Vísir - 19.06.1961, Blaðsíða 16

Vísir - 19.06.1961, Blaðsíða 16
VfSIR Mánudagur 19. júni 1961 HátíöahðSiium víða aflýst Banaslys á Akureyri. Frá fréttaritara Vísis. Akureyri í morgun, Banaslys varð á Akureyri síð degis s.l. föstudag. Adragandinn að'slysinu varð með þeim hætti að ökumaður sorpbifreiðar bæjarins Vil- hjálmur Sigurðsson, Þingvalla- stræti 8 var að flytja sorp á haugana um kl. hálf sex leytið síðdegis á f.östudaginn. Þegar þangað kom var maður, sem venjulega vinnur þar að því að slétta úr sorpinu, hættur vinnu og farinn á brott. Fyrir bragð- ið er ekki vitað hvernig slysið vildi til, en talið að Vilhjálmur heitinn hafi eitthvað verið að vinna við skúffuna á bílnum sem flytur sorpið upp í hann, en klemmst þá undir lestarlok- inu og beðið við það bana. Vegfarandi sem átti leið framhjá veitti bílnum athygli, gekk að honum og fann þá Vil- hjálm látinn. Talið er að nokk- ur stund hafi liðið frá því slysið vildi til og þar til komið var að bílnum. Vilhjálmur heitinn var mað- ur um fimmtugt. Guölaugur sviptur réttindum. Hæstiréttur hefur svipt Guð- laug Einarsson héraðsdómslög- mann réttindum til að flytja mál fyrir Hæstarétti. Þessi réttindi fékk Guðlaugur eftir lagaákvæðum sem segja, að héraðsdómslögmaður, sem flutt hefur 40 mál fyrir undir- rétti megi fylgja málum sínum eftir til Hæstaréttar og flytja þau þar. Sem kunnugt er flutti Guð- Iaugur málið fyrir Magnús Guðmundsson lögregluþjón, „morðbréfamálið“ svokallaða og var þá málið tekið af honum og lögfræðingurinn ávíttur. Bílalesf föst Frá fréttaritara Vísis. Húsavík í morgun. Veðrið hér þann 17. júní var eitt hið versta er menn muna hér á þeim degi. Úrhellis rign- ing með norðaustan kulda og stormi kom í veg fyrir að liá- tíðahöldin færu fram úti og að messu lokinni fóru hátíðahöld- in fram í samkomuhúsinu. Svo kalt var í 'æðri að snjó- aði til fjalla og sums staðar í byggð. Á aðfaranótt sunnudags tepptist langferðabíll á leið til Húsavíkur ásamt 14 öðrum bíl- um og komust þeir ekki leiðar sinnar fyrr en ýta var fengin til að ryðja þeim leið gegnum snjódyngjurnar. Kalt var einnig í Mývatns- norðanlands. Heljarveður var um allt norð anvert landið á þjóðhátíðardag- inn og þess vegna féllu hátíða- höld víðast hvar niður eða var frestað þar til í gær. Víða snjóaði til fjalla og í gærmorgun voru fjöll hvít nið- ur í miðjar hlíðar. Frá ísafirði var Vísi símað í morgun að þar hafi verið norð- an hvassviðri og rigning 17. júní og öll hátíðarhöld fallið niður af þeim sökum. Um Sigríður Hagalín var f jallkonan í ár. Ljósm. Vísis O.