Vísir - 15.06.1961, Blaðsíða 8

Vísir - 15.06.1961, Blaðsíða 8
8 VISIk Fimmtudagur 15. júni 1961 r N ÚTGEFANDI: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR Ritst|órar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G Schram. Ritstjórnarskrifstofur: laugavegi 27. Auglýsingar og afgreiðsla: Ingólfsstrœti 3. Áskriftargjald er krónur 30,00 á mánuði - í lausasölu krónur 3,00 eintakið. — Sími 11660 (5 línur). -A Félags- prentsmiðjan h.f., Steindórsprent h.f., Eddo h.t. Ný viðhorf. Þær fregnir, sem bárust hingað til lands í gær- kvöldi um að þriðjungur danska þingsins hefði mælzt til að afgreiðslu handritafrumvarpsins yrði frestað munu hafa komið flestum mjög á óvart. Eftir að þingið hafði samþykkt frumvarpið fyrir aðeins fáum dögum virtist ekki of mikil bjartsýni að vænta þess að innan skamms myndu hinar fornu skinnbækur hverfa aftur til sín heima. Fleirum en okkur mun og hafa komið að óvörum þessi nýja þróun mála, því ekki mun danska stjómin hafa talið að á þessa lund yrði vilji hennar og mikils meirihluta þings virtur að vettugi um alllangt skeið. En þótt 60 þingmenn hafi skrifað undir beiðni um frestun á staðfestingu er þó ekki fullvíst að málið drag- ist á langinn fram yfir næstu kosningar eftir þrjú ár. Ákvæði dönsku stjórnarskrárinnar um frestun á stað- festingu laga ef þriðjungur þings beiðist hennar á aðeins við um eignarnámslög. Um önnur lög gildi gildir ákvæð- ið ekki. Hefir danska stjórnin alltaf haldið því fram að hér sé alls ekki um eignarnámslög að ræða og var það sjónarmið ítrekað af Hækkerup dómsmálaráðherra við lokaumræðu málsins. I rauninni er því hér um þrjá kosti að ræða, sem danska stjórnin á völ á eftir síðustu atburði. I fyrsta lagi getur stjórnin fallizt á skilning þingmannanna 60 og hvílir þá málið fram yfir næstu kosningar. I öðru lagi getur stjórnin tekið þann kost að virða undir- skriftimar að vettugi og leggja til við konung að lögin verði staðfest, þrátt fyrir þær. — Er sú leið í sam- ræmi við fyrri afstöðu hennar um að hér sé ekki um eignarnám að ræða. I þriðja lagi má vera að stjórnin kjósi að leita til dómstólanna og fá úr því skorið, þegar í stað, hvort lögin eru eignarnámslög. Hér skal engu um það spáð hverjar verða aðgjörðir stjórnarinnar. En fyrr en ofannefndar leiðir hafa verið þrautkannaðar er ekki fullvíst að afhending handrit- anna muni dragast fram yfir næstu kosningar. Þær málslyktir yrðu mikill ósigur fyrir dönsku stjórnina á hennar heimaslóðum. Við sjáum hvað setur. Hagur hinna öldruðu. Mörgum munu þykja athyglisverðar þær upplýs- ingar um ellilífeyri, sem fram komu í grein fjármálaráð- herra hér í blaðinu í gær. Hann hefir hækkað um 45% síðan fyrir gengisbreytingu, en daggjöld á Elli- heimilinu Grund aftur á móti aðeins um 20%. Það er menningarmerki hvers þjóðfélags að búa sem bezt að sjúkum og öldruðum. Verðbólgan er versti óvinur þeirra og fáum ríður á eins miklu að spariféð sé ekki stórlega rýrt. Það er atriði, sem sízt má gleymast. IIÍilll '■:■;/}//■■■/:/ Á RIÐ 1923 kom út í París lítil bók um húsagerð- arlist og virtist eingöngu rituð v.eð skáletri og upp- hafsstöfum. Bókin var eftir ungan og bráðsnjallan arki- tekt, sem kallaði sig Le Cor- busier. Bókin hét: Stefnum að húsagerðarlist. Nafnið gaf til kynna, að höfundur- inn áliti ríkjandi húsa- gerðarlist alls ekki eiga nafn -sitt skilið. Enda þótt Le Corbusier sé hégómagjarn reynir hann ekki að halda því fram að hann hafi upp>vái,:@igi&*spýt- ur mótað nútíihaKúságerðar- list. En umrædd bók og seinni verk hans hafa í rík- um mæli markað stefnu hennar. í dag er Le Cor- busier 73 ára gamall að áliti starfsbræðra hans um allan heim, þeirra fremstur og snjallastur. Le Corbusier er undar- lega samansettur maður, hann virðist mótaður af andstæðum, sem hver um sig hafa mikil áhrif á hegð- un hans og breytni. Hann er sínöldrandi yfir van- þakklætinu, sem honum þykir heimurinn hafa sýnt sér. Á hinn bóginn er hann ekkert gefinn fyrir að taka við heiðursmerkjum eða nafnbótum og forðast allar formvenjur. Le Corbusier hefur orð fyrir að vera skapríkur maður. Hann hef- ur oftar en einu sinni rekið allt starfslið sitt til að hleypa nýju lífi inn á vinnu stofu sína. Hann nýtur engu að síður mikils trausts og tryggðar þeirra, sem kom- ast í kynni við hann eða starfa með honum. Til eru þeir aðstoðarmenn hans sem vildu leggja allt í sölurnar fyrir hann. FERILL hans er ámóta mótsagnakenndur. Hann hefur aðeins byggt um 75 byggingar, en Frank Lloyd Wright byggði um 500. Fyrsta bygging eft- ir hann í Bandaríkjunum er að rísa um þessar mund- ir. Franska ríkisstjórnin hefur enn ekki ráðið Le Corbusier til að teikna skóia eða sjúkrahús í Frakklandi. Hann. byrjaði sem spá- maður húsagerðarlistar á véltækniöld, skáld fjölda- framleiðslunnar. Engu að síður eru síðustu byggingar hans í Indlandi næstum því handunnar. Hann beitti rök- fræði í skipulagningu borga og var næsta geometriskur í teiknun húsa. En nýjustu verk hans, kapellan í Ron- champ og klaustrið í La Tourette, eru rómantísk listaverk, sem virðast vera í mótsögn við allt, sem Le Corbusier hefur' áður sagt. En eitt sameinar verk hans og feril: Að byggja borgir og hús, sem eru í senn mótuð af skynsemi og fegurð. Stundum virðist þó rökhyggjan víkja fyrir ímyndunaraflinu og fegurð- in bíða lægri hlut fyrir hinu hrjúfa Hvað sem því líður er það listamaðurinn í Le Corbusier sem stjórnar arki- tektinum. T E CORBUSIER er fædd- ur í svissn. bænum La Chaux-de-Fonds, sem er fá- einar mílur frá frönsku landamærunum í Júrafjöll- unum. Hann var skírður Charles Edouard Jeanneret. í skólanum var hann nám- fús, klunnalegur, en óneit-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.