Vísir - 26.09.1961, Blaðsíða 10
VtSIR
Þriðjudagur 26. september 1961
to
Örvalsíjóð Pasternaks
að koma át.
í haust kemur út í Rúss-
landi úrval úr kvæðum Bor
is Pasternaks. Er þetta
fyrsta bók hans sem út
kemur þar í landi síðan
deilurnar hófust upp um
skáldsögu hans dr. Sívagó.
Pað er ríkisbókaútgáfan
Gózliditsdat, sem gefur
bókina út. Hún verður 240
bls. og verður prentuð í
10 þúsund eintökum. Sér-
stök nefnd velur kvæðin í
bókina og eiga sæti i nefnd
inni kona Pasternaks og
sonur og rithöfundarnir
Ilja Ehrenburg og Alexei
Surkov.
Fyrirgefning.
Útkoma þessa kvæðaúrvals
sýnir, að hinir rússnesku vald-
hafar vilja taka Pasternak í
sátt, enda hefur hann þrátt fyr-
ir allar deilurnar um dr, Sivagó
notið viðurkenningar sem eitt
fremsta ljóðskáld Rússa.
i
Ekki er fyrirgefningin þó al-
ger, því að ekkert kvæðanna úr
dr. Sívagó er tekið með í bók-
ina. Enski rithöfundurinn Alan
Moray Williams sem dvelst í
Moskvu átti viðtal við Alexei
Surkov um þessa útgáfu. Sagði
Surkov, að kvæðunum úr dr.
Sívagó væri sleppt af ásettu
ráði, því að sú bók gæti ekki
fengið viðurkenningu.
Leikrit Pasternaks.
Moray Williams spurði Sur-
kov þá hvort leikrit Paster-
naks: „Hin blinda fegurð“ yrði
ekki bráðlega gefið út. Surkov
svaraði, að hann hefði farið í
gegnum öll handrit Pasternaks
og yrði ekki fleira gefið út eftir
hann nema ef vera skyldi rit-
gerð sem hann hefur gert um
Shakespeare. Leikritið „Hin
blinda fegurð“ sagði Surkov að
væri ófullgert og einskis virði
bókmenntalega.
Moray Williams telur ekki að
Surkov 'sé bær um að dæma
bókmenntalegt gildi þessa
verks, þar sem hann hafi vei’ið
svæsnasti andstæðingur Past-
ernaks í deilunum um dr.
Sívagó.
Hreinritað handrit.
Hann rifjar það upp að í jan-
úar 1960 heimsótti bandarískur
kvenrithöfundur Olga Carlisle
Pasternak, Sagði hann henni
þá, að fyrsti og annar þáttur ‘
væri að mestu til, en þriðji þátt-
ur í undirbúningi. Og í marz j
sama ár sýndi Pasternak blaða-
manni frá Corriera della Sera j
175 bls. handrit, sem var hrein-j
ritað og sagði hann að þetta j
væri leikritið.
Ford Cardinal
svarið við
Fólks-
vagninum.
Stóru bandarísku bíla-
verksmiðjurnar eru nú að
hefja sókn gegn þýzka
Fólksvagninum, sem fram
að þessu hefur verið eina
evrópska bíltegundin, sem
hefur átt öruggan markað
vestanhafs.
f fyrradag sýndu Ford-
verksmiðjurnar í Detroit
smábíl, sem á að vera svar-
ið við Fólksvagninum. Smá-
bíll þessi er kallaður Card-
V inal og er líkur honum að
stærð, en miklu er hann ný-
tízkulegri í útliti og væntir
Ford þess, að hann gangi í
augun á kaupendunum.
Cardinal á að koma á
markaðinn í haust og er
Ford þegar að hefja auglýs-
ingabaráttu fyrir honum.
En Fólksvagninn svarar i
sömu mynt og mun einnig
hefja stórfellda auglýsinga-
baráttu í bandarískum blöð-
um og sjónvarpi. Þykjast
þei'r nú orðnir svo sterkir á
bandaríska markaðnum að
óþarfi sé að gefa eftir, þótt
andstæðingurinn sé sjálfur
Ford,
Hér birtist fyrsta myndin
af Ford Cardinal. Mikil
áherzla er lögð á það í hon-
um, að spara plássið. Card-
inal er þó að ýmsu leyti frá-
iNil
brugðinn Fólksvagninum,
hefur mótorinn t.d. framnii í.
Það er búizt við að 380
þúsund erlendir bílar verði
seldir í Bandaríkjunum í ár.
— Hefur innflutningurinn
dregizt saman úr hámarkinu
611 þúsund bílum árið 1959.
En Fólksvagninn hefur hald
ið sínu og aukið söluna. Er
búizt við að um 200 þúsund
Fólksvagnar ver'ði seldir í
Bandaríkjunum í ár.
Að utan -
Frh. af 8. síðu
„hendur Breta séu blóðug-
ar“ í þessu mátíi.
Mesta reiði hefur vakið í
Bretiandi yfirlýsing sem
Nehru gaf á fundi með
fréttamönnum, þar sem
hann fordæmdi framkomu
Breta í Katanga-málinu.
Blöð í Ghana staðhæfa, að
ástæðan fyrir andspyrnu
Breta við aðgerðir SÞ. í
Katanga sé sú. að Sir Roy
Weiensky foringi hvítra
manna í Ródesíu og belg-
iska námufélagið hafi kippt
í leyniþræði innan stjórnar-
innar. Halda blöðin því fram,
að það sé ekki Tsjombe sem
fremstur sé í að aðskilja Kat-
anga frá Kongó, heldur
standi sjálfur Welensky á
bak við allt ráðabruggið.
Þetta segja þau, að Bretar
hafi verið búnir að fallast á,
því að þeir hafi risið upp til
handa og fóta og mótmælt
aðgerðum SÞ. í Katanga.
Andstæðingar.
Heimsblöðin hafa að und-
anförnu birt myndir af
Tsjombe forseta Katanga,
þar sem hann gengur að kistu
Hammarskjölds og leggur
vönd hvítra lilja að líkbör-
unum. Ekki er þó talið að
Tsjombe harmi mjög fráfall
framkvæmdastjórans, t. d.
skýrir Wolfgang Breinholz
Afríkji-fréttaritari Die Welt
frá því, að alla tíð hafi farið
mjög illa á með þeim
Tsjombe og Hammarskjöld.
Þeir hittust nokkrum sinn-
um á fundum og mátti þá
merkja það, að Hammai-
Það leynir sér ckki, að það
er bannað að skilja bíla eftir
við gangstéttina fyrir fram-
an hjá SiIIa & Valda í Aðal-
stræti, en það kom samt ekki
í veg fyrir, að tveir bílar
stæðu bar í s.l. viku, þegar
Ijósmyndari ótti leið fram
hjá. (Ljósm. G. E.)
skjöld fékk hina mestu fyr-
irlitningu á manninum sem
honum fannst væminn og
skriðdýrslegur.
Mshm@ysS Kkiari
ræðir við Tsjcmbe.
Mouhmad Khiari frá Túnis,
yfirmaður borgaralegra fram-
kvæmda í Kongó á veguin S.
þj. hefur byrjað viðræður við
Tsjombe forsætisráðhrra Kat-
anga, um vopnahlé í Kongó.
•fr Óvanalegt óhapp kom fyrir
skozkan hermann á Edin-
borgarhátíðinni. Hann var
í flokki, er sýndi skozka
dansa, ojj voru allir her-
mennirnir í flokknum
klæddir stuttpilsum (kilts)
sem að líkum Iætur. Óhapp-
ið vaí það, að hann missti
niður um sig brækurnar,
sem hann var í undir Skota-
pilsinu, að viðstöddum 7000
áhorfendum. Ekki lét hann
sér bregða, heldur steig úr
brókunum, sem höfðu dottið
niður að öklum, og dansaði
út af sviðinu. — Talsmaður
hersins sagði, að hermaður-
inn hefði gert það, sem her-
manni bar, er óhappið vildi
til, og bætti við: „Skotar
ganga annars ekki í brók-
um undir stuttpilsunum —
aðeins í dansi,“
Mario Morelli læzt
Tarzan og hefur sann-
Wölu um ást sína........
2) „Ég óska ykkur til ham
ingju“ kallaðj' Walace. „En
hvað um þennan litla greiða
sem ég bið um,“
3) „Auðvitað, fjársjóður-
inn“ sagði Wala „ég skal sjá
um það. Síðan getum við
Tarzan ráðgert giftinguna“.