Vísir - 09.10.1961, Side 2
2
V í S I R
Mánudagur 9. október 1961
Nýstúdentar ganga upp á sviðið í samkomuhúsi Háskólans á laugardag, þar sem rektor bauð þá velkomna með handabandi.
Hátíðleg athöfn við
kjör heiðursdoktora.
Það var mjög hátíðleg
stund í Samkomuhúsi Há-
skólans á laugardaginn,
þegar Háskólarektor, próf.
Ármann Snævarr útnefndi
24 menn innlenda og er-
lénda heiðursdoktora við
Háskólann. Fór athöfnin
að öllu levti fram með þeim
virðuleikablæ sem var
stofnuninni til sóma.
Hinir nýskipuðu heiðurs-
doktorar gengu upp á sviðið,
þar sem deildarforsetar lýstu
kjöri þcirra og rektor afhcnti
þeim doktorsskjölin. Síðan
stigu heiðursdoktorar augna-
blik í ræðustól, sem tákn þess
að þeir hafa rétt, livenær sem
þeir óska að flytja fyrirlestra
við Háskólann.
Forseti íslands og forsetafrú
voru viðstödd athöfnina, svo
og ráðherrar, fulltrúar erlendra
háskóla og prófessorar Há-
skólans og fjöldi annars fólks.
í lok samkomunar voru ný-
stúdentar nærri 200 talsins
boðnir velkomnir til Háskól-
ans.
Ræða
Sigurðar Nordal.
Háskólahátíðin hófst með
ræðu .Sigurðar Nordal, sem
fjallaði um sérkenni íslenzku
þjóðarinnar. Hann minntist
þeirrar hugsjónamannanna Tóm
asar Sæmundssonar og Jóns
Sigurðssonar og hugmynda:
þeirra um framtíð Reykjavík- !
ur og stofnun háskóla. Fæstir
hefðu þá látið sér koma til
hugar að þær hugmyndir
ættu eftir að rætast. Hann vék
að þeim mun sem erlendir
ferðamenn á s.l. öld hefðu séð
á íslenzkri alþýðu og alþýðu í
öðrum löndum, svo sem frásögn
Bryce lávarðar, þar sem hann
lýsir því hvernig íslenzk al-
þýða hélt höfðinu hátt þrátt
fyrir fátæktina.
Sigurður Nordal kom nú inn
á sögu Jóns Trausta: „Þegar
ég var á freigátunni" og taldi
þá sögu táknræna um vöku-
drauma íslenzku þjóðarinnar.
Það væru einmitt þessir vöku-
draumar sem hefðu gert ís-
lendinga að óvenjulegri og
mikilli þjóð.
Á hátíðinni sungu einsöng
þeir Guðmundur Jónsson og
Kristinn Hallsson. Útnefning
heiðursdoktora fór fram og
loks voru nýstúdentar boðnir
velkomnir.
Skrá yfir hærri vinningana
í Vöruhappdrætti S.Í.B.S. í 10.
flokki 1961.
200.000 kr:
3001.
! 00.000 kr:
43161.
50.000 kr.
30445 — 44160.
Stúdentar
boðnir velkomnir. '
Háskólarektor -■ Ármann
Snævarr flutti ávarp til ný-
stúdenta. Hann lagði áherzlu á
að þeir þyrftu að öðlast and-
UM þessa helgi barst afgreiðslu
Vísis fyrsta fjárframlagið til
fjársöfnunarinnar til styrktar
Ríkharði Jónssyni knattspyrnu
manni, er í lok þessarar viku
fer utan sér til lækninga. Þessi
gjöf er frá Bílasmiðjunni og
starfsfólki fyrirtækisins, alls
kr. 2375. Aðrar peningagjafir
10.000 kr.:
12703 15830 34041 49124 41791
45864 46322 50884 51749 54890
55229 56187 56292 57932 63504
5.000 kr.
10160 14372 20055 23854 26316
28746 30722 32629 33963 37974
40173 43409 54226 46675 47148
legt sjálfstæði og læra að
íhuga sjálfir hvert mál áður en
þeir tækju það sem góðar og
gildar staðreyndir. — Hann
minnti á ummæli fyrsta rektors
Háskólans, Björn M. Olsen um
‘sjálfstæða rannsókn, en bað
stúdenta jafnframt að gæta
þess að námið væri mikil vinna.
