Vísir - 19.06.1961, Blaðsíða 8

Vísir - 19.06.1961, Blaðsíða 8
■3 V t S I K Mánudagur 19. júní 1961- | ÚTGEFANDI: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR Rítstjórar: Hersteinn Pálsson Gunnar G Schram. Ritstjórnarskrifstotun Laugavegi 27 Auglýsingar og afgreiðsla: Ingólfsstrœti 3. Áskrlítargjald er krónur 30,00 á mánuði I lausasölu krónur 3,00 eintakið — Sími 1 1660 (5 línur) - Félags prentsmiðjan h.f.. Steindórsprent h.f.. Eddc h.t. Heimta lægra kaup. Atburðir undanfarinnar daga sýna gjörla hvílík ógæfa það er, að ekki skuli vera til ábyrgur meirihluti í stærsta verkalýðsfélagi landsins. Atvinnurekendur hafa boðið sömu kauphækkun og Dagsbrún samdi við S.I.S. um, að því undanteknu að þeir bjóðast til þess að greiða 1 % til verkamanna sjálfra, í stað þess að það renni í styrktarsjóð Dagsbrúnar. Ef hinum kommúnist- íska meirihluta í stjórn Dagsbrúnar hefði verið umhugað um að leysa verkfallið með hag verkamanna fyrir aug- um, þá hefði verið samið þegar í síðustu viku. Það liggur í augum uppi að samkvæmt tilboði Vinnuveitendasambandsins fá verkamenn hærra kaup í launaumslag sitt en samkvæmt þeim kjörum sem S.I.S. samdi við Dagsbrún um. Engu að síður neitar Dagsbrún að semja. Með hverjum deginum, sem kommúnistar draga verkfallið þannig á langinn valda þeir 4000 verkamönnum miklu fjárhagstapi, sem af vinnumiss- inum leiðir. Sökin af áframhaldandi vinnustöðvun liggur öll hjá Dagsbrún. Aldrei hefir það áður komið fyrir að stjórn eins verkalýðsfélags neiti að semja og rökstyðji þá neitun með því að heimta kjör, sem eru verkamönnum óhagstæðari en þau sem boðin eru. Slík ódæmi munu vissulega ekki fara fram hjá verkamönnum. Þeim mun mörgum hafa verið hugsað til Akurnesinga þessa helgi, sem samið hafa upp á 11 % á sama tíma sem Edvarð og félagar heimta 10% hækkun, en neita að semja um 11 % beina kauphækkun. Þessi framkoma kommúnista líkist einna helzt gam- anleik, þar sem hlutunum er með öllu snúið við og full- trúar verkamanna heimta lægra kaup. En hér er ekkert gamanspil á sviðinu; Hér er á svið sett sýning á því hvernig óábyrg forysta skerðir hagsmuni þúsunda verkamanna og þjóðarinnar í heild með því að halda áfram tilgangslausu verkfalli. 1 , • V ; Markaðsbandalögin. Þessa dagana fara fram ítarlegar umræður í London um það hvort Bretár skuli ganga í sameiginlega mark- aðinn eða halda fast við fríverzlunarbandalagið. Enn er of snemmt að spá um úrslit, en nokkur teikn eru á lofti um að hið fyrra verði upp á teningnum. Munu þá Danir og vafalaust fleiri fylgja á eftir. Þessir atburðir hafa mikla þýðingu fyrir okkur Is- •endinga, því af þeim hlýtur okkar afstaða að mótast. Við getum ekki setið hjá öllu lengur meðan aðrar Evrópuþjóðir bindast slíkum viðskiptasamtökum, heldur hljótum að ganga þar einnig til leiks. Væntan- lega mun afstaðan skýrast svo á næstunni að valið verði '"kki ýkja erfitt. Iflvad gelist- i ferð Gagarins? Það vakti aðdáun manna um víða veröld, er það afrek var unnið, að skjóta fyrsta mann- aða geimfarinu út í geim- inn. Og sovézku vísinda- mennirnir, sem unnu að undirbúningnum, og Gagarin höfuðsmaður, fyrsti geimfarinn, hlutu verðskuldað lof víða um lönd. En samtímis varð afrekið tilefni alvarlegra hugleið- inga margra manna í ýms- um löndum. Menn fóru að velta því fyrir sér, hvort eigi 'væri réttara að vísinda- mennirnir beittu sér í bar- áttunni gegn veikindum og skorti. Aðrir létu S ljós efa um, að rétt væri að stofna til þeirra stórkostlegu út- gjalda, sem þyrfti til að vinna afrek sem þetta, því að af því leiddi ekkert er bætt gæti lífskjör mann- kyns. Slíkar skoðanir haía ilátið í Ijós merkir menn og kon- ur, í Sovétríkjunum og í Bandaríkjunum og víðar. — Hér skal á engan hátt reynt að gera lítið úr því, að af- rekið hefur orðið Sovétríkj- unum og vísindamönnum þeirra til mikils álitsauka. Hann er verðskuldaður. Né heldur skal dregið úr því, að sovézkir vísindamenn hafa aflað sér víðtækrar þekk- ingar á sviði geimrannsókna, þótt vera megi, að Banda- ríkjamenn, sem nú hafa