Vísir - 05.09.1961, Blaðsíða 9

Vísir - 05.09.1961, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 5. september 1961 VÍSIR 0 Eins og skýrt var frá í Vísi í gær, dvelur nú Kér Erik Brofoss, bankastjóri norska Þjóðbankans.- Síð- degis í gær flutti hann fyrirlestur í hátíðasal Há- skólans um erlent fjár- magn í Noregi, að við- stöddum forseta Islands, herra Ásgeiri Ásgeirssyni, ráðherrum og öðrum gest- um. Fyrirlesturinn var haldinn á vegum Við- skiptadeildar Háskólans, og kynnti Ölafur Björns- son, prófessor, ræðumann fyrir áheyrendum. Brofoss, sem jafnframt bankastjórastarfi, hefur gegnt kennslustörfum í hagfræði á undanförnum árum, rakti all ítarlega erlendar lántökur Norð- manna, allt frá því fyrir síðustu aldamót og fram til þess tíma. Einnig vék hann nokkuð að aðstöðu Norð- manna gagnvart markaðs- bandalögum Evrópu. Ræðumaður var mjög skorin- orður, og lagði mikla áherzlu á nauðsyn þess að nýta erlent fjármagn. Benti hann á, að í litlum löndum, eins og Noregi, væri stóriðja óhugsandi án slíks fjármagns, þar sem möguleikar á öflun fjár innanlands væru svo litlir, að þeir gæfu enga möguleika á nýtingu þeirra nátt úruauðlinda, sem fyrir hendi kynnu að vera. Skulu hér rakin í stórum dráttum helztu atriðin úr ræð- unni. Innfiutt fjármagn sem tæki í efnahagsmálum. f upphafi rakti Brofoss þjóð- bankastjóri helztu aðalflokka erlends fjármagns, svo sem er- lendar lántökur á frjálsum markaði, beina fjárfestingu er- lendra fyrirtækja í Noregi og fjárfestingu í skuldabréfum, sem gefin eru út þar í landi. Síðan vék hann að áhrifum innflutts fjármagns á greiðslu- jöfnuð lántökulandsins við út- lönd. Gerði hann m. a. grein fyrir þeim hugtakarugling, sem oft á sér stað, þegar rætt er um greiðsluhalla, sem stafar af inn- flutningi fjármagns. Lagði hann áherzlu á, að greina yrði að innflutning til fjárfestingar, þ. e. kaupa á atvinnutækjum, og í flestum tilfellum þess, sem færi til neyzlu, því að á slíkt fjárfestingarfé væri á engan hátt hægt að líta sem venjuleg gjöld. Slíkt fjárfestingarfé væri hins vegar notað til að auka og hraða nýtingu á framleiðslu- möguleikum lántökulandsins. Var þessi kafli ræðunnar at- hyglisverður, því að hér er um að ræða atriði, sem oft hefur verið rangfærður í skrifum hér á landi. Sem dæmi nefndi hann, að greiðsluhalli var hjá Bandaríkj- unum á hverju einasta ári frá því er landið varð sjálfstætt og fram til 1915. Svipaða sögu er einnig að segja frá Noregi á síð- ustu áratugum, að undantekn- um nokkrum árum. Ástæður fyrir innflutningi fjármagns. Ræðumaður gat þess, að allt \ frá aldamótum, og fram að | heimsstyrjöldinni síðari, hefði1 afstaða norskra stjórnarvalda til erlends fjármagns verið á- kvörðuð með tilliti til atvinnu og þarfar fyrir aukna efnahags-1 lega starfsemi. Eftir styrjöldina liefði inn-! flutningur erlends fjármagns hins vegar verið akveðinn þátt- ur x stefnunni x efnahagsmálum. i Þetta kom m. a. greinilega fram í endurbyggingaráætlun- inni frá 1946. Ef sú endurbygg- ing, sem þá var fyrirhuguð á næstu 5 árum, átti að vera möguleg, þurfti ekki aðeins að nota IY2 milljarð n. kr. af gjald- eyrisvarasjóðum, heldur þurfti einnig að útvega 2.000 milljónir erlendis frá. Þessari stefnu hefur verið haldið eftir að enduruppbygg- ingartímanum lauk, og sá halli, sem varð á utanríkis.viðskiptum á þessum tíma var ekki óæski- leg