Vísir - 14.10.1961, Síða 2
4
V í S I B
Laugardagur 14. október 196.1
y///4M&"//áWn?7////A
r=n u—I i J TT
/////////áWk////////mZ////A
Bréf frá Ríkharði,
er hann fer utan árdegis í dag.
Reykjavík, 12. 10. 1961.
Áður en ég held utan langar
mig að láta þessi fáu orð frá
mér fara. Af öllum þeim fjölda
sem tók þátt í að létta mér
ferðina, get eg aðeins fáa nefnt.
Upphafsmaður þessarar ferðar
var Sveinn Sæmundsson blaða-
fulltrúi hjá Flugfélagi íslands,
hann ásamt Flugfélaginu og
Gísla Sigurbj örnssyni opnuðu
leiðina, en þær undirtektir sem
hann fékk hjá íþróttafréttarit-
urum blaðanna, ásamt öllum
þeim fjölda fólks, frá ótrúleg-
ustu stöðum^ eru mér meira
virði en allt annað er ég hef
áður reynt. Fyrir öll þau bréf,
óskir og þakkir mér til handa,
þakka ég af alhug, og vona ég
að geta þakkað betur með aftur
komu á völlinn, sjálfum mér
til ánægju. Ég finn að ég nýt
uppgangsanda Akranes liðsins,
þó að ég eigi aðeins minn ell-
efta part, og er það líkt, og er
skipstjóranum er þökkuð björg
un þó hvorugur okkar væru
nokkurs megnugur án sam-
herja.
Ég skoða þennan stuðning
við mig sem drengskaparbragð
en ekki ölmusu og þakka það
tækifæri sem þið gefið mér nú
á þennan hátt hjartanlega og
fer því bjartsýnn.
Ríkharður Jónsson.
Gerast Tristanbúar
Hjaltlendingar?
Þeim er boðin landvist á
Hjaltlandseyjum.
Uppástunga er komin fram
um það á Hjaltlandi, að bjóða
íbúum eyjarinnar Tristan de
Cunha að setjast að þar, öllum
með tölu, og kom uppástungan
fram eftir að kunnugt varð, að
ákveðið hafði verið að flytja
íbúana til Bretlands og annast
um þá, þar til fundinn væri
staður þar sem þeir gætu vcrið
til frambúðar.
Tekið er fram af ráðamönn-
um á Hjaltlandi, sem hafa tekið
málið upp við brezku stjórnina,
að á Hjaltlandi myndu eyjar-
skeggjar búa við skilyrði, sem
í ýmsu væru lík þeim, sem þeir
hafa búið við: Eyjalíf við erfið
náttúruskilyrði og harða lífsbar-
áttu, þar sem viðurværið er í
greipar Ægis að sækja.
Verði þetta að ráði er ekki
minnst um það vert, að á Hjalt-
landi eru eyjarskeggjar vel-
komnir, að sögn ráðamanna þar.
Færi vel á því, ef svo greiðlega
gengi að leysa vandamál þeirra
flóttamanna \fegna náttúruham-
fara, sem hér er um að ræða.
Það var eldfjall, sem ekki
hafði gosið í 1000 ár, sem lagði
ey þeirra í auðn — en hún er
nú að hálfu sokkln í sæ, og þar
var þorp eða bær, þar sem þeir
bjuggu nær allir — og nefndist
Eldinborg. Þegar flytja varð þá
alla í skyndi til Næturgalaeyj-
ar kom framtíð þeirra þegar á
dagskrá. Og það er engin furða
Söfnunin.
Undanfarna daga hafa
eftirtaldir einstaklingar og !
i
starfsmannahópar afhent
Sveini Sæmundssyni blaða
fulltrúa, fjárupphæðir til !
styrktar Ríkharði Jónssyni' |
knattspyrnumanni.
Björgvin Schram kr. !
5000.00, H. Guðmundsson '
kr. 200.00, L-4 kr. 100.00, |
Starfsm. Slökkvistöðvarinn- )
ar í R.V.K. kr. .1275.00,
Breiðfirðingabúð, Sigmar
Pétursson, ágóði af dansleik
kr. 2478.00, Frá starfsfólki
Flugfél. íslands kr. 2280.00, (
Bílstjórar og starfsmenn |
Bifreiðastöðvar Reykjavíkur |
kr. 1785.00.
að strax kom fram beygur hana
varðanJi. Ekki þótti álitlegt að
láta Suður-Afríkustjórn taka
við þeim, sökum þess hver
stefna hennar er í kynþáttamál-
um, en íbúarnir eru kynblend-
ingar. Eitt blaðanna á Norður-
löndum segir:
íbúarnir, 280 talsins, búa í
steinkofum, sjúkdómar eru nær
óþekktir hjá þeim og afbrot eru
engin framin. Þetta fólk bjó á
afskekktustu ey heims. Það
þekkir óblíðu og duttlunga nátt-
úrunnar — nú blasir brátt við
þeim óblíða og duttlungar
mannanna. Hvernig fer þá. —
Kannske betur en horfði, ef
lausnin verður sú, að þeim verð
ur búinn samastaður við skil-
yrði lík þeim, sem þeir þekkja
— eru velkomnir — og búa við
brezka yfirstjórn áfram, eins
og þeir raunverulega gerðu á
Tristan da Cunha.
Mikil síld á
Akureyrarpoll
Mikið síldarmagn er komið Hannes Hafstein að veiðum og
inn á Akureyrarpoll og voru lætur nærri að samanlagður
bátar og áhafnir þeirra önnum
kafnar við að háfa síldina í
allan fyrrad. Talið er að 2500
málum liafi verið landað á Ak-
preyri í fyrrad. og fer það senni
lega allt í bræðslu.