Ó.) Víða kuldi og snjór kvöldið voru dansleikir í sam- komuhúsunum, en það var líka allt og sumt. Þar snjóaði í efstu brúnir. Úr Húnavatnssýslum var Vísi símað að þar hafi verið kuldahret eins og þau koma verst á vorin, úrhellisrigning og kuldi með snjókomu til fjalla. í gærmorgun voru bæði Víði- dals- og Vatnsdalsfjöll og fleiri fjöll norður þar hvít niður í miðjar hlíðar. Bændur í Húna- þingi telja þetta vor óvenju fremur kalt og segja að hvert hretið hafi rekið annað frá því á hvítasunnu. Á Siglufirði var sama veður, úrhellisrigning og kalsi með snjókomu til fjalla. Þar féllu öll hátíðahöld niður. Á Akureyri gerði versta veð- ur. Tók að kólna strax á föstu- dagskvöldið, en síðan fór það versnandi, en samt hófust 17. júní-hátíðarhöldin á tilskildum tíma um morguninn og stóðu fram eftir degi, að þeim var slitið um kl. 3.30 e. h., vegna foráttuveðurs. í gærkveldi hóf- ust þau samt aftur í skaplegu veðri með skemmtun á Ráð- hústorgi, gamanvísnasöng, gam- anþætti, tvísöng og kórsöng og loks dansleilc á torginu, er stóð til miðnættis. Bæði við Eyjafjjörð og í Þing- eyjarsýslum snjóaði niður í miðjar hlíðar. Á Mörudal á Fjöllum var snjókoma og þar komst hitinn niður í frostmark, en á Akureyri í 2 stig aðfara- nótt sunnudagsins. í Grímsey var versta veður, 8—9 vindstig og úrkoma að sama skapi. Þar lágu um 30 síldveiðiskip í vari, öll norsk nema eitt. sveit og hið versta veður. Fjall- ið Vindbelgur þar í sveit var hvítur að rótum og hafði engan snjó tekið úr honum í gær. í morgun var hins vegar komið hlýviðri með sól og sunnan- vindi. Síldveiði á Húnaflóa í nótt. Á laugardaginn þann 17. júní lágu öll síhlarskipin í vari inn á fjörðum. Allt frá Vestfjörð- um austur á Eyjafjörð. Mikill fjöldi skipa var á Siglufirði bæði íslenzk, norsk og finnsk. Upp úr hádegi í gær tók veðrið að ganga niður og héldu skipin þá strax út og tóku nær allir strikið djúpt á Húnaflóa, þar sem síldin fékkst í byrjun vik- unnar. í gærkvöldi byrjuðu þeir svo að kasta og í nótt voru 23 skip búin að fá síld og sum komin á leið til Siglufjarðar. Fyrstu bátarnir komu þangað í morgun. Var ræst út til sölt- unar á tveimur söltunarstöðv- um, þar sem síldin er nokkru feitari en hún var um daginn. Gert er ráð fyijir að frysta eins og tök eru á, en annað fer í bræðslu í Rauðku sem hefur fengið undanþágu til að taka á móti sild og hefja bræðslu, en enn er ekki búið að semja við Sildarverksmiðjur ríkisins. — Ekki fara samt allir bátarnir til Siglufjarðar heldur dreifast á nokkrar hafnir. Sumir fara til Frft á bls. 5 Alvarlegt umferöarslys. Tólf ára gömul stúlka meidd- ist mikið, er hún varð fyrir bif- reið á gatnamótum Lönguhlíð- ar og Miklubrautar sl. föstu- dagskvöld laust fyrir kl. 9. Telpan, Margrét Benedikts- dóttir Blönduhlíð 20 var á leið yfir Miklubraut þegar tófreið bar að á mikilli ferð, og virðist hvorugt hafa gætt sín sem skyldi, telpan eða ökumaður- inn. Ökumaðurinn kvaðst hafa séð hana of seint, og varð telp- an fyrir miðjum bílnum en síð- an kastaðist hún í götuna fyrir framan hann, mikið slösuð. Að því er lögreglan tjáði Vísi mun bifreiðin hafa verið á mik- illi ferð því löng hemlaför voru á götunni eftir áreksturinn. Margrét var strax flutt í Slyðavarðstofuna og þaðan í sjúkrahús Hvítabandsins, þar sem hún liggur nú. Meiðsli ænnar hafa ekki verið að fullii :önnuð ennþá, ,//11 Iii / I IlL' i1 Veðurhorfur: /j S og SV-kaldi, skýjað og

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.