Vísir - 05.09.1961, Blaðsíða 8

Vísir - 05.09.1961, Blaðsíða 8
8 V í S I R Þriðjudagur 5. september 1961 ■.W.V.V.V.V.VAV.V.V.V.V.V.V.'.V.V.W.'.V.V.V.'.V.V.V.W.'.VAV.V.V.'.V.'.V/. ÚTUE*-ANDI: 81A0AUTGAFAN */!SlF Ritstjórar: Hersteinn Pólsson Gunno» G Schrar.v Aðstoðarritstjóri \xel íhcrsteinsson ^réttastjór ar: Sverrlr Þórðarson «ori?einn 6 rhororensen Ritstjórnorskritstofur: Laugovopi 2? Auglýsingar og afgreiðsla: Ingóltsstrœf' 3 4skriftargjold er krónur 30.00 6 mónuði - 1 <ousosoli> krónur i.00 einfakið Slmi 1166C [5 llnurl - Pélop* prentsmiwjar h.t.. Steindórsprent h.t. Eddo n.i Erlent fjármagn. Orð Eriks Brofoss, norska ÞjóSbankastjórans, um erlent fjármagn sýna að fjarri er því að lítil þjóð þurfi að glata sjálfstæði sínu, þótt hún leyfi erlendum fyrir- tækjum að fjárfesta í landi sínu eða taka stór erlend lán til verklegra framkvæmda. Sérstaklega merkilegt var eitt atriði, sem banka- stjórinn drap á. Blöð kommúnista og annarra hafa haldið því fram að fásinna væri að flytja ínn erlent fjármagn, því við gætum reist hér stóriðju af eigin rammleik með íslenzku fé. Bankastjórinn benti hins- vegar á þá staðreynd, að lítil þjóð getur aldrei reist stóriðju í landi sínu fyrir sparifé þegnanna. Til þess er það ekki nándar nærri nóg. Og við það bætist að smá- þjóð getur ekki haldið uppi þeim undirstöðu rannsókn- um, sem nauðsynlegar eru, hefir ekki yfir nægilegri tækniþekkingu að ráða, né á þann aðgang að heims- mörkuðunum sem erlend auðfyrirtæki. Valið er því ekki milli stóriðju sem byggist á erlendu fjármagni pg stóriðju sem byggist á innlendu fjármagni. Valið er milli þess að við nýtum fossa okkar og^ fallvötn með erlendu lánsfé eða nýtum þá alls ekki. Margir Islendingar hafa að vonum verið hræddir um að ef erlend auðfyrirtæki fengju hér fótfestu væri sjálfstæði okkar í voða stefnt og‘hætt við að afrakstur- inn yrði fluttur jafnótt úr landi. Norski þjóðbanka- stjórinn sagði hér í blaðinu í gær að hin erlendu stór- iðjufyrirtæki hefðu aldrei gert tilraun til þess að blanda sér í stjórnmál í Noregi. Með strangri löggjöf, að for- dæmi Norðmanna, getum við jafnt komið í veg fyrir að réttur íslenzkra þegna sé fyrir borð borinn eða afrakstur stóriðjunnar flýi landið. Sá ótti er því ástæðu- laus að við verðum leiguliðar erlendra auðfélaga í okk- ar eigin landi. Einar Benediktsson, sá frámsýni gáfumaður, sá hvílíka auðsæld stóriðja getur fært hinni íslenzku þjóð. Hann lifði það ekki að sjá drauma sína rætast. I dag höfum við það hinsvegar í hendi okkar að framkvæma hinar djörfu hugsýnir skáldsins og leggja með því undirstöðuna að fegurra og betra mannlífi í þessu hrjóstruga landi. Magnús og M.R.A. Híutlausir a Mynd þessi var tekin, er Nehru forsætisráðherra kom til Belgrad til að sitja ráðstefnu hlutlausra. Tito tekur á móti honum. Þjóðviljinn í fyrradag ræðst á Magnús Öskarsson hdl fyrir það að hafa stjórnað hóp Heimdellinga á Sið- væðingarmót á Mackinac-eyjunni 1957. Þessi grein er með sama marki brennd og flestar aðrar greinar í þessu góða blaði. Hún er uppspuni frá rótum. Magnús Óskarsson var nefnilega ekki með í förinni! Sjaldan hafa jafn- margir heimsfrægir menn komið saman á einum stað og nú í Bel- grad, höfuðborg Júgó- slavíu, en þar er haldin