Vísir - 14.10.1961, Side 7
Laugardagur 14. október 196.1
V í S I R
7
MYNDLISTjp
FðLSUÐ LISTAVERK.
Kunn er sagan um það, að
af þeim 2000 myndum, sem
Corot málaði, hafi 4000 ver-
ið seldar til Ameríku. Þess-
ar tölur eru ekki alltaf þær
sömu, því sagan er ekki
byggð á öruggum heimild-
um, heldur sögð til að vekja
eftirtekt á þeim mikla f jölda
málverka, er gerð háfa verið
af svo snjallri hermilist, að
ekki er auðvelt að greina
uppruna þeirra. Vafalaust
hefur verið tiltölulega auð-
velt að falsa málverk eftir
þennan 19. aldar meistara,
en því eldri sem fyrirmynd-
in er, því erfiðara hlýtur
þetta að vera og kemur þar
margt til, svo sem fjarlæg-
ari stíll, ólíkur hugsunar-
háttur, öðruvísi efni og
vinnutækni, persónuleg sér-
kenni svo og það, sem tím-
ans tönn áorkar og líkja þarf
eftir, svo allt verði trúlegast.
Mörgum hefur þó tekizt að
yfirstíga þessa örðugleika
svo vel, að lærðustu sér-
fræðingar hafa látið blekkj-
ast, eða átt erfitt með að
kveða upp dóm um það,
hvað falsað sé eða ekki.
Þegar verk einhvers lista-
manns hafa hækkað mjög
í verði og eru orðin eftir-
sótt, þá er hætt við, að ein-
hverjum komi til hugar að
gera stælingar og selja þser
sem ósvikna vöru, því hér
er fljóttekin og mikill gróði
driffjöðrin. Alkunnugt er,
að málverk eftir Van Gogh
voru lengi vel óseljanleg,
nema þá fyrir lítinn pening,
en þegar þau hækkuðu
skyndilega í verði og fjár-
sterkir aðilar vildu greiða
offjár fyrir þau, þá stóð ekki
á eftirlíkingum. Er þar
einkum kunnur maður að
nafni Wacker, er seldi mörg
fölsuð málverk dýrum dóm-
um, en sérfræðingur í list
van Goghs taldi mörg þeirra
vera ekta. Að vísu er aldrei
útilokað að listaverk komi
í leitirnar eftir þá, sem hafa
verið lítils metnir meðan
þeir lifðu eða fallið í
gleymsku en verið uppgötv-
aðir og orðið frægir löngu
eftir dauða sinn. eins oa t.d.
hollenzki málarinn Ver-
meer.
Það er ekki svo ýkjalangt
síðan að ein ótrúlegasta
sagan um fölsun málverka
varð kunn. Það var hol-
lenzki málarinn Jan van
Meegeren sem málaði mynd-
ir „eftir Vermeer” og gat
selt þær fyrir ógrynni fjár,
en allir undruðust að enn
skyldu finnast verk eftir
þennan gamla og ágæta
meistara. Hér var í mikið
ráðizt, því fáir munu erfið-
ari viðfangs í þessu tilliti en
Vermeer.
Jan van der Meer hét
hann, en er venjulega
nefndur Verméer van Delft,
til aðgreiningar frá lista-
mönnum með sama nafni í
öðrum borgum, en í Delft
átti hann heima1 alla æfi,
1632-1675. Sama sem ekkert
er vitað um hann og eru
ýmsar ágizkanir byggðar á
myndum hans sjálfs. Þó er
það kunnugt, að hann hefur
vex-ið vel virtur borgari og
mikils metinn af listbræðr-
um sínum í myndlistarfélagi
heilags Lúkasar í borginni,
en í því gegndi hann trún-
aðarstörfum og var síðast
formaður þess. Svo féll nafn
hans og list í gleymsku þar
til seint á 19. öld, að hann
var uppgötvaður og snilld
hans var öllum Ijós. en þá
voi'u sum máiverk hans
eignuð öðrum. Síðan hafa
verið skrifaðar fjöldi rit-
gerða og bóka um list hans
en af málverkum hans eru
nú aðeins um 40 kunn' og
talin áreiðanle.ea eftir hann.
