Vísir - 09.10.1961, Side 8
8
V í S I R
Mánudagur 9. október 1961
ÚTGEFANDI: BLAOAÚ'GÁFAN VÍSIR
Ritst}óror: Hersteinn Pálsson Gunnar G Sehram.
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjór
ar: Sverrir Þórðarson Þorsteinn ó Thorarensen
Ritstjórnarskrifstoftr: Laugavegi 27 Auglýsingar
og afgreiðsla Ingólfsstrœtl 3. 4skriftarg}ald er
krónur 45.0C á mánuði - f lausasolu krónur
3.00 eintakið Siml * 1660 (5 llnur) - Félags-
prentsmiðjan h.t. Steindórsprent h.f.. Edda h.f
Nýtum betur hráefnið.
Það er löngu viðurkennt og vitað að varla hefir
nokkur þjóð jafn góðar aðstæður til þess að hagnýta
auðævi sjávarins sem við Islendingar. Hér liggja ein-
hver beztu fiskimið í heimi skammt undan landstein-
um og nú er síldin tekin að vaða aftur um allan sjó,
hve lengi sem sú gæfa helzt. örstutt er til hafnar fyrir
íslenzk fiskiskip, svo unnt er að nýta, frysta og geyma
aflann ferskan og flytja hann út í fyrsta flokks ástandi.
Er það meira en verður sagt um hagnýtingarmögu-
leika flestra þeirra þjóða sem á norræn mið sækja.
Engu að síður er fiskiðnaður okkar enn staddur á
tiltölulega frumstæðu stigi. Við flytjum ennþá út heims-
ins bezta hráefni tiltölulega lítt unnið, síldina í mynd
mjöls og lýsis ætlað til skepnufóðurs og efnagerðar.
Og einnig má segja um fiskinn að enn er hluti hans
fluttur út allt of lítt unninn.
Nú eru Siglfirðingar að hefja byggingu síldarniður-
lagningarverksmiðju og er það vissulega spor í rétta
átt. Sá fengur sem íslenzkir fiskimenn flytja á land
hlýtur ávallt að takmarkast af manna og skipafjölda.
En ennþá getum við lengi að því unnið að gera það hrá-
efni, sem sótt er í greipar Ægis æ verðmætara í landinu
sjálfu. Vinna er þá sköpuð fyrir íslenzkt verkafólk og
aukinn hagnaður fæst bæði að krónutölu og í gjaldeyris-
hagnaði. Það er ekki hvað sízta þjóðhagsmunamálið
í dag.
Góðar gjafir.
Á hálfrar aldar afmælinu hafa Háskóla Islands
borizt margar góðar gjafir. Hin mesta þeirra, og sú
stærsta gjöf sem Háskólanum hefir frá upphafi áskotn-
azt, er gjöf Bandaríkjastjórnar, fimm milljónir króna
til stofnunar raunvísindastofnunar. Þá eru hinar gjaf-
irnar einnig rausnarlegar, gjöf hins óþekkta Norð-
manns til handrita, sagnfræði og málfræðirannsókna,
gjöf Vestur-Þýzkalands til kaupa á tækjum til Keldna,
lóðagjöf bæjarstjórnar Reykjavíkur, auk ýmissa ann-
arra smærri gjafa.
Allar bera gjafirnar vott um hlýhug í garð hins
íslenzka Háskóla. Hann er enn tiltölulega ung stofnun
og á eftir mjög margt ógert. Sérstaklega eru mörg
spor óstigin á sviði raunvísinda. Þar höfum við eignazt
marga ágæta fræðimenn á síðustu árum, en þeim hafa
ekki verið sköpuð næg starfsskilyrði hér á landi. Af-
leiðingin hefir verið sú að ýmsir þeirra hafa veigrað
sér við því að koma heim að námi loknu.
Þetta þarf að breytast. öflugar rannsóknir í raun-
vísindum eru undirstaðan undir bættum lífskjörum
þjóðarinnar.
:
Þannig hugsa menn sér að miðhluti Ermarsundsbrúar verði. Stærstu hafskip eiga að
komast undir hana.
Draumurinn mikli um brú
yfir Ermarsund gæti ræzt
sumarið 1967. Rannsóknir
hafa leitt í ljós, að það er
framkvæmanlegt tæknilega
að reisa þetta mikla mann-
virki. Aðeins er eftir að
leggja fram fé til fröm-
kvæmdanna, cn áætlað er að
brúin myndi kosta 35 mill-
jarða króna. Það er að vísu
mikil upphæð, en sýnt þykir
þó, að brúin yrði ekki leng5
að bera sig. Hún myndi jafn-
framt hafa stórkostlega póli-
tíska og efnaliagslega þýð-
ingu fyrir Bretland og meg-
inlandið, því að allir flútn-
ingar til og frá Englandi
yrðu tniklu auðveldari og ó-
dýrari. Ennfremur má búast
við að skemmtiferðum yfir
sundið myndi stórkostlega
fjölga. Brúargerðin þýðir í
stuttu máli, að England sam-
einaðist loks Evrópu.
Jules Moch.
Öflug samtök vinna nú að
því að afla fjár til brúargerð-
arinnar. Starfa þau beggja
megin sundsins, en eru
sennilega öflugust í Frakk-
landi, þar sem margir bank-
ar, fjármálafyrirtæki og iðn-
fyrirtæki í stáliðnaði og
byggingariðnaði hafa fylgzt
með undirbúningsathugun-
um. Foringi félagsskaparins
í Frakklandi er Jules Moch
fyrrverandi ráðherra. Berst
hann nú af öllum kröftum
fyrir framkvæmdinni.
Andstaðan kemur aðallega
úr tveimur áttum. í fyrsta
lagi frá félögum þeim sem
reka ferjur yfir Ermarsund,
en geysileg fjárfesting liggur
falin í skipum og hafnar-
mannvirkjum í mörgum
bæjum beggja megin sunds-
ins og í öðru lagi frá þeim
samtökum sem berjast fyrir
gerð jarðgangna undir Erm-
arsund. Hinsvegar er mót-
spyrnan nú orðin fremur
lítil frá þeim liópi sem telur
að bygging slíks tengiliðs
við Evrópu geti skaðað ör-
yggismál Englands.
Hróp
Montgomerys.
Að vísu kom Montgomery
marskálkur fyrir nokkru
fram með yfirlýsingu um að
það væri stórglæpur að
byggja brú yfir sundið, þar
sem óvinirnir gætu þá unnið
Bretland á einni nóttu. En
flestir eru nú hættir að taka
mark á Montgomery. Hann
er talinn elliær. Og sjálfur
forsætisráðherrann, Mac-
millan, hefir lýst yfir, að
á þessum síðustu dögum
kjarnorkuvopna skipti engu
máli fyrir öryggi Bretlands
þótt brú verði byggð yfir
sundið.
Það er nú orðið æði langt
síðan hugmyndir komu fyrst
fram um brú yfir Ermar-
sund. Einn sá fyrsti sem datt
það í hug var Napóleon
Frakkakeisari. Hann átti í
miklum erfiðleikum með að
vinna bug á Bretum. Öll
Evrópa lá undir fótum þessa
mikla hershöfðingja, en hon-
um veittist erfiðara að buga
Breta, þar sem sundið skildi
þá frá meginlandinu. Honum
kom því til hugar að bezta
Frh. á 10. síðu.
Á Ermarsundsbrú verður níföld umferðarbraut fyrir bíla
og járnbrautir. Búizt er við að ein milljón bifreiða fari
yfir brúna á fyrsta ári ef hún verður fullsmíðuð sumarið
1967.