ráðstefna hinna hlut- lausu ríkja. Fundinn sitja fulltrúar 24 ríkja, sem telja sig hlutlaus í átökum austurs og vesturs og eru þeirrar skoðunar, að þau geti haft nokkru hlutverki að gegna sem sáttasemj- arar í alþjóðadeilum. Frægir menn. Margir æðstu valdamenn, forsetar og forsætisráðherr- ar þessara ríkja hafa komið til Belgrad. Þarna er mættur hinn aldni og virðulegi Nehru, forsætisráðherra Indlands, Nasser forseti Egyptalands, Nkrumah for- seti Ghana, Sukarno forseti Indónesíu, frú Bandaranaike forsætisráðherra Ceylon, Búrgiba forseti Túnis og Dorticos forseti Kúbu að ó- gleymdum sjálfum Tito, sem er gestgjafi og frumkvöðull ráðstefnunnar. Hvorki Rússar né Vestur- veldin hafa litið þessa hlut- lausu ráðstefnu mjög hýru auga. Vesturveldin eru ekki hrifin af því, að margir hinna hlutlausu leiðtoga virðast t. d. ekki skilja þá hættu sem Vestur-Berlín er í og hafa komið fram með þær hugmyndir, að rétt sé að láta undan Rússum í því efni og samþykkja skipt- ingu Þýzkalands. Þá er og vitað að hlutlausu þjóðirnar styðja ákveðið inngöngu Kína í Sþ. Margir þessara þjóðarleiðtoga eru og all róttækir og vinstrisinnaðir í skoðunum og finnst Vestur- veldunum, að þeir hafi oft- sinnis reynzt mjög hlynntir Rússum þegar til kastanna kemur. Titoismi. En Rússar voru þó ekki heldur mjög hrifnir af ráð- stefnunni og þá fyrst og fremst fyrir þá sök, að Tito forseti Júgóslavíu var frum- kvöðull hennar. Rússar telja uppreisn Titos ennþá hættu- legasta vandamál alþjóða- kommúnismans. Og þeir telja einmitt sérstaka hættu á því, að Titóisminn breiðist út meðal þjóðernissinnaðra þjóða, sem skammt eru á veg komnar. Margir hinna hlutlausu leiðtoga hafa verið að gera tilraunir heima hjá sér með sósíalisma, sem stundum er sagt að sé fyrsta skrefið j til kommúnisma. Þannig er það t. d. á Kúbu, — og eru Kúbfrunenn kann- ske sérstaklega móttækilegir fyrir Titóisma. Margir hinna hiutlausu leiðtoga voru áður fyrr hlynntir Rússum, en hafa síðan hvekkzt á viðskiptum við þá og er Nasser forseti Egyptalands glöggasta dæm- ið um slíkt. Af þessum ástæðum voru Rússar ekki hrifnir af hug- myndinni um ráðstefnu hlutlausu þjóðanna. Fram til þessa hafa þeir getað fært sér í nyt hina nytsömu og hlutlausu sakleysingja, en þeir óttast að slíkt fari út um þúfur, ef hlutlausu ríkin taka höndum saman, ekki sízt ef þau fá á sig blæ Tító- ismans. I Ágreiningur á fundinum. En meðal þátttökuríkj- anna sjálfra hefur einnig ríkt ágreiningur. Nehru for- sætisráðherra Indlands var ekki mjög hrifinn af hug- myndinni um bandalag hlut- lausra ríkja. þótt hann fengist til að mæta á fund- inum. Hann er mótfallinn slíku bandalagi af þeirri grundvailarástæðu, að hann telur, að hætta sé á að þar með sé úti um hlutleysið. Þá fari þessi lönd að taka á- kveðna afstöðu í ýmsum við- kvæmustu heimsvandamál- unum og hætti þar með að vera hlutlaus. Allar þessar umræður hurfu þó þegar kom á ráð- stefnuna í skuggann fyrir umræðum um kjarnorku- vopnatilraunirnar. Rússar gáfu tilkynningu sína út um slíkar tilraunir daginn áður en ráðstefnan hófst og er ó- hætt að segja. að hinir hlut- lausu fulltrúar hafi verið slegnir skelfingu og undrun. Framh. á 5. síðu. v.v !■■■■■■! I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.