Vísir - 05.09.1961, Blaðsíða 10

Vísir - 05.09.1961, Blaðsíða 10
in VÍSIR Þrdðjudagur 5. september 1961 Erik Brofoss Frh. aí 9. s. kölluðu fíárfestingarfélög, er selja eigin hlutabréf til spari- fjáreigenda, en kaupa hluta- bréf í stærri fyrirtækjum inn- an lands og erlendis. Hluta- bréfaeigendur fá þannig ekki aðeins góðan arð, heldur einn- ig möguleika á gengisgróða. Ef norsk fyrirtæki hafa yfir að ráða sömu tækniþekkingu og sömu mögul. á sölu fram- leiðslu sinnar og erlent stór- fyrirtæki, er varla nokkur á- stæða til þess að veita hinu er- lenda fyrirtæki sérstök hlunn- indi. Það er því fyrst og fremst þar, sem við höfum ekki tækni þekkingu sjálfir. að. það er tímabært ekki aðeins að levfa erlendum fyrirtækjum að setj- ast að í Noregi, heldur að hvetia þá tii þess í verki. Það verður því að gæta allr- ar varúðar í samlíkingum, þeg ar aðstæðurnar eru raunveru- lega ekki eins. Jöfn aðstaða liggur ekki í því að hægt sé að „leggja á borðið“ ákveðinn krónufjölda í norskum eða er- lendum gjaldeyri, heldur að hægt sé að hefja ákveðna fram leiðslu vegna tækni- og mark- aðsmöguleika. Helztu tegundir lána. Árið 1949 var sett inn í gjald eyrisreglugerðina sú ákvörðun, að til þess að fá leyfi til að kaupa eða láta smíða skip er- lendis yrðu norskir útgerðar- menn að útvega kaupverðið í gjaldeyri. Innflutningur á venjulegum kaupskipum var þó gefinn frjáls 1952, en hins vegar er enn í gildi krafan um, að gjaldeyris vegna smíða á olíuskipum og sérstaklega út- búnum skipum sé aflað af eig- anda. Norska ríkið hefur eftir heimsstyrjöldina síðari tekið lán í Export-Import bankan- um og Alþjóðabankanum m.a. til að greiða með skipainn- flutning og standa kostnað af raforkuframkvæmdum. Einnig hafa verið tekin lán hjá Greiðslubandalagi Evi'ópu auk lána á frjálsum markaði í Stóra-Bretlandi. Bandaríkjun- um og Sviss. Auk þess hafa sveitarfélög og einkaaðilar tekið lán erlend- is. Osloborg hefur þannig tví- vegis tekið lán í Sviss og tví- vegis í Bandaríkjunum. Sérstök lán hafa verið tekin með endurgreiðslu í vörum, en þá er enn óminnzt á beina fjár festingu erlendra fyrirtækja, t.d. bæði í aluminiumiðnaði og rafefnaiðnaði. í árslok 1959 námu heildarskuldir Norð- manna 10.200.000.000 kr. Þeirri reglu hefur hins veg- ar verið fylgt, að bæði við stofnun og stækkun eldri fyr- irtækja, að hinn erlendi eig- andi fær mjög takmarkaðan aðgang að innlendum lána- markaði Þetta gildir fyrst og fremst um þörfina fyrir fé til fjárfestingar, en vægar hefur verið tekið á því að veita að- gang að rekstrarfé í norskum bönkum. Tckjur crl. fjármagnscigenda af beinni fjárfestingu í Noregi. Erlend félög geta fengið tekjur sínar í annax'ri mynd en sem beinan arð frá dótturfyrir- tækjum í Noi-egi. Helztu formin eru beinn ai'ð ur, sem þó er lítið notað, eink- um vegna þess, að samkv. gild andi skattalögum verða félögin að sýna í ágóða þrefalda þá unphæð, sem greidd er í ai'ð. Mikið af starfsemi erl. fvr- irtækja í Noi’egi er byggð á framleiðsluaðferðum, sem einkaleyfi eru fyrir. en einka- leyfin eru í eign móðurfélag- anna. Það er samt sem áður ekki hægt að fastákveða hvað einkaleyfagjald eiginlega er. Þær greiðslur geta því raun- verulega verið arður. Þá eru í staðinn fyrir einka- leyfagjöld oft inntar af hendi greiðslur tii almennra útgjalda móðui'fyrirtækisins, bæði til stjórnarkostnaðar og til rann- sókna. Einstök félög koma því þann ig fyrir að einstakir hlutar framleiðslunnar verða að koma frá hinu erlenda móðurfyrir- tæki á verði, sem raunverulega felur í sér mikið af hreinum á- góða. Þá eru dæmi um lánasamn- inga milli dóttur- og móðurfyr irtækja með svo háum vöxtum, að raunverulega er verið að draga