Vísir - 14.10.1961, Qupperneq 1
VISIR
51. árg. Laugardagur 14. október 1961. — 236. tbl.
Rússar guggna
Sovétstjórnin hefur fall-
ið frá tillögu sinni um
þriggja manna fram-
kvæmdastjórn SameinuSu
þjóðanna, sem hún ætlaði
sér í lengstu lög að
knýja fram, en að undan-
förnu hefur hver. þjóða-
fulltrúinn af öðrum við
hina almennu umræðu á
Allsherjarþinginu lýst sig
andvíga slíkri breytingu.
Nú hefur sovétstjórnin séð,
að ekki þýddi lengur að berja
höfðinu við steininn og til-
kynnti Valerin Zorin aðalfull-
trúi þeirra á vettvangi þeirra í
gær ,að
hún afturkallaði tillöguna,
og féllist á, að ekki væri
nema einn aðalfrámkvæmd-
arstjóri, en hann skyldi hafa
hvorki fleiri né færri að-
stoðarframkvæmdarstjóra
sér við hlið en sjö — og yrði
einn þeirra frá Sovétríkjun-
um.
í fyrstu
fréttum um þetta
var ekki sagt, hvort aðstoðar-
framkvæmdastjórarnir ættu,
meirihluti þeirra eða hver ein-
stakur, að geta beitt neitunar-
valdi, en það er sovétstjórninni
mjög kært, og hefur það álit
mjög komdð fram við umræður
um. einn framkvæmdastjóra og
3 til aðstoðar, að með neitun-
arvaldi þeirra væri hægt að
lama allar mikilvægar fram-
kvæmdir stofnunarinnar. —
Fullvíst er, að ef sovétstjórnin
er hér enn að ota neitunar-
valds-tota, mun það sæta mjög
harðri mótspyrnu.
Góðan daginn, — þetta er
í sláturhúsi Guðmundar
Magnússonar í Hafnarfirði,
sagði karlmannsrödd í sím-
ann, og hélt áfram: Hér hjá
okkur hefur tekizt að finna
í dilkskrokk það stærsta
nýra sem við höfum heyrt
um. Það vegur 3,8 kg. —
Ljósmyndari blaðsins var
sendur á vettvang til þess að
taka mynd af þessu náttúru-
undri. Guðmundur slátur-
hússtjóri sagði lionum, að
dilkurinn hafi verið ofan af
Kjalarnesi, frá Arnarholts-
búinu. Dilkurinn hafði verið
áberandi magur. Hitt nýrað
vóg 400 grömm, en eðlilegt
nýra er um 50 grömm á
þyngd. A myndinni eru nýr-
un öll hlið við hlið og á
endanum eldspýtustokkur.
Nóg brauð
Rúgbrauðsskorturinn, hið
óvenjulega fyrirbrigði á
seinni hluta 20. aldarinnar,
er nú hjá liðinn. — Mjölið er
komið austan frá Rússlandi,
og í gær gátu bakararnir haf-
ið rúgbrauðsgerð á ný. Það
verður nægilegt af brauðum
fyrirliggjandi í dag, sagði
Sigurður Bergsson, bakara-
meistari, í gærkvöldi.
--------------------/—
Tvö slys í gær -
maður þungt haldinn.
Verka-
Enn urðu tvö slys hér
í bænum síðdegis í gær.
Ungur verkamaður slasað-
ist alvarlega á Miklubraut-
inni, klukkan að ganga
sex, en rúmum klukku-
tíma síðar varð kona fyrir
bíl á Reykjahlíð. Voru
bæði flutt í Landspítalann
í gærkvöldi. Umferðar-
slysin eru orðin óhugnan-
lega mörg nú upp á síð-
Myndsýningar opnaðar
í dag og á morgun.
kastið, sagði rannsóknar-
lögreglan blaðinu í gær-
kvöldi, og eru skráðir á-
rekstrar nú komnir á 16.
hundraðið.
Friðrik Welding, Bústaða-
hverfi 5, heitir ungi maðurinn,
sem slasaðist á Miklubrautinni.
Hann var að vmna í námunda
við stóran kranabíl, er var að
safna saman kantjárnum, sem .
brautanna, sem þar er verið
að gera. Hafði stjórnandi krana
bílsins þá rétt áður farið úr
stjómklefa kranans og yfir í
stýrishúsið. — Hann þurfti að
flytja kranabílinn til. T*aldi
hann sig ekki hafa séð neinn
mann í námunda við bílinn þá.
Hann hafði svo ekið bílnum'Iít-
ið eitt aftur á bak. Fyrir aftan
bílinn var stór jarðýta, Krana-
húsið. en aftan á því og undir
notuð eru á brúnir steinsteypu-
í dag opnar Eiríkur Smith
málverkasýningu í Listamamia-
skálanum kl. 4 síð’degis og sýn-
Drengurinn
þungt haldinn.