afleiðing af stefnunni í efna- hagsmálum, heldur þvert á móti liður í þeim. Þeirri spurningu, hvort heppi. legt væri að flytja inn fjár- magn, kvað Brofoss vera hægt að svara almennt. Hin efna- hagslega uppbygging hvers lands um sig, og það stig sem landið stæði á með tilliti til náttúruauðlinda, hefði þar mik- ið að segja. Noregur hefur vaxið mjög ört á fyrra helmingi þessarar aldar. Landið hefði verið landbúnað- ar- og skógræktarland með hlut-1 fallslega lágar þjóðartekjur, samanborið við önnur lönd, en nú í dag stendur það jafnfætis gömlum iðnaðarlöndum, eins og Stóra-Bretlandi, Þýzkalandi og Frakklandi. Nú væri hins vegar svo kom- ið, að helzta efnahagslega við- fangsefni Noregs á næstu árum væri, að náttúruauður landsins, sem hingað til hefur verið gjaf- mildur, nægði ekki lengur til vaxtar á fleiri sviðum. Hin hrað fara þróun á þessari öld varð fyrst og fremst vegna mikillar nýtinga r áþessum auðlindum, en nú er aðstaðan sú, að nátt- úran sjálf stöðvar frekari stækk un á gömlum útflutningsat- vinnugreinum. Þar sem innflutningur hefði einnig tilhneigingu til þess að vaxa í hlutfalli við framleiðsl- una, þyrfti að byggja upp nýj- ar atvinnugreinar til útflutn- ings. Stækkunarmöguleikarnir eru fyrst og fremst í iðnaði. Noreg- ur framleiðir nú í dag tvöfalt meira rafmagn á hvert manns- barn en Randaríkin. Samt er aðeins Y\ til Vs hluti af heild- arorkunni virkjaður enn sem komið er. Nægileg ódýr orka af slíku tagi er höfuðnauðsyn í og annarra opinberra aðila, auk 1 einstaklinga. Hin nauðsynlega ífjárfesting er hins vegar langt- um meiri en þeir fjármunir, sem til umráða eru. Þannig kemur í Ijós, að fjár- festing í Noregi og á íslandi er frá 29—32% af þjóðarframleiðsl 1 unni brúttó, en sambœrilegar tölur í löndum eins og V.-Þýzka. landi er um 22—23%, og enn lœgri í Bandaríkjunum, eða 16 —17%. Það er því Ijóst, að þótt þeirri stefnu sé fylgt, að halda niðri neyzlunni í litlum löndum, þá er ekki hœgt að auka fram- leiðslugetu þeirra landa eins fljótt og œskilegt er, nema með því að stefna markvisst að inn- flutningi fjármagns erlendis frá. í Noregi er það þannig fjár- j magnsþörfin, sem er aðalrök- , semdin fyrir innflutningi fjár- : magns. Sú stefna, sem miðar að hárri fjárfestingu, hlýtur að ganga nærri gjaldeyrisvarasjóð.um. í löndum eins og Noregi, sem stunda umsvifamikil vöruskipti við útlönd, hljóta hagsveiflur að auka þetta álag. Gjaldeyris- varasjóðir eru því mjög þýðing- armiklir til að komlzt verði hjá því, að fjárfesting ákvarðist af slíkum sveiflum. Út frá þessu sjónarmiði hefur þeirri reglu verið fylgt í Nor- egi, að reyna að fá fjármagn er- lendis frá, án tillits til þess, hvort brýn þörf er fyrir það eða ekki. jj Stórmerkur fyrirlestur Erik j; Brofoss, þjöðbankastjöra í gær.jj margs konar iðnaði, t. d. í fram- leiðslu á aluminium og fleiri málmum og blöndum. Eitt aðaleinkenni rafmálm- og rafefnaiðnaðar er hins vegar að fjármagnsþörfin er mjög mikil. Þannig er t. d. fjárfest- ingin í aluminiumverksmiðju um Vz til % úr millj. n. kr. á starfsmann. Heppileg stærð á slíkri verksmiðju er sennilega um 100.000 tonn, miðað við árs- framleiðslu, og í dag myndi vart nokkrum detta i hug að byggja slíka verksmiðju nema hún af- kastaði um helmingi af því magni á ári. Heildarfjárfesting slíkrar verksmiðju er hins veg- ar um 6—700 millj. n. kr. Slíkt