Þau eru nú miklir dýrgripir
á söfnum.
jpiest málverka hans eru
innimyndir og á mörgum
er ein kona og sýslar við eitt
eða annað, les bréf eða hellir
rnjólk úr könnu, en á öðrum
eru fleii'i persónur. Litirnir
eru fremur kaldir en lýs-
andi, nákvæmni víða mikil
en truflar ekki heildina,
útlínur allar með sérstakri
mýkt og yfir öllu einhverjir
töfrar, sem fræðimenn hafa
átt erfitt með að skilgreina,
sem ekki er að undra. Tján-
ing hans hefur verið mjög
persónuleg og honum hefur
K"I1? frændi
tekizt að losa sig við ríkj-
andi hefð síns tíma og^fara
eigin leiðir. Hvað viðfangs-
efni snertir hefur hann verið
nokkuð einhliða og líklega
talið þau skipta minna máli
en meðferðin. Proust sagði
um myndir hans, að „þar er
alltaf sama borðið, sami
dúkurinn, sama konan og
sama sérstæða fegurðin”.
Aðeins eitt málvei'k hans er
trúarlegs efnis og hefði það
átt að geta vakið toi’tryggni
gagnvart fölsunum Meeger-
ens, sem allar voru af þeim
toga spunnar.
Skömu fyi'ir síðai’i heims-
styrjöldina var listasafni í
Rotterdam boðið áður
óþekkt málverk eftir Ver-
meer. Kristur í Emmaus.
Allar þekktar aðferðir voru
notaðar til þess að komast
að raun um, hvort það væri
ósvikið og ekkert kom í Ijós.
er bent gætj tii annars.
Þekktur listasali sem talinn
var öruggur. bauð málverk-
ið.. en það var talið hafa
verið í ítölsku safni. Svo var
það keypt fvrir 600.000
gyllini og vaktí mikla at-
hygli og.var mikið skrifað
um þetta nýfundna lista-
verk. Svo hófst stríðið og
Holland var hernumið en
bá kom annað má'verk fram
í dagsins ljós og var það
merkt, sem þótti taka af öll
tvímæli um uppruna þess,
þótt ekki væi’i það nsin
sönnun. Ekki þótti samt allt
með felldu. Myndbyggingin
þótti nokkuð gölluð og tján-
ing efnisins ekki í góðu sam-
ræmi við hugsunarhátt 17.
aldar. Samt var þetta mál-
verk einnig keypt dýru
verði og sett í minni háttar
safn.
í
Meegeren seldi 4 málverk
í viðbót „eftir Vermeer” og
sennilega hefur hann fals-
að einhver eftir aðra gamla
meistara Varð hann auðug-
ur maður á skömmum tíma.
jjvo lauk styrrjoldinni með
fá'li Hriðja ríkisins og
brugðu þá Aineríkumenn
skjótt við að kanna listasafn
Görings. Kom þá í ljós, að
þar var eitt málvei'k eftir
Vermeer. Vildu Hollending-
ar að sjálfsögðu fá upplýs-
ingar um, hvaðan það væri
þangað komið og var slóð
þess þá rakin, en upphaf
hennar reyndist vera hjá
Meegeren. Göring hafði ekki
„tekið” þetta listaverk, held-
ur keypt það fyrir hálfa aðra
milljón gyllina. Slík við-
skipti við erkióvininn var
talið stórvægilegt afbrot, og
til þess að bjarga lífi sínu
varð Meegeren að segja hið
sanna. En sögu hans var
ekki trúað fyrr en hann mál-
Sannarlega hefir íslenzk
blaðamennska oft lotið lágt,
og Kiljan segir á einum stað,
að því vei’ði ekki á móti mælt
að íslenzk dagblöð séu yfirleitt
rituð fyrir frumstæðari lesend-
ur en almennt gerist, a.m.k. á
Norðurlöndum og meðal engil-
saxneskra þjóða. Máske er það
rétt. Að minsta kosti held ég að
sjaldan hafi lægra lotið verið
í skrílblaðamennsku en í mánu
dagápistli Jóns Reykvíkings þ.
