Vísir - 05.09.1961, Blaðsíða 15

Vísir - 05.09.1961, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 5. sept. 1961 VÍSIR 15 sigrar IViáry tturchell *• rv •. v? A.-.;•>$■//» *•• ¥.Ksr.. %.. • •»« ;•. t- % T. • • -r'” •;;■ ■ viœip;. . !QV.'• ' . ,..s' . 1 : . — Nei, hvað ertu að segja! Hún hló og strauk handlegg- inn á honum, af því að hún þorði ekki að gera meira. En hún fann að aidrei mundi nokkur gjöf g’eðia hana meira en litla úrið. Síðustu vikurriar hafði hún oft orðið Oliver samferða heim í stórhýsið og hún hafði orðið þess vísari að hann vildi verja eins miklu og hún vildi, til þess að breyta húsinu eft- ir hennar smekk. — Mér líkar það ekki,eins og það er, sagði hann. — En ég veit ekki hvað það er, sem helzt þarf að breyta. Erica vissi það, og hún hafði gaman af hvernig hann tók tillögunum hennar. Á þessum fáu vikum tókst henni að breyta ótrúlega miklu og sérstaklega hafði vinnustofa Olivers tekið miklum stakkaskiptum. Þau urðu samferða heim um kvöldið, eftir að hún hafði kvatt í skrifstofunum, og hann hafði skoðað húsa- | kynnin með miklum ánægju- svip. — Ég kann svo vel við þessa stofu núna, sagði hann hugsandi. Hún er gerbreytt. Hvernig fórstu að þessu? Hann færði sig til hennar, hallaði sér upp að stólbak- inu hennar og brosti til henn- ar. En áður en hún gat svar- að kom þjónninn inn með kvöldpóstinn. Hann sagði við Oliver, að maður væri úti, sem langaði til að tala við hann. — Viltu líta á póstinn á meðan, Erica ? sagði hann, — Ég verð ekki lengi. . . Erica ýtti frá sér nokkrum skjalamöppum, sem hann hafði haft heim með sér af skrifstofunni, og leit á bréfa- ;bunkann. Hún var svo ánægð, er hún j sat þarna inni í stofu Olivers. | Henni 'fannst hún eins og > heima hjá sér. Eldur brann j á arninum, því að þetta sept-' emberkvöld var kalt, og log- arnir vörpuðu bjarma yfir, hösgögnin. Margt af bráfunum var frá fólki, sem hún vissi ekki deili á, flest þess efnis að óska honum til hamingju. Og í henni hlýnaði um hjartaræt- ;rnar við það. Hún horfði um stund á síð- 'ista bréfið. Kvenhönd var á umslaginu og bréfið hafði verið lagt í póst í París. Erica hikaði' um stund., en Dliver hafði beðið hana um ^ð opna öll bréfin. og hana mmnti að hann hefði ein- hverntima talað um ættingja., sem hann ætti erlendis. Bréfsefnið var áprentað með nafni frægs gistihúss og bréfið byriaði formálalaust: „Kæri Oliver: — Þú mátt ekki halda að ég sé aftur- ganga frá fort.íðinni, en mig hefur svo oft langað til að skrifa þér síðasta árið. Og loksins kem ég því nú í fram- kvæmd.“ Þetta mundi vera einhver gömul vinstúlka, sem hafði frétt að hann væri trúlofað- ur og ætlaði nú að rjúfa langa þögn með því að óska honum til hamingju. Allt í einu vaknaði eftir- tekt Ericu betur. ,.Ég hef lokið sumarhljóm- leikunum mínum núna. AJls- staðar hef ég baðað i rós- um, bæði bókstaflega og í táknrænni merkingu . . . eins og okkur dreymdi um í gamla daga . . . Verð um tíma í Eng- landi. . . Aðallega í London ... Gætum við ekki sézt ein- hvern tíma, heldurðu? Ég verð glöð og þakklát, ef þú vilt það . . . Ef fortíðin er þér þá ekki svo mikil fortíð enn, að þú kærir þig ekki um að ■ sjá mig framar.“ Og svo kom að lokum: „Hvernig á ég að ljúka SKYTTtiRNAR ÞRJ f aftVI R 70 Einkennilegu bliki brá fyrir í augum kardínálans, og hann hlustaði yfir garðbrotið eftir því sem fór á milli skyttuliðanna. „Liðsforingjar", hrópaðj Gri- maud skyndilega, og Athos snéri sér við. „Mér heyrðist þú tala, garmurinn þinn". Grimaud þagn- aði og lét sér nægja að benda yfir garðbrotið, og á svipstundu komu þeir auga ó kardinálann og heilsuðu honum. Richelieu sagði reiður: „Þið eruð á skylduvakt, þið fylgist ekkert með Englend- ingunum og látið svo kalla ykk- ur liðsforingja". „Yðar hátign", svaraði Athos rólegur að vanda, „þegar skyttu- fiöar og þ jónar skyttuliðanna l'ylgja þeim i blíðu og stríðu, og líta jafnan svo upp til þeirra, að i augum