hans: — Skoðaðu sérhvert form af sígildri list — og gleymdu því svo fljótt sem mögulegt er til þess að skapa eitthvað nýtt. Þegar Jeanneret var 30 ára yfirgaf hann fæðingar- bæ sinn í síðasta sinn. Hann hefur síðar látið í Ijós and- úð á Svisslendingum: — „Svisslendingar eru hreán- legir og iðjusamir — og til fjandans með þÉ).“ Þó var Le Corbusier búinn að setja svip sinn á bæinn áður en hann fór. Eitt húsanna, sem hann teikpaði, var málað í æpandi litum, annað var kvikmyndahús, með múr- húðarlausri framhlið og mósaiklínum með jöðrum hennar. Bæjarstjórnin kvart áði yfir að húsið væri ekki í samræmi við umhverfið. Le Corbusier svaraði: Það er umhverfið, sem ekki hæf ir húsinu. Hann hæddist að hinum háu og bröttu þökum, sem einkenna hús í Sviss frá þessum tíma. ,,Eim ávinningurinn, ef um ávinn- ing er að ræða, verður sá, að snjórinn kemur í skrið- um niður á grunlausa veg- farendur.“ í staðinn lét hann setja á hús sín þak, sem var í laginu líkt þvotta- bala. Þakið var hitað upp, eins og annað í húsinu, að minnsta kosti nægilega mikið til að bræða snjóinn á því, svo hann rynni burtu. burtu. Áður hafði Le Corbusier farið í langt ferðalag til Prag, gegnum Serbíu og t Rúmeníu, til Istanbul og Aþenu. Hann var 6 vikur að kanna súlurnar á Akro- polis. í endurminningum sínum, þar sem hann nefnir sig ætíð í þriðju persónu, segir hann frá ferðareynslu sinni: „Súlurnar liggja enn- þá á jörðinni. Með því að snerta þær fingurgómunum fær hann skilning á hlut- föllum smíðinnar. — Undr- un. Raunveruleikinn er ekki í kennslubókum. Hér var \ allt sem kall innblástursins, dans í sólargeislunum. — Þannig var húsagerðarskóli / L—C.“ En helzti skóli fyrir upp- rennandi arkitekta var af flestum talinn Beaux Arts í París. En hann var ennþá í gamla stílnum. En utan við veggi Beaux Arts starf- aði hugkvæmur bygginga- leistari Auguste Perret og sannaði rækilega hversu steypublandan er gott bygg- ingarefni. Annar slíkur var Peter Behrens í Berlín. Hann var brautryðjandi á sviði gler- og stálbygginga fyrir iðnaðarfyrirtæki. Le Corbusier hafði unnið hjá báðum. ■p\AG einn 1914 dró Le Corbusier upp skipu- lagsmynd fyrir tveggja hæða húsi úr steinsteypu, svo einfalt að gerð að það hefði getað verið teikning af leikfangi fyrir börn. Það sem einkenndi voru stoð- irnar 6. Veggir voru engir, húsið var heldur aldrei byggt. En súlurnar 6 eru eitt af megineinkennunum i húsateikningum Le Corbus- ier. Þær komu í stað burð- arveggja. Kostir þeirra voru margir og óumdeilanlegir. Menn sögðu: „Það eru engir veggir í húsinu, hvað eigum við að gera?“ í Bandaríkjunum hafði Louis Sullivan nýlega lokið við að byggja fyrsta skýja- kljúfinn. Aðstoðarmaður hans, Frank Lloyd Wright, var þegar orðinn frægur fyrir lágreistu preríu-húsin, sem voru svo gaumgæfilega felld inn í landslagið. í Þýzkalandi var Walter Gro- pius nýleg'a útskrifaður frá vinnustofu Peter Behrens og hafði byggt hina frægu Fagus-tærksmiðjubyggingu^ úr stáli og gleri. Allt þetta snerti Le Corbusier meira og minna, en fyrstu árin eftir heimsstyrjöldina fyrri tók málaralistin mestan tíma hans. Sem málari tok Le Cor- busier þátt í umræðum lista manna og listfræðinga um málaralistina. Hann gaf út bók, sem hét „Eftir kúb- ismann“ og síðar tímarit, sem hélt á loft skoðunum hans og félaga hans. Greinar hans í tímaritinu vöktu mikla athygli, einkum þær, sem fjölluðu um húsagerð- arlist. Þær urðu síðar grund völlurinn að bókinni, sem nefnd var í upphafi. þessar- ar greinar. Um þetta leyti tók hann upp nafnið Le Corbusier og undirritaði all- ar greinar sínar um húsa- gerðarlist með þessu nafm. HVAÐ er húsagerðarlist? „Það var,“ sagði Le Corbusier í bók sinni, ,,nokk uð, sem var meira en stíll.“ „Stílgerðir Lúðvíks XIV, XV, XVI og gotnesk- ar stílgerðir eru húsagerð- arlistinni það, sem fjöður er kvenmannskolli.