Vísir - 26.09.1961, Blaðsíða 3
Þriðiudagur 26. september 1961
VÍSIR
3
i Vaínsdalsrétt.
EIN af fríðustu sveitum á öllu
Norðurlandi er Vatnsdalur í
Austur-Húnavatnssýslu. Þetta
sézt bezt ef maður bregður sér
smákrók inn af þjóðleiðinni
hjá Vatnsdalshólum og leggur
leið sína gegnum hólana og inn
að Hnúki í Vatnsdal. Þá blasa
við manni eggslétt engi, reisu-
leg bændabýli í fögrum dal —
dal eins og maður getur hugs-
að sér hann fríðastan og bezt
til búskapar fallinn.
Þarna stendur búsæld líka
með miklum blóma, sennilega
með meiri blóma en algengt er
hér á landi, enda má tvímæla-
laust telja Vatnsdælinga í röð
ríkustu bænda landsins, og
fróðir menn telja Vatnsdalinn
ríkustu sveit á fslandi.
í miðjum Vatnsdal, eða rétt
fyrir innan hann miðjan,
stendur fjárrétt þeirra Vatns-
dælinga og Þingbúa hjá bæn-
um Undirfelli, gamalkunnu
höfðingjásetri þar í dalnum.
Réttin stendur á sléttri gras-
flöt á suðurbakka Vatnsdalsár
og sér þaðan vítt um dalinn og
til fjallanna í kring. Eru ekki
mörg réttarstæði á landinu bet
ur valin né í fegurra umhverfi
heldur en Undirfellsrétt.
Undirfells- eða Vatnsdals-
rétt er í röð fjárflestu rétta á
íslandi og var talið að nú
kæmi þar til réttar um eða yf-
ir 20 þús. fjár. Réttað var að
þessu sinni tvo daga, bæði
mánudaginn 18. sept. og þriðju
daginn 19. sept., og var báða
dagana hið fegursta veður, svo
fagurt að varla blakti hár á
höfði manns.
Til Vatnsdalsréttar kemur
ævinlega margt manna, jafnt
utan sveitar sem innan og ekki
allir í þeim erindum að draga
fé. Þarna sáust gamlir og ung-
ir pólitikusar úr héraðinu, iðju
höldar og heildsalar úr Reyja-
vík, bankastjórar og blaða-
snápar og meira að segja próf-
éssorar utan úr Þýzkalandi.
Allur þessi sundurleiti lýður
var allt í einu-kominn heim til
sín ef svo mætti að orði kom-
ast. Allir í' innilegu samræmi
við umhverfi sitt, allt mann-
greinarálit út í veður og vind,
allir þúuðust eins og þeir væru
aldagamlir vinir, nokkrir roskn
ir bændur lögðu hendur á öxl
hvers annars og kysstust. Sú
venja er enn við lýði í þeirri
sveit, en virðist þó horfin með-
al ungu kynslóðarinnar.
Réttardagurinn er í Vatns-
dal, eins og víðast annars
staðar, eini dagurinn á árinu
sem menn mynnast af full-
komnu hispursleysi við vin
sinn — flöskuna. Engum dettur
í hug að fara með hana í felur
í réttum. Menn drekka af stút
og bjóða hvor öðrum, jafnt
gömlum vinum sem óþekktum
aðskotalýð, jafnt fáíækum hús
karli sem hámenntuðum pró-
fessor eða bankastjóra. Allir
skulu viðstaddir taka þátt í
þessari gleðihátíð bóndans þeg
ar hann heimtir auðæfi sín inni
af fjalli og dregur í dilka.
Þetta er svipmesta og þjóðleg-
asta hátíð fslendinga, fagnað-
arhátíð sem hvergi á sinn líka.
Þegar veður er fagurt eins
og var í fyrstu Undirfellsrétt
nú á dögunum fær þessi þjóð-
lega hátíð á sig bjartan svip og
elskulegan. Konur og börn
flykkjast að' réttinni, allir eiru
broshýrir og ánægðir. Það er
sól í sinni.
Það er aftur á móti annað
uppi á teningnum þegar veður
er vont. Þá koma ekki aðrir til
réttarinnar en þeir sem eiga
þangað brýnt erindi og þá hafa
fæstir löngun til að dunda eða
drolla. Þá er keppzt við myrkr
••••
Að drætti í Vatnsdalsrétt. Þangað komu um 20 þúsund fjár í haust og stóð réttin
yfir í tvo daga. Margmenni kom þangað ríðandi og í bifreiðum bæði úr Vatnsdal, nær-
Iiggjandi sveitum og allt sunnan úr Reykjavík. Myndin er tckin af réttarvegg og sér
inn Vatnsdal.
Skál þú! Það er gaman í dag.
anna milli og dugir stundum
ekki til.
Enn er Vatnsdælingum í
minni fyrsta rétt haustið 1934,
en þá gerði ofboðslegt vatns-
veður, þannig að allt flaut í
vatni og jörðin varð að einum
svelg. Það sagði mér minnugur
og fróður maður, Bjarni Jónas-
son bóndi á Eyjólfsstöðum að
það veður myndi hann miklu
verst í réttum og munaði litlu
að féð léti líf sitt í forarleðju í
réttinni, Svaðið var svo djúpt
að karlmenn sem stóðu að
drætti urðu sumir hverjfr stíg-
vélafullir af eðju. Loks kom að
því að hvorki menn né sképn-
ur komust áfram, heldur stóðu
verkleysa að halda áfram fyrr
en réttin var mokuð og hreins
uð. Sú rétt, sem venjulega stóð
í einn dag, varði í 3 daga, stöð
ugt í ausandi vatnsveðri.
Þessa daga var Bjarni á
Eyjólfsstöðum i útréttum í
Víðidalstungurétt og kvaðst
hann ekki fá gleymt þeim dög-
um, en ekki sízt var það hon-
um minnisstætt þegar hestur
Magnúsar bónda á Flögu sökk
á kaf undir húsbónda sínum á
harðvellisgrund undan Undir-
felli. Þar markaði venjulega
ekki spor, en var í þetta skipti
orðin að botnlausum elg. Þetta
voðaveður er öllum Vatnsdæl-
ingum enn í fersku minni, svo
fast í réttinni og fullkomin | óskaplegt var það.
A:#: í-íif-jípíll?
Fyrir um það bil 30 árum fór þýzkur stúdent, Hans
Kuhn að nafni, í göngur með Vatnsdælingum suður á
Grímstunguheiði og í Fljótsdrög. Nú er hann orðinn pró-
fessor við háskólann í Kiel og nafnkunnur maður jafnt á
íslandi sem í Þýzkalandi. Hann er staddur hér á landi í
boði Háskóla íslands um þessar mundir, og á dögunum brá
hann sér norður í Vatnsdal til að heilsa upp á gamla
gangnafélaga. Hér sézt próf. Kuhn (til vinstri) skeggræða
við sinn gamla gangnaforingja, Ágúst Jónsson bónda á Hofi.