Vísir átti í gærmorgun tal við
Kristján Jónsson forstjóra á
Akureyri og sagði hann að fyr-
ir um það bil mánuði hafi
nokkurt síldarmagn veiðzt inni
á Akureyrarpolli. Veiddi bátur
frá Nótabrúki Kristjáns Jóns-
sonar þá nokkur hundruð tunn-
ur, sem fóru til niðursuðu.
Nokkru seinna hvarf síldin
og hennar varð ekki vart aftur
að nokkru ráði fyrr en nú um
helgina. Á þriðjudaginn sendi
Kristján bát sinn, Vörð, út á
Akureyrarpoll og lét kasta eft-
ir síld. Fékk hann þá -rúmlega
600 mál, á miðvikudaginn fékk
hann yúmlega 700 mál og aftur
700 mál á fimmtud. Hann hefir
veitt um eða yfir 2 þúsund
mál á þrem dögum.
Síðan hafa fleiri bátar bætzt
við. í fyrrad voru auk Varð-
ar, Garðar, Súlan, Björgvin og
afli þeirra hafi numið um 2500
málum. í gær bættist sjötti
báturinn í hópinn, en það er
Pétur Jónsson. Bátarnir voru
allir búnir að kasta fyrir klukk-
an 10 í gærm., en ekki var vit-
að þá hve stór köst þeir fengu.
Þarna er um millisild að
ræða frá 20 og upp í 22 senti-
metra að stærð. Búizt er við
að aðalmagnið fari til bræðslu,
en þó hefur verið talað um að
frysta eitthvað af henni, og
jafnvel að sjóða niður. Þó
kvaðst Kristján hafa öðrum
hnöppum að hneppa í niðursuðu
verksmiðju sinni eins og sakir
stæðu, því þar hefur undan-
farið verið unnið af kappi við
að leggja niður (í dósir) mikið
magn af kryddsíld — gaffal-
bita — sem fer á Þýzkalands-
markað, og er þegar búið að
^emja um sölu á því.
Hitabylgja -
Myndin er frá Tristan da Cunha eyjaklasanum, þar sem „eldfjall, er svaf í þúsund ár“ vakn-
aði skyndilega, en gos úr þvi hafa nú lagt eyjuna í auðn. Þar bjuggu 280 manns sem nú er rætt
um að setja niður á Hjaltlandi.
Sýningar —
Framh. af 1. síðu.
haft gott af því, samt tel eg
þetta eiga betur við mig nú.
og abstrakt stefnur eru reynd-
ar orðnar svo margar, að það
þarf sérfræðinga til að kunna
skil á öllu því. Það er annars
svo margt, sem maður lærir af.
Auðvitað lítur það út eins og
karlagrobb, að segja frá því, en
eg fekk óvænta heimsókn í
sumar. Það var listfræðingur-
inn Dorothy Millér, aðstoðar-
safnstjóri við hið fræga safn í
New York, Museum of Modern
Art, hún keyþti af mér mynd
og sagði sitt af hverju fallegt.
Þetta er allt breytingum háð,
Auðvitað varð eg upp með mér,
en eg tel mig líka hafa lært mik
ið af að tala við frúna. Eg tel,
að frúin viti hvað hún segir, og
þetta var í rauninni .um tals-
verða upplifun að ræða að tala
við frúna.
Á morgun verða hengdar upp
til sýnis í Mokkakaffi myndir
oftir þyzka listamanninn og
fornfræðinginn dr. Tlay W.
Ilansen,
Myndir þessar eru bæði mál-
verk og teikningar af ýmsum
stöðum á íslandi, íriandi, Ítalíu,
Sviss, Noregi,, Svíþjóð og Fær-
eyjum. Ennfremur teikningar
af nokkrum þjóðkunnum ís-
lendingum, svo sem forseta ís-
lands og nokkrum listamönn-
um.
Frh. af 16. s.
til kl. 6 í gærkvöldi mældist
úrkoman alls 64 millimetrar,
eða .6.4 sentim. Hefir þá úr-
koman verið 60.4 lítrar á hvern
fermetra lands á sólarhring.
Þar eystra hefir úrkoman
stundum mælzt á annað hundr-
að millim. á hvern fermetra
lands á fyrrnefndum 24 klst.
Að því er veðurstofan tjáði
blaðinu í gærkvöldi eru horfur
á framhaldandi hlýju veðri,
vætusamrj og breytilegri vind-
átt.
Rafmagnið —
Framh at 1 síðu
Var rafmagnslaust í næstum
hálfa þriðju klukkustund. Að
vísu var rafmagnið að smákoma
aftur allan tímann, og var kom-
ið inn á síðustu spennistöðina
um kl. 22.00.
„Það hefur alltaf verið viss
hætta á þessu,“ sagði Valgarð
Thoroddsen yfirverkfræðingur
við Vísi í gærkveldi. „Það er
of mikið álag á stöðinni í Vall-
arstræti. Við höfum ætlað að
bæta úr því. Við vorum búnir
að semja um að fá að reisa
nýja spennistöð við Lækjargötu
4, Svo urðu eigendaskipti þar
fyrir nokkru og á nú að reisa
stórhýsi þarna. Við urðum því
að fresta byggingunni, en höf-
um fengið stað fyrir stöðina á
lóðinni Lækjargötu 8. Stöðinni
verður komið upp hið allra
fyrsta.“