25. sept. 1961.
Pistillinn fjallar um skáld-
ið og manninn Kristmann Guð
mundsson, og skal það sti’ax
tekið fi'am, að hvorki er ég ná-
kunnugur skáldinu né mann-
inum og má það einu gilda í
þessu efni, pistillinn gæti eins
verið um þig eða mig og er það
kjarni málsins.
Fi’elsi er fagurt hugtak og
prentfrelsi er sjálfsögð mann-
réttindi en allt frelsi leggur
þeim skyldur á herðar er þess
nýtur. Jón Reykvíkingur nýtur
prentfreJsis. en skilur ekki þær
skyidur sem því fylgja.
Hver er Jón Reykvíkingur?
Hvað vakir fyrir menntuðum
manni sem þykist þafa fullt
vit. að vega að meðbróður sin-
um úr launsátri og ata hann
þvílíkum óþvei'ra, að slíks
munu engin dæmi á opinber-
um vettvangi.
Samband við
tunglið.
Stærsti radíó-sjónauki í
Bandaríkjunum verður senn
tekinn í notkun við Stanford-
hóskóla í Kaliforníu.
Tæki þetta á að senda og taka
við merkjum frá tungli og öðr-
um hnöttum. Það kostar um 15
milljónir króna og er 45 metrar
i þvermál.
aði — sjöundu og síðustu —
myndina eftir Vermeer og
undruðust þá allir stórlega
færni mannsins og dirfsku.
Meegeren dó í fangelsi
árið 1947, en mörgum árum
síðar var haldin sýning á
hans eigin málverkum er þá
fengu sama dóm og áður, að
þau væru afar léleg lista-
verk. Tækni hans og hag-
leikur var svo undrum
sætti, en skapandi kraft
vantaði. Hann gat ekki mál-
að sín „eigin” verk, en
„annara” vei'k með þeim
ágætum, að sérþekkingin
varð fyrir alvarlegu áfalli.
F.
Ekki getur það verið fjár-
hagslegur ábati, því vart verð
ur hann loðinn um lófana
vegna í'itlaupanna. Og jafnvel
þó Gróa á Leiti gægjist fram í
greininni, trúi ég þó ekki að
slúðureðli mannsins hafi knúið
hann til þess að skrifa pistil-
inn. Hitt held ég' að hverjum
þeim sem les þennan viðbjóð
með athygli verði strax ljóst.
Maðurinn er hræddur við ævi-
sögu Kristmanns, eða hví er
honum svo í mun að telja les-
endum trú um að skáldið sé ó-
tíndur lygari, að honum nægir
ekki að segja það einu sinni i
greininni heldur fjórum sinn-
um. En allir vita að hræddur
maður er ekki „normal“, og
máske skiptir það minnstu
máli hvaða sálfræðileg rök
knúðu þennan sjúkling til
blaðaski-ifa, en hitt verður
ki-afa lesenda íslenzkra blaða,
að ritstjórar veiti ekki viðtöku
slíkum geðbilunarskrifum.
Jóni Reykvíking verður tíðrætt
um menntunar- og menningar-
leysi Kristmanns Guðmunds-
sonar, og ef til vill er hann
sjálfur langskólagenginn, en
hvað er ljósari vottur menn-
ingarleysis en pistill hans í
Mánudagsblaðinu og menntun
Jóns Reykvíkings liefir borið
sorglega lítinn ávöxt.
Megum við biðja um færri
menntaða rudda og fleiri menn
ingarlega sannmenntaða menn.
Gunnar Árnason,
frá Hóluni.
★ Dr. Carlos Morales Guillen
aðalfulltrúi Bandaríkjanna
hjá Sameinuðu þjóðununi
sagði í ræðu í gær undir
hinum plmennu umræðum.
að smáþjóðirnar í samtök-
. unum hefðu aldrei skilið
betur en nú mikilvægi gildh
samtakanna fyrir þær. Hann
Iýsti sig mótfallinn þriggja
manna framkvæmdastjórn.
Þetta er ekki hægt.