vahdamál vekur þá spurningu hvernig lítið land geti misst svo mikið frá þeirri framleiðslu sem fyrir er, að bygging slíkra fyrir- tækja sé möguleg. Reynt hefur verið að leysa þetta vandamál með því að halda niðrj neyzlu bæði ríkis Hið almenna aðalsjónarmið er hins vegar, að ef fyrir hendi er í Noregi, eða því landi sem um er að ræða, sú þekking eða tæknikunnátta, sem þarf til að einstakar greinar geti vaxið, þá ætti, ef mögulegt er, að velja lánaleiðina. Hér við bætist, að þegar um er að ræða framfarir í fram- leiðslu verður aðstaða smáþjóð. anna ætíð erfiðari. Aðeins stór- þjóðir getá staðið undir útgjöld- um við undirstöðurannsóknir, og aðeins stórfyrirtæki geta not að sér rannsóknirnar. Því verða smáþjóðir oft'að grípa til eft- irlíkinga og innflutnings á tæknimenntun. Þetta getur að marki átt sér stað með kaupum eða leigu á einkaleyfum, en ef hægt á að vera að fylgjast með efnahagsþróuninni á fullnægj- andi hátt, verður að hvetja stór- fyrirtæki tii að ráðast í beina fjárfestingu. Sú afstaða, sem öðru hverju gerist í Noregi, að allt verði að framkvæma á þjóðlegum grund. velli, er því alröng. Það þýðir oft, að þar sem ekki er hœgt að reisa fyrirtœki á norskum grundvelli, verður ekkert fyrir- tceki reist. Möguleikar til að útvega erlent fjármagn. Forsénda fyrir umræðum um möguleika á því að útvega erlent fjármagn verður að vera sú, að það er almennur skortur á fé til fjárfestingar i heiminum. Þessi skortur mun vafalaust aukast, þar sem iðn- aðarlöndin verða að snúa sér í stöðugt auknum mæli að upp- byggingu vanþróaðra landa. Þessi tilhneiging mun senni- lega einnig hafa áhrif á svarið við því, hvort innflutningur fjármagns fer fram sem lán eða bein fjárfesting. Norskir útgerðarmenn munu vafalaust fá áfram lán til skipa bygginga erlendis. Bankar í New York hafa góða reynslu af lánveitingum sínum til þeirra og oska eftir að halda sambandinu áfram. Þá má reikna með því, að öðru hverju. a.mk. verði hægt að bjóða út lán á markaðnum i New York fyrir norska rík- ið. Hins vegar verður erfitt \ framtíðinni, jafnvel fyrir stói norsk iðnaðarfyrirtæki, að fá lán í Bandaríkjunum til fjár- festingar. Þó ættu norsk iðnað- arfyrirtæki að geta fengið lán í Sviss eins og hingað til. Það er því ólíklegt, að lán- tökur geti aflað landinu stórra fjárhæða á komandi árum, og þar við bætist, að með þeim verðhækkunum sem átt hafa sér stað í öllum löndum, og þeirri von um frekari vérð- hækkanir, sem þetta ástand virðist einkennast af, verður að reikna með því, að lánveit- endur og fjármagnseigendur hafi áhuga fyrir því að finna aðferðir til að fá hlutdeild í samsvarandi hækkunum á föstum verðmætum (þ.e. þá t. d. með beinni fjárfestingu en ekki lánveitingum). Stór norsk fyrirtæki ættu að geta fengið alþjóðlega fjárfest ingu með sölu hlutabréfa er- lendis. Uppbygging stórfyrir- tækja eins í litlum löndum, eins og t.d. Hollandi (Philips, Unilever, Royal Dutch Schell) hefur því aðeins getað átt sér stað, að hlutabréf þessara fyr- irtækja hafa verið seld um all- an heim. Slíkum hlutabréfum fylgir venjulega enginn at- kvæðisréttur, heldur aðeins réttur til arðs, og eigendur slíkra brpfa hafa því ekki á- hrif á stjórn fyrirtækjanna. Kaupendur slíkra hlutabréfa ef um norsk fyrirtæki væri að ræða, mundu vera hin svo- Framh. á bls. 10.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.