helmingi fleiri gervihnetti á lofti en Rússar, standi að sumu leyti framar á sviði beinna ransókna. Og sú stað- reynd, að Rússar hafa til þessa vart, að heitið geti, skýrt neitt frá aðferðum sín- um, bendir ^augljóst til þess, að rannsóknir þeirra og til- raunir séu miðaðar við hernaðarleg not. Myndu vestrænu þjóðirn- ar hafa getað orðið fyrri til, að senda mannað geimfar út í geiminn? Það vitum vér ekki. Hitt vitum við, að ef til þess hefði þurft að leggja á allan álmenning þær hyrð- ad, sem almenningur í Sov- étríkjunum verður að bera hefðu þær ekki reynt það. Og jafnvel Rússar, nú þegar fagnaðarlætin eru um garð gengin, gera sér grein fvrir því, að álitsaukinr fylhr ekki aska almenmngs eða færir honum aukin 'ifsþæg- indi Lítið dæmi taiar her Yuri Gagarin. sínu máli. Minnstu munaði, að faðir Gagarins kæmist ekki til hátíðahaldanna í Moskvu, því að frá heimili hans til Smolensk er yfir vegleysur að fara. Þetta er hin hliðin á mál- inu, sem valdhafarnir í Sovétrikjunum kæra sig ekki um, að aðrar þjóðir reyni að gera sér grein fyrir. Er nú hægt að færa nokkr- ar sannanir fyrir þeirri staðhæfingu, sem komið hefur fram, að sovétstjórnin hafi orðið að verja svo gíf- urlegu fjármagni til geim- ransóknanna og annars sem til þurfti að virina afrekið. að almenningur verði enn um langan aldur að búa við sama skort og nú, — það sé m. ö. o. ekki hægt að efna þau loforð um bætt lífskjör, sem almenningur hefur beð- ið eftir að efnd væru’ Hér verður að hafa til hliðsjónar hvað almenning- ur í Sovétríkjunum verður enn að sætta sig við, og rétt- ast að reyna að glöggva' sig á þessu eftir óvéfengjanleg- um heimildum um þetta efni. Vart verður ályktað, að Pravda, málgagn miðstjórn- ar Kommúnistaflokks Sovét- ríkjanna fari rangt með, er lýst er kvörtunum manna, en í þessu málgagni var birt yfirlit þann 8. apríl um kvartanir almennings, og or þar sagt, að hér sé með réttu kvartað yfir gæðum nauð- synjavarnings, og fram séu bornar kröfur um betfi fataefni, vandaðri skófatnað — og yfirleitt að vandað sé meira en gert er til alls þess, sem almenningur þarf til daglegra nota. í blaðinu segir á þessa leið: ,.Á undangengnum árum kommúnista og verkalýður- inn almennt gert mikið til að auka vörugæði.... en enn í dag er framleiddur lé- legur varningur. Hér má t.d. nefna fataefni, sem upplit- ast eða missa lit og hlaupa við fyrsta þvott. Kvartað er yfir gæðum baðmullarefna og prjónless og yfir því, að lítið sé gert að framleiðslu endingargóðra gerviefna — Nefnd eru dæmi um lélega framleiðslu línefna." Ennfremur sé kvartað yfir sniði tilbúins fatnaðar. — Erfitt sé fyrir miðaldra og gamalt fólk að fá fatnað við sitt hæfi. — Útlitsgóður varningur sé oft á sýning- um, en þess verði ekki vart., samskenar varningur komi í búðirnar. Þá’ er kvartað yfir, að oft sé enginn fatnað- ur á börn fáar.legur í búð- unum. Haft er eft.ir L. Rap- enkov, vélamanni i verk- smiðju i Moskvu: „Mér hafði aldrei dottið í hug, að það gæti verið slíkt vandamál að komast yfir eina eða tvær skyrtúr handa krökkum. Eg kom daglega í viku í barnafutnaðardeildina i GUM (ríkisverzlanir) og fékk alltaf sama svarið: „Það fást engar skyrtur á drengi á þessum aldri.“ Sagt er frá þvi í yfirlits- greininni, að hjá Shyaulsk „Elnyas“ skófatnaðarverk- smiðjunum sé 40.000 para haugur af barnaskóm svo lélegum að gæðum, að verzl- anirnar neiti að taka þá til sölu. Birt eru ummæli V. Udeikin í Balanda, Saratov- héraði, sem segir að skó- fatnaður framleiddur þar sé mjög lélegur, — nemendur í véladeild landbúnaðar- skóla í Balanda hafi fengið skófatnaðarsendingu frá þessu fyrirtæki, sem var svo léleg, að sólarnir losnuðu al- veg eftir skamma notkun. Kvartað er yfir gæðum sjónvarpsviðtækja, útvarps- viðtáekja, ísskápa og þvotta- véla. Hér eru aðeins. nefnd nokkur dæmi, en um margt . fleira kvartað, og seinast en ekki sízt yfir. að margur hafa flokkurinn ve-kalýðs-. nauðs. njavai m 'gui vc. félögin og æskuþ'ðsfélög Frh. á 13. síðu. ) /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.