Litli drengurinn sem slasað-
ist inn við Alfheima á miðviku-
daginn, og talið var að sloppið
hefði furðanlega vel, var flutt-
ur licim til sín að lokinni rann-
sókn á slysavarðstofunni, ligg-
ur nú þungt haldinn í sjúkra-
húsi. Drengurinn sem heitir
Einar Erlingsson, Álfheimum
72, tveggja ára, hafði þyngt
mjög um kvöldið og var þá
kallað í lækni, sem þegar Iét
flytja hann í Landakotsspítal-
ann. Þar var samstundis gerð-
ur uppskurður á barninu og í
ljós kom að um alvarleg inn-
vortismeiðsl er að ræða.
ir þar alls 70 myndir, en sýn-
ingin verður opin daglega kl.
2—10 síðdegis næstu 10 dag-
anna. Myndirnar skiptast í 36
olíumyndir, 22 Vatnslitamynd-
ir, 9 tússmyndir unnar á gljá-
pappír og 3 málmristur (rader-
ingar).
Flestar eru myndirnar nýj-
ar af nálinni, eða unnar síðan
Eiríkur hélt síðustu sjálfstæða
sýningu 1958, en 19 ár eru liðin
frá fyrstu sýningu hans, sem
hann hélt í Hafnarfirði, þar
sem Eiríkur er upp alinn. Eirík-
ur hefir tekið þátt í tveim sam-
sýningum erlendis, Rómarsýn-
ingunni og einnig Moskvu.
Eiríkur sýndi fréttamönnum
sýninguna í gær og svaraði
nokkrum spurningum. Hann
sagði m. a.
— Eg neita því ekki, að upp
á síðkastið hefi eg sótt fyrir-
myndir í náttúruna, og eg geri
það með vilja að gefa myndun-
um á þessari sýningu nöfn. Það
hjálpar mörgum til að átta sig
á myndunum. Myndir mínar
hafa breytzt, eg vona til hins
betra. í þeim blandast líklega
saman expressionismi og ab-
strakt. Eg hefi áður verið í geo-
metiskri list og tel mig hafa
Framh. á 2. síðv-
I I
Minningarathöfn um
Gústav Jónasson.
í gœr fór fravi mmningarat-
höfn í Dómkirkjunni um Gúst-
av Jónasson ráðuneytisstjóra í
dómsmálaráðuneytinu.
Athöfnin fór fram í kyrrþey
og voru aðeins viðstaddir ætt-
ingjar Gústavs, samstarfsmenn
og vinir, Sr. Jón Auðuns þjón-
aði fyrir altari en dr. Páll ís-
ólfsson lék á orgelið.
Fánar voru í hálfa stöng í
stj órnarráðsbyggingum.
Rafmagnið
fór.
Um kl. 18.25 varð skyndi-
lega rafmagnsláust þar sem
verið var að halda bókaupp-
boð í Sjálfstæðishúsinu og
um leið varð og rafmagns-
laust í nærliggjandi húsum.
Nokkrum mínútum síðar
hverfur svo rafmagnið úr
hverjum bæjarhlutanum af
öðrum þar til næstum allur
miðbærinn varð án raf-
magns svo og hluti af Vest-
urbænum.
Það sem olli var yfir-
lestun á spennistöð í Vallar-
stræti, hjá Sjálfstæðishús-
inu. Þetta hafði keðjuverk-
anir á aðrar spennistöðvar í
nærliggjandi bæjarhlutum.
Þær tóku við rafmagninu,
sem ekki gat farið í stöðina
við Vallarstræti og þær
þoldu ekki álagið og „hrukku
út“, hver af annari.
Frh. á 2. síðu
Fluttir austur.
STROKUFAN GARNIR
tveir voru í fyrradag fluttir
úr Steininum í tryggari
fangagæzlu, og var farið með
þá austur að Litla Hrauni.
, eru þung járnstykki, ballest fyr.
ir kranann. Hefur Friðrik Weld-
ing orðið á milli ballestarjárns-
ins og jarðýtunnar. Sá, sem
krananum stjórnaði, vissi ekk-
ert um slysið fyrr en hann sté
niður á götuna, eftir að hafa
flutt kranabílinn til. Sá hann
þá hvar Friðrik lá. Hann var
með meðvitund, en hafði lit-
illi stundu síðar misst hana.
Sjúkrabill kom fljótt á vett-
vang. Friðrik var fluttur fyrst
í slysavarðstofuna, en var aldr-
ei tekinn úr sjúkrakörfunni og
var ekið með hann beint í
Landspítalann. — Var Friðrik
þungt haldinn í gærkvöldi.
Engir sjónarvottar urðu að því,
er hann varð fyrir þessu slysi,
er varð skammt frá gatnamót-
um Kringlumýrarbrautar og
Miklubrautar.
Slysið á Reykjahlíðinni varð
klukkan tæplega hálf átta í
gærkvöldi. Hin slasaða heitir
Hreindís Guðmundsdóttir og er
hjúkrunarnemi. Er slysið varð,
var mikil- rigning og skyggni
slæmt, Litlum bíl var þá ekið
eftir götunni. — Ökumaðurinn
kvaðst allt í einu hafa séð í
Ijósgeislunum frá bílnum, hvar
kona stefndi yfir götuna rétt
framan við bílinn. Hafi hann
hemlað svo sem hann mátti,
en bíllinn rann í forinni á göt-
unni og lenti á konunni, sem
kastaðist upp á bílinn og féll
í götuna. Hún handleggsbrotn-
aði.