Vísir


Vísir - 14.10.1961, Qupperneq 8

Vísir - 14.10.1961, Qupperneq 8
8 Laugardagur 14. oktober 130.1 UTGEFANDI: BLAÐAUTGAFAN VISIR Ritstiórar: Hersteinn Pólsson, Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstióri: Axel fhorsteinsson. Fréttastjór- ar: Sverrir Þórðarson. Þorsteinn Ó Thorarensen. Ritstiórnarskrifstofur: Laugavegi 27. Auglýsingar og afgreiðsla: Ingólfsstrœti 3. Áskriftargjald er krónur 45.00 á