Vísir - 14.10.1961, Side 3

Vísir - 14.10.1961, Side 3
Laugardagur 14. október 1961 r Eg labbaðí inn á Laugaveg... Laugavegurinn er hin mikla verzlunargata Reykja- víkur. Hann hcfir stöðugt verið að lengjast og teygist nú nærri tvo kílómetra og búð við búð alla leiðina. Eft- ir því sem verzlunin hefir aukizt hefir einnig farið að bera á því á síðustu árum, að hliðargötur hans, svo sem Skólavörðustígurinn og Klapparstígurinn vaxi einnig í áliti og svo kann jafnvel að fara, að Hverfis- gatan, sem liggur samhliða honum, taki að fylgja hon- um eftir. ★ Myndsjá Vísis birtir í dag nokkrar myndir af nýjum verzlunum við Laugaveginn og í nágrenni hans á Klapp- arstíg og Hverfisgötu. En margar glæsilegustu verzl- anir eru nú að rísa upp við þessa sögufrægu götu. Efst er mynd af Húsbún- aði h.f. sem er beint á móti ritsstjórnarskrifstofum Vísis og er stærsta einstaka búðin í Reykjavík. Grunnflötur hennar er 450 fermetrar. Á myndinni sést verzlunar- stjórinn Páll Guðmundsson ásamt viðskiptavinum. Páll er húsgagnaarkitekt að menntun. ★ Þá kcmur mynd af verzl- uninni Sif, sem er á horni Frakkastígs og Laugavegs. Hún var áður í sama húsi, en mjög lítil. Hefir hún nú stækkað og tckið undir sig allt plássið sem Hamborg hafði áður og um leið hefir húsnæðinu verið gerbreytt. Sif verzlar með undirföt, peysur, barnaföt og leikföng. Á myndinni sést verzlunar- stjórinn Elsa Breiðfjörð, sem áður hefir unnið m. a. í Markaðnum og hjá Báru. ★ Næsta mynd er í Gjafa- og snyrtivörubúðinni sem er í húsi Kristins Guðnasonar á Klapparstígnum. Á mynd- inni sést verlunarstjórinn Kristín Þórarinsdqttir, sem hefir áður verið í Hygia, en þær systurnar Sigríður og Lára Biering í Reykjavíkur Apóteki. Þar fyrir neðan er mynd af Guðrúnu Stefánsdóttur, sem hefir opnað Guðrúnar- búð í sömu húsakynnum og Framh. á 5.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.