“ Hann seg- ir að arkitektinn verði að taka fullt tillit til verkfræð- ingsins. Síðar segir hann sína frægustu setningu, að „húsið sé vél til að búa í.“ Eftir því sem árin liðu tók Le Corbusier sér fyrir hendur margvísleg verk- efni. Hann gerði uppdrætti að skipulagi borga. Hann lagði til að Alsírborg, Barce lona, Antwerpen og jafnvel París yrðu endurskipulagð- ar. Það mundi hafa í för með sér niðurrif heilla borg- arhverfa. Þegar Parísar- skipulag hans var lagt fram æptu listfræðingarnir: Stór- Kapellan í Ronchamp. mennskubrjálæði. — Villi- mennska. Hégómagirni. En Le Corbusier svaraði: „í París sparka menn í rass- inn á spámönnunum." Ásamt félaga sínum og frænda Pierre Jeanneret lagði Le Corbusier árið 1927 fram teikningu af byggingu Þjóðabandalagsins. Hann segir sjálfur frá því með nokkurri beizkju: „Eftir að dómnefndin hafði haldið 65 fundi í Genf var tillaga Le Corbusiers og Pierre Je- annerets sú eina af 360 til- lögum, sem fékk fjögur at- kvæði af níu. Það var þá, sem fulltrúinn frá París benti á: Þessi uppdráttur er ekki dreginn með Indlands- bleki. Ég krefst þess að hon- um verði vísað frá.“ Og það var gert. Þá varð hinum upp rennandi húsameistara að orði: „Brjálæðingur.“ RIÐ 1930 varð Le Cor- busier franskur ríkis- borgari og kvæntist dökk- hærðri stúlku frá Monaco, Yvonne Gallis að nafni. Upp úr þessu tekur hagur I.e Corbusier að vænkast. Kona hans kunni lagið á honum og tókst að leiða krafta hans inn í nýja farvegi. Hann náði meiri árangrj og viður- kenningin lét ekki á sér standa. Hver af öðrum hylltu arkitektar veraldar- innar hann. Með ritum sín- um hafði hann mikil áhrif á hina uppvaxandi kynslóð arkitekta. En hann hélt áfram að vera umdeildur. Le Corbusier hefur haft vinnustofur sínar á sama staðnum í París í um það bil 40 ár. Þangað koma arki- tektar úr öllum heimsálfum til að skoða verk meistar- ans. Enginn uppdráttur fer frá skrifstofu hans án þess að allstór hópur gesta hafi áður skoðað hann. Húsameistarinn hefur alla tíð verið óútreiknanlegur skapmaður. Hann á fáa nána vini, en þykdr gaman að tala við fólk. Þá er það venjulegast hann sjálfur, sem talar. Hann segir að það gefi sér hugmyndir, örvi ímyndunaraflið. „Og hvað sem því líður, þá er óþarfi að hlusta á það, sem aðrír segja.“ í peningasökum þyk- ir karlinn mesti nirfill. — Hann heldur að allir séu að reyna að féfletta sig. Le Corbusier er fyrir löngu bú- inn að gera það upp vdð sig að mestu ræningjarnir búi í Bandaríkjunum. Hann skrifaði á sínum tíma ákaf- lega lofsamlega um New York borg, sem „hof nýja heimsins.“ En þegar hann kom þangað árið 1935 urðu vonbrigðin algjör. Og í ann- að sinn fór hann vonbrigða- fulla ferð til New York. Honum var boðið að taka þátt í byggingu hins nýja húss Sameinuðu þjóðanna. Hann var að vísu ekki sett- ur yfir verkdð, til þess þótti hann ekki nægilega $am- vinnuþýður. En hann hélt því fram á eftir að hús Sameinuðu þjóðanna væri alveg eftir því, sem hann hafði lagt til, en hdns vegar væri honum meinað að eiga heiðurinn af því. Þetta þyk- ir þó ætíð hafa orkað tví- mælis. Vitað var, að hann I lagði fram uppdrátt, sem hafður var til hliðsjónar við endanlega ákvörðun um út- lit og innréttingu hússins. TTANN hefur síðan þetta gerðist byggt hverja stórbygginguna af annarri. Kann hefur skapað lista- verk, sem þúsundir manna heimsækja bednlínis til að njóta listar hans. Kapellan í Ronchamp er mikið skoð- uð af fólki, sem dáist af Le Corbusier. Hún gnæfir yfir landinu, mikið listaverk. — Corbusier breytti málverk- um sínum í húsagerðarlist, húsagerðarlistinni í högg- myndalist, „þar til bygging- ih er orðin til úr öllum þess- um þrem meginlistum, sem einni.“

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.