Vísir - 19.06.1961, Blaðsíða 5

Vísir - 19.06.1961, Blaðsíða 5
■ Mánudagur 19. júní 1961 V I S 1 R 5 HTi r_3 W/////A \ \ Z/////////A _ Z////////A \ l ZZ///Æ Vilhjálmur Einarsson hlaut forsetabikarinn á móti sem einkenndist af vondu veðri og miðlungsafrekum. 17. júnimótið var að þessu sinni lieldur dauft, og fátt um nokkur afrek sem orð er á ger- andi. Kemur þar tvennt til, og var annað alls ráðandi fyrri daginn, og það var kalt veður og hvasst, svo vart gátu talizt að- stæður til að halda frjálsíþrótta- mót. Bitnaði þetta á flestum keppendum, og vegna veðurs varð að fresta þremur greinum til næsta dags, 110 m grinda- hlaupi, hástökki og stangar- stöökki. í öðrum greinum hafði þetta þau áhrif, að árangur get- ur vart talizt löglgur, s. s. í stökkum og 100 m hlaupi, en þar er óhætt að segja, að allir keppendur hafi fengið 2—3/10 úr sek. betri tíma en efni stóðu til. Hins vegar, að flestir kepp- endur virðast nú vera í lélegri æfingu en oft áður, og sumir sem hingað til hafa sett mest- an svip á mótin eru nú erlend- is ok tóku því ekki þátt. í heild sinni var mótið mun svipminna en oftast áður, og má gera ráð fyrir, að það sé að nokkru leyti fyrirboði um það sem verður í sumar. Áhugi virð- ist ekki eins mikill hér í Rvík og á undanförnum árum, en fer aftur á móti vaxandi úti á landi. Fyrri daginn hófst keppni kl. 5 og var þá fyrst keppt í 100 m hlaupi. Keppendur voru all- margir og var hlaupið í tveim- Úrslitin í 100 m. hlaupinu. Talið frá vinstri. Valbjörn Þorláksson, Í.R., sem sigraði á 10,8 sek. Grétar Þorsteins- son, Á., Einar Frímannsson, K.R., Ólafur Unnsteinsson, H.S.K. og Guðmundur Guð- jónsson. Á myndina vantar Guðjón Guðmundsson. — Hlaupið var í allsterkum kmeðvindi. ur riðlum, en síðan var hlaup- inn úrslitariðill. Úrslit: 1. Valbjörn Þorláksson, ÍR, 10,8 sek. 2. Grétar Þorsteinsson, Á, 11.1 sek. 3. Einar Frímanns- son, KR, 11.1 Sek. í 1500 m hlaupi voru þátt- takendur 4, en veður illt til hringhlaupa og árangur eftir því. 1. Kristleifur Guðbjörnsson, KR, 4.15.4 mín. 2. Agnar Leví, KR, 4.21.0 mín. 3. Eðvarð Sig- urgeirsson, KA, 4.22.3 mín. í þrístökki sigraði, eins og við var búizt, Vilhjálmur Einars son, og stökk nú 15.67 m, sem er prýðilegur árangur. Hins veg ar var vindur of mikill, en til frádráttar verður að telja kuld- ann, sem ætíð háir slíkum grein um — og reyndar spretthlaup- um líka — og veldur oft togn- unum og meiðslum. — 2. Ólaf- ur Unnsteinsson, HSK, 14.03 m 3. Þorvaldur Jónasson, KR 13.98 m. Ræða forsetans - Frh. af 9. s. til Rafnseyrar. Hér á hlað- inu stendur bautasteinn Jóns Sigurðssonar. Steinninn stóð lengi uppi á holtinu fyrir of- an túnið og beið síns hlut- skiptis. Það eigum vér mest síra Böðvari Bjarnasyni að þakka, sem gerði sér mjög annt um staðinn og minn- ingu Jóns Sigurðssonar, að þetta viðfangsefni, er svo vel leyst til frambúðar. — Steinninn er ótilhöggvinn, mótaður af náttúrunni og sómir sér mjög vel með and- litsdráttum þjóðhetjunnar, dregnum á skjöld og sverð á bak við. Vér sjáum hér einnig nýbyggt hús, sem er prestsetur og á að verða barnaskóli fyrir sveitir Arn- arfjarðar. þegar það er full- gert, og athvarf, svo ekki þurfi að úthýsa pílagrímum. Hér er enn ýmislegt ógert til að staðurinn verði það höfuðból, sem minningunum er samboðið, kapellu þarf að reisa, íbúð vantar fyrir ábúanda — og hvammurinn hér