Ýmsar fleiri ábendingar gaf
hann nýstúdentum m.a. að
æfa sig í erlendum tungumál-
um vegna sívaxandi samskipta
við aðrar þjóðir.
frá nokkrum einstaklingum
eru nú hjá gjaldkera^ en alls
hafa blaðinu borist 2450 kr.
Samkvæmt manntali, sem
fram hcfir farið í sumar í
Israel, eru landsmenn nú
sem næst 2,170,100. Þcir
voru 840 þúsimd 1948, er
Israelsríkið var stofnað.
47546 47549 47561 49816 52322
53746 55747 57780 60136 64166
1.000 kr.:
1357 2549 2670 3301 5296 6701
7010 7618 9121 9424 10286
11171 11260 12490 13817 14718
15242 17115 19522 19769 20352
121134 21734 23155 23486 24814
24943 26885 27092 27884 29565
39973 30552 31252 31739 31992
32735 33439 34152 35631 36158
36556 37519 38370 40688 40713
41874 42171 43309 44197 44262
47845 48674 48722 48991 49659
53702 54426 54832 56928 60272
62077 62850 63031 64173. (Birt
án ábyrgðar.)
Þrír vara-
þingmenn
ALÞINGI kemur saman á morg
un. Vitað er um 3 þingmenn,
sem verða fjarverandi og munu
varamenn þeirra taka sæti í
staðinn.
Fyrst er að telja Ólaf Thors,
form. Sjálfstæðisflokksins, sem
er farinn utan til Bandaríkj-
anna sér til heilsubótar. Sveinn
S. Einarsson, verkfræðingur,
mun taka sæti hans. Þá hefur
sr. Gunnar Gíslason (Sj.fl.)
boðað forföll og kemur Jón
Pálmason í hans stað. Loks er
Birgir Finnsson (Alþ.fl.) fjar-
verandi á þingi SÞ. Varamaður
hans er Halldór Hjálmarsson,
skólastjóri.
Ökumaður -
Framh. af 1. síðu.
Borgarlæknir sagði að yfir-
leitt ættu þær sögusagnir sem
gengju meðal fólks um notkun
eiturs rót sína að rekja til
meinlausari lyfja svo sem
svefnlyfja, taugameðala og þess
háttar, a. m. k. í þeim tilfell-
um sem komizt hefur upp um.
t'
Franco kyrr-
sotur Frakka
Spanska stjórnin hefur kyrr-
sett 15—20 franska útlaga að
beiðni frönsku stjórnarinnar.
Meðal þeirra eru Josef Ortiz,
sem dæmdur var til lífláts fyrir
þátttöku í byltingartilrauninni
í jan. í fyrra, og Pierre Laga-
illarde, sem dæmdur var í 10
ára fangavinnu fyrir sömu sak-
ir. Ennfremur 2 ofurstar sem
dæmdir voru til lífláts fyrir
þátttöku í byltingartilrauninni
í apríl s.l.
Allir voru menn þessir dæmd
ir að þeim sjálfum fjarstöddum.
34 farast í
flugslysi.
Laugardag s.l. fórst brezk
flugvél af Dakotagerð í Suð-
vestur-Frakklandi. Ajlir, sem
í henni voru, fórust. Voru 31
farþegi og 3ja manna áhöfn.
Flugvélin var að flytja hóp
skemmtiferðamanna fra Lond-
on, er hún hrapaði til jarðar í
skógivaxna hlíð í Pyreneafjöll-
um. Leitarflokkur, sem komst
á vettvang staðfesti, að allir
hefðu farizt. Lík sumra höfðu
henzt allt að því 100 metra frá
flakinu.
KR. — Innanfélagsmót í köst-
um á miðvikudag og föstudag
kl. 6.
Vinninqar
í 10. flokki vöruhaji|i&ættis
S. S. B. S.
Gjöf til Ríkharðs-
söfnunarinnar.