ágóða út, og einnig er tíðkuð sala fuilunninna vara á á undirverði frá dótturfél. til móðurfélags. Forsendurnar eru þá þær, að móðurfélagið tx-ygg ir söluna með samningum til langs tíma, og dótturfélagið verður því að sætta sig við minna verð fyrir öi-yggið. Varnir gegn misnotkún. Eftir þessa upptalningu vakn ar sú spurning hvaða varnir sé hægt að hafa gegn misnotkun. í bæjarskattlögum er heim- ild til að ákveða tekjur fyrir- tækjanna með áætlun, er er- lendir aðilar geta haft þar á- kvarðandi áhrif. Þar segir: „ ... Niðurjöfnunarnefnd get- ur í þessu tilfelli ákveðið eign ir og tekjur eftir eigin mati á eignum og afköstum fyrirtæk- isins . .“ Oftast nær, er erlend fyrir- tæki hafa hagsmuna að gæta í norskum fyrirtækjum, er hægt að beita þessu ákvæði. Eftir þeim yfirfærslureglum, sem gilda samkvæmt skrá OEEC um frjálsan innflutning, ber aðeins skylda til að yfir- færa það. sem telst sanngjörn einkaleyfisþóknun eða gang- verð á keyptum vörum. Einnig er hægt að neita að viðurkenna það verð, sem lagt er á vöru við sölu frá norsku dótturfél- agi til móðurfélags. ef það er ekki í samræmi við venjulegt markaðsverð. Þá ber að geta sérleyfislag- anna norsku. Þau voru sett til þess að varðveita hin miklu þjóðarverðmæti sem liggja i vatnsaflinu, og takmarka rétt útlcndinga til þcss að festa fé í eða öðlast aðild að náttúru- auðlindum og framleiðslufvr- irtækjum í Noregi. Höfuðsjón- armiðið í fyrstu sérleyfislögun um um eignaraðild að fossum, var, að það yrði að koma i veg fyrir, að stjórnmálalegt frelsi væri endurheimt til þess eins að verða fjárhagslega háður erlendum stórfyrirtækjum. Þannig voru á sínum tíma sett ákvæði um aðgang útlendinga til þess að taka þátt í norskum siglingum. Bein þátttaka í norskum siglingum hefur þann ig aldrei verið mikil, en hins vegar hafa lánamöguleikar er- lendis verið þýðingai'miklir fyrir vöxt og viðgang norska flotans á árunum milli heims- styi’jaldanna. f séi’leyfislögunum vekja at- hygli ákvæði sem síðar voru tekin upp, um að er sérleyfis- ,tíminn væri liðinn, það er að segja vanalega eftir 50 og í einstaka tilfelli eftir 60 ár, skyldi fossinn með öllum bygg ingum og öðru tilheyrandi verða eign ríkisins é.n skaða- bóta. Lög um eign á skógi í Noregi j ganga enn lengra. Á öðrum ráðstöfunum má i nefna eftirlit með auðhring- j um, en þau veita eftirlit með erlendum fyrirtækjum á sama ! hátt og norskum. Þá hefur í mörg ár eftir styrjöldina verið notuð verð- lagslög til þess að ákveða lægra verð á einstökum vörum við sölu á innanlandsmarkaði í Noregi, en við útflutning. Þannig var selt verulegt magn af aluminium til notkunar í landinu sjálfu á verði sem var lægra en það sem hægt hefði verið að fá erlendis. , | Einnig hefur vei'ið viðhöfð skömmtun á arði. Nú eftir 19'60 hefur sá hátt- ur verið tekinn upp, að venju- lega eru gerðir séfstakir samn- ingar við beina fjárfestingu. ; Rúm biaðsins .leyfir ekki að farið sé nánar út í ræðu Eriks Brofoss, þjóðbankastjóra að rír te astir Um helgina var mikið um ölvun í Reykjavík og hafði lög- reglan afskipti og tók skýrslur af allmörgum aðilum, sem voru ölvaðir á almannafæri. Ástæðuna fyrir þessari ölv- un taldi lögreglan annars vegar þá að sílveiðiskipin væru flest hætt og sjómennirnir flykkjast þessa dagana í bæinn. Hinsveg- ar ber og þess að gæta að um hver mánaðamót ber aimennt rneira á ölvun í bænum en endranær, sem stafar einfald- lega af því að þá hafa menn fengið útborgað og hafa því meiri peningaráð en ella. Einn maður slasaðist af völd- um ölvunar, hafði dottið í stiga á laugardaginn og slasaðist á höfði. Var hann fluttur í slysa- varðstofuna. Þá má ennfi’emur geta þess | i sambandi við áfengismál í ; Reykjavík að þrír leigubifreiða- stjórar voru staðnir að sölu áfengis úr bifreiðum sínum um helgina. Við yfirheyi'slu játuðu þéir allir brot sín. í gærmorgun voru ölvaðir piltar staðnir að því að brjóta rúðu i verzlun Álafoss á hoi’ni Þingholtsstræti og Bankastræt- is. Þeir voru handteknir. Loks voru einhverjir teknir fyrir ölvun við akstur. Frétt frá Bogota í Colum- biu hermir, að stjórnin hafi beðizt lausnar til þess að „láta fórsetann fá frjálst val málanna í stjórn seinasta r_____________lii_:___a MYNDUS^ (Frh af bls 7) villtum dýrum í fi'umskóg- um sínum. Afi konunnar, Henri Rousseau, átti þessa bók og hún var hans Mexico og kemur í sama stað niður, þótt hversdagslegra sé. Fræg varð veizla sú, er vinir Hinriks héldu honum ! árið 1908. Fernande Olivier segir frá þessai’i veizlu í minningabók sinni (Picasso et ses amis), en hún bjó þá með Picasso og mun því eig- inlega hafa vei’ið húsmóðir þarna. Svo mátti segja að allt gengi öfugt. Maturinn, sem pantaður hafði verið, kom ekki fyrr en um hádegi næsta dag o. s. frv. En Hinrik „minntist lengi og af hrærð- um huga þessa fagnaðar, er sá ágæti maður trúði statt og stöðugt að gerður hefði verið til virðingar snilligáfu sinni,“ segir Fernande. Hinrik málaði oft eftir ljósmyndum og breytti þá ýmsu er honum þótti betur mega fara. Dæmi um það er ljósmyndin af Juniet græn- metissala með fjölskyldu sína, hundinn sinn, hest og vagn, sem hann bað Hinrik að gera málverk eftir, en hann setti fjölskylduna upp í vagninn og bætti apa og tveimur pei’sónum við og fór vel á þessu. JJinkennileg er saga, sem Vollard segir og getur vei’ið táknræn. hvort sem hún er sönn eða ekki. Ein- hvei’jir listamenn vildu fyr- ir hvern mun sýna Degas nýtt málverk eftir Seurat, sem hann kærði sig ekkert um að sjá, enda varð hann fljótt leiður að hlusta á teó- riurnar því viðkomandi, sneri sér við og benti af handahófi á málvei’k og spui’ði: „Hvers vegna er þessi þarna ekki alveg eins málari framtiðarinnar?“ Málverkið var eftir Henri Rousseau, sem varð einmitt málari framtiðarinnar en ekki Seurat, þrátt fyrir teóríurnar. Verk Hinriks munu hafa hækkað nckkuð fljótt í verði. Wilh. Uhde átti ágætt safn þeirra og hafði greitt 20—40 franka fyrst, en síð- ar nokkru hæi’ra verð. Safn hans af samtíma list, eða máske öllu fremur list fram- tíðarinnar, var mikið og vel valið en Uhde var þýzkur og að lokinni fyrri heims- styrjöldinni tók franska rík- ið það og seldi á uppboði ár- ' ið 1921. Kom þá í ljós að verðlagið á málverkum Hinriks var mun hærra en á málverk rm eftir Picasso, Braque og önnur stórmenni listai’innar. En eru verk Henrik Rousseau þó aðeins brosleg og barnaleg, sem sniðugur áróður og tilviljanir hafa skapað heimsfrægð og gei't að milljóna verðmætum? Tveir listasöguhöfundar • svara þeiri'i spurningu eitt- hvað á þessa leið: að sem lyfti honum yfir samtíðarmennina voru þær fi-amandi hugsmíðar sem urðu til er hann náði hé- marki sínu...... f þessum kynlegu og hrífandi draum um fjarlægra frumkraft" birtist ská'dið í brjósti Rousseaus. Á þennan hátt. ó- bundinn af ytri fyrh’mynd- um. náði hann mestum styi’kleika. f þessum fram- andi skáldskap kemur hin eiginlega listsköpun í Ijós sem á sér ensar hliðstæðu’’ (P.F.Schmidt). Hann málaði með einföld- um, hreinum litum og á- kveðnum útlinum, hvert ein- stakt lauf á trénu og hvert strá vallarins. Og þó eru í myndum hans, hversu klaufalegar þær kunna að líta út frá einhverju sþarða- tínslu sjónarmiði. eitthvað sem er svo þróttmikið. ein- falt og blátt áfram, að ekki verður hjá því komizt að viðurkenna hann sem meist- ara. (E. H. Gombi’ich). F.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.