er mjög vel fallinn til skógræktar, utan túns, þegar búið er að friða har.n. Eg mun hér engar tölur telja né áætlanir, en það ei von vor, að gullpeningur Jóns Sigurðssonar og hátíðar- merkið, sem selt er um land allt, hrökkvi ldngt til að ljúka þeim umbótum, sem fyrst voru ráðgerðar hér í sambandi við lýðveldis- stofnunina. Fyrir það þakka ég þing og stjórn. Það er þjóðin í heild, sem endurreisir staðinn, nú á hálfrar annarrar aldar af- mælinu með mikilli virðing og stórri þökk. Það getur enginn gert sér grein fyrir því, hvernig nú væri ástatt um hag þjóðar vorrar, ef hún hefði ekki eignast Jón Sig- urðsson, þegar mest lá við. Það verður ekki stungið svo skóflu í jarðveg og sögu ís- lenzkrar viðreisnar, að ekki komi niður á æfistörf Jóns Sigurðsonar. Hið hálfdanska amt hefur breyzt í íslenzkt ríki. Jón Sigurðsson er ímynd íslendingsins eins og hann getur verið mestur og beztur. Guð gefi, að oss og komaridi kynslóðum auðnist að varðveita þ.að, sem áunn- ist hefir, og halda áfram stefnu hins „gróandi bjóð- lífs, sem þroskast á guðsrík- is braut“. Afmælisdagur Jóns Sig- urðssonar er vor þjóðhátíð- ardagur, dagur einingar og bróðernis. Eg vil ljúka máli mínu með því, að fara með upphaf þess kvæðis, sem Hannes Hafstein orti til flutnings hér á Rafnseyrar- hátíð fyrir fimmtíu árum: Þagnið dægurþras og rígur! Þokið, meðan til vor flýgur örninn mær, sem aldrei hnígur, íslenzkt meðan lifir blóð. Menning kappans, mest sem vakti manndáð lýðs og sundrung hrakti, fornar slóðir frelsis rakti, fann og ruddi brautir þjóð. Fagna, ísland, fremstum hlyni framar þins á nýrri öld, magna Jóni Sigurðssyni sigurfull og þakkargjöld! Vér tökum öll undir ein- um rómi. Lífi minning Jóns Sigurðssonar með þjcð vorri! Vilhjálmur hlaut forsetabik- arinn fyrir þetta afrek sitt, sem gefur flest stig eftir stigatöfl- unni. í kúluvarpi sigraði Guðmund ur Hermannsson, svo sem við var búizt, en Gunnar Huseby náði líka ágætum árangri. 1. Guðmundur Hermannsson, KR, 15.43 m. 2. Gunnar Huse- by, KR, 15.06 m. 3. Friðrik Guð mundsson, KR, 14.43 m. Kringlukast: 1. Hallgrímur Jónsson, Á, 48.68 m. 2. Friðrik Guðmundsson, KR, 46.84 m. 3. Þorsteinn Löve 44.26 m. í 1000 m boðhlaupi sigraði sveit Ármanns, fékk tímann 2.10.5 mín., en í henni voru: Sigurður Lárusson, Hjörleifur Bergsteinsson, Grétar Þorsteins son og Þórir Þorsteinsson. — Bl. sveit, 2.13.9 mín. í gær, sunnudag hélt mótið áfram kl. 2. Veður var þá all gott til keppni, og miklum mun betra en fyrri daginn. Enginn sérstakur árangur náðist þó. 400 m grindahlaup: 1. Hjör- leifur Bergsteinsson, Á, 62.0 sek. 2. Jón Guðlaugsson, HSK, 74.4 sek. 110 m grindahlaup: 1. Guð- jón Guðmundsson, KR, 15.8 sek. 2. Sigurður Lárusson, Á, 16.1 sek. 200 m hlaup: 1. Grétar Þor- steinsson, Á, 23.4 sek. 2. Þór- hallur Sigtryggssn, KR, 24.5 sek. 3. Már Gunnarsson, ÍR, 24.8 sek. 800 m hlaup: 1. Svavar Mark- ússon, 2.01.1 mín. 2. Þorvarður Björnsson, KR, 2.17.5 mín. Langstökk: 1. Vilhjlmur Ein- arsson, ÍR, 6.94 m. 2. Einar Fri- mannsson, KR, 6.93 m. 3. Þor- varður Jónasson, KR, 6.53 m. Spjótkast: 1. Valbjörn Þor- láksson, ÍR, 58.06 m. 2. Jóel Sig urðsson, ÍR, 54.08 m. 3. Kjart- an Guðjónsson, KR, 49.28 m. Sleggjukast: 1. Friðrik Guð- mundsson, KR, 46.09 m. 2. Jó- hannes Sæmundsson, KR, 45.58 Frh. á 13. síðu. I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.