þeirra eru húsbændur þeirra mikið meira en liðsforingj- ar“. „Sami agi og reglur ganga yf- ir alla. Skyttuliðar eiga ekki að láta kalla sig liðsforingja, og það litur út eins og þið sitjið á svik- ráðum". Athos hitnaði í hamsi og hann gekk nær kardinálanum „Tor- tryggið þér okkur Þér liggið á hleri og hlustið eftir hvað okk- ur fer á milli". „Ég er þá ekki sá eini, sem það gerir, herra Athos, og ef ég geri það, þá væri það ekki i fyrsta skipti sem ég fengi svar við vandamálum mínum. M. a.o. hvaða bréf var þetta sem þið voruð að lesa, og sem þið eruð að leyna?" bréfinu ? Ég veit það víst ekki. Og veit það þó. Vegna fortíðarinnar og kannske líka vegna framtíðarinnar . .. beztu kveðjur frá Dredu.“ Erica hafði staðið upp og óafvitandi bögglað bréfið saman í hendi sér. Ótti hafði gripið hana, en um leið var hún reið. Hvernig dirfðist þetta kvendi að teygja fram hönd úr fortíðinni og reyna að koma Oliver í sömu eymd- ina og hún hafði ltomið hon- um einu sinni áður? Hann hafði virzt svo ró- legur upp á síðkastið — virzt nærri því hamingjusamur. Nema í þetta eina skipti, sem hann var minntur á Dredu. Átti að stofna öllu í voða aft- ur, fyrir hégómagirnd einnar kvenpersónu ? — Ég afber þetta ekki aft- ur, hugsaði Erica í örvænt- ingu. — Tengslin á milli okk- ar eru svq veik. Ég hef haft of lítinn tíma til undirbún- ings! Það lit.la sem mér hef- ur áunnizt getur þetta kvendi drepið með einu augnatilliti, með fáeinum orð- um. En það skal hún aldrei fá að gera! flaug allt í einu í hug hennar. Hann þurfti ekki að fá að sjá þetta bréf.~ „Ef fortíðin er þér þá ekki svo mikil for- tíð enn, að þú kærir þig ekki um að sjá mig framar.“ Ef Dreda fengi ekki svar mundi hún draga þá eðlilegu álykt- un af því, að hann gilti einu um hana og hirti ekki um að svara bréfinu. Þetta var svo einfalt. Svo ótrúlega einfalt. Erica rétti höndina að loganum á arnin- um. En kippti henni jafnharð- an að sér. Hvað var hún að gera? Hún hafði verið að því kom- in að fremja lítilmótlegustu svik allra svika, stela ann- ara manna bréfum! Og frá manninum sem treysti henni. Honum datt ekki í hug að bréfin væru ekki jafntrygg í hennar höndum og hans. Hún hafði látið óskina um að vemda hann, slæva dóm- greind sína. Bréfið var til Oli- vers frá Dredu. Það var Oli- ver sjálfur sem átti að ákveða hvernig farið skyldi með það. Og ef ákvörðun Olivers yrði þannig, að Erica yrði að hverfa á burt úr tilveru hans . .? — Jú, það var líka atriði sem hann — og aðeins hann — gat tekið ákvörðun um. Hún hjálpaði hvorugu þeirra með því að blekkja. Nú hringdi síminn hvellt og hún hrökk við eins og sek manneskja. Hún lagði bréf Dredu á borðið og fór í sím- ann. — Halló! Það var arkítektinn, sem hafði annast um breytingam- ar innanhúss. Hana sárlang- aði til að æpa í símann: — Það skiptir engu máli, ekkert skiptir nokkru máli. Það er ekíri víst að haldið verði áfram með breyting- arnar... EKKI TVÍBUEAR MICHELLE Lynn Shaffer er að- eins tveim mínútum eldri en bróð- ir hennar Michael Lee Shaffer, og þó eru þessi börn ekki tvíburar, að minnsta kosti ekki í læknis- fræðilegum skilning'i þess orðs. Þau fæddust ekki alls fyrir löngu í Cleveland í Ohio. Læknir tilkynnti móður þeirra, Raymag- ene Shaffer, að þau væru ekki tvíburar, það er að segja, ekki af sama egginu. Þau eru úr tveim ur eggjum, sem hafa frjóvgast með eins mánaðar millibili. Röntgenmyndir af börnunum sýndu, að Michael Lee væri full- burða barn, en systir hans Mieh- elle, sem er tveimur minútum eldri, fæddist hins vegar mánuði fyrir tímann. • Sovózka sendiráðið f London keypti nýlega bifreið til „opin- berrar notkunar". Fyrir valinu varð bifreið af Jaguar-gerð, sem kostar 1800 stcrlingspund. — Bifreiðin hafði verið til sýn- is í sýningarsal við Piccadilly. K V I 8 T Og hvað fæ ég mikið útborgað, ef hann deyr ekki venju- legum dauðdaga? &

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.