Vísir - 26.09.1961, Blaðsíða 16

Vísir - 26.09.1961, Blaðsíða 16
VISIR Þriðjudagur 26. september Fáni Heklu í hálfa stöng. Ferð ánægju og sorgar Frá komu Heklu í morgun. Ferð ánægju og sorgar lauk í morgun um klukkan 8,30, er strandferðaskipið Hekla lagðist að Grófar- bryggjunni. Fáni skipsins var í hálfa stöng og yfir því hvíldi sorg. Lokið var Ingólfsför 160 íslendinga til Noregs, er héðan lögðu af stað glaðir og reifir. 7. togarinn dæmdur. AUSTUR á Seyðisfirði er geng inn dómur í máli skipstjórans á brezka togaranum Kingstonc Amber. Skipstjórinn, John Moore, var dæmdur í 260 þús. kr. sekt. Afli og veiðarfæri voru gerð upptæk, og málskostnaður all- ur lagður á skipstjórann, sem áfrýjaði dómi þessum. Varð hann að setja tryggingu fyrir greiðslu á 5. hundrað þús. kr. Á hafnarbakkanum voru sjó- menn undir félagsfánum og við- festum sorgarveifum. 10 mín- útum eftir að landfestar skips- ins höfðu verið bundnar var kista hins látna skipstjóra, Ás- geirs Sigurðssonar, færð í land, en lúðrasveit Reykjavíkur lék sorgarlög. — Með Heklu komu einmg þeir tveir menn, sem komust af, er Hornafjarðarbát- urinn Helga fórst á Færeyja- banka fyrir 11 dögum. Um klukkan 6.30 í morgun fóru tollverðir um borð í Heklu. Veður var hið fegursta. Allir voru frískir nema séra Gísli Brynjólfsson á Kirkjubæjar- klaustri, en hann hafði ekki gengið heill til skógar í för- inni og mun hann hafa í hyggju að fara í sjúkrahús. ■ Af samtölum við farþega kom í Ijós að ferð skipsins út til Nor- egs mun seint líða því úr minni sakir þess hve veðrið var óskap- legt. Ofan á sjóveiki bættist að magakvilla varð vart meðal far- þega og hafði Bjarni Snæbjörns son læknir í Hafnarfirði haft ærið að starfa meðal hinna sjúku farþega. Hann hafði 'sjálfur verið sjóhraustur. Tveir hásetar og tvær þernur höfðu og hlotið meiðsl í fárviðrinu, jvið að detta í veltingnum og hafði læknirinn einnig stundað þau. Fólkið sem sjóveikt var, var lengi að jafna sig á eftir, eink- um 1 maga. Úti í Noregi var magakvilli sem gekk og einnig þar bar á sjúkleika meðal Ing- ólfsfara. En um sjálfa Ingólfs- hátíðina, ferðalögin og móttök- urnar í Noregi Voru menn sam- ar skipstjóra á hafnarbakk- anum í morgun. Nánustu ættingjar hans ásamt konu hans, er var með honum í þessari hinztu sjóferð. Að baki beirra fánaborg sjó- } manna. Ingólfsfarar og yfir- j menn á Heklu standa á- j lengdar. Veri Evrópumerkjanna hefur ntí Evrópufrímerkm íslenzku Nú sagði frímerkjakaupmaður sem seldust upp á útgáfu- “ u " degi hafa hækkað stórkost- lega í verði síðan og er sú verðhækkun svo að segja algert einsdæmi í sögu ís- lenzkra frímerkja. Frímerkin eru sem kunnugt er tvö og voru upphaflega sam- anlagt að verðgildi 11,50 kr. einn hér í bæ Vísi frá því i gær, að hann væri hvenær sem er reiðubúinn að kaupa settið á 30,00. Hefði hann boðið að kaupa frímerkin á þetta verð, en ekki fengið seljendur, þar sem þeir byggjust við að verðið vrði enn hærra. Settið mun nú ganga á um 90 ísl. kr. í Kaupmannahöfn. Frímerkjakaupmaðurinn sem Vísir talaði við í gæt’ saeði að hin öra sala og verðhækkun á | þessum merkjum væri einstök hér ' á íslandi. Hann gat þess að ýmis Evrpumerkjanna. sem út voru gefin í fyrra hefðu nú komizt í mjög hátt verð, þannig væri með Liechtenstein- frímerkin sem hefðu kostað um 10,00 krónur settið i byrjun en væru nú komin upp í kr. 900.00. mála um að tekist hefði prýði- lega og menn voru farnir að jafna sig furðanlega. En við vorum öll lostin harmi, er skip- stjóri vor féll svo skyndilega frá, sagði Haukur Bjarnason rannsóknarlögreglumaður, við komuna í morgun. Og skemmti- legt var að koma við í Fær- eyjum, þar sem tekið var svo innilega á móti okkur. Þannig Frh. á 2. síðu. Sæsíminn kemur brátt, Sæsímaskipið Alert mun nú í vikunni leggja af stað frá Færeyjum til fslands. Skipið hefur innanborðs nær 700 km. langan sæsímastreng. í fyrstu tengir það hann við streng úr landi við Velbestad í Færeyjum, siglir síðan ále,iðis til Vestmannaeyja og leggur strenginn jafnóðum. Er skipið væntanlegt til eyja þann 4. október Og verður sæsíma- strerigurinn þar tengdur við streng sem lagður hefur verið úr Heimaey. Á leiðinni milii Færevja og Vestmannaeyja er mésta dýpi 1850 m. Þegar Alert hefur þannig lokið við að leggja sæsimann milli Færeyja og íslands, mun það sigla til Southampton og taka um borð nýjan sæstreng, sem það mun síðar i naust leggja milli Gairoch og Velbe- stad í Færeyjum. Þegar lagningu þessa nýja, sæsíma lýkur hefur ísland fengið öruggt símasamband við Evrópu. Fram til þessa hafa öll símtöl við útlönd farið fram gegnum radíósíma, og hlustunarskilyrði stundum verið mjög léleg. Nú verður ^gerbreyting á þessu. -Ór Óeirðir voru í Algeirsborg í gærkvöldi og 100 menn handteknir. Dr. Adenauer mun fara til Bonn bráðlega og ræða við Lucius D. Clay sérlegan sendimann og ráðunaut Kennedys. Sendlsveinar V I S I vantar sendisveina. Dagblaðið VÍSIR Ingólfsstræti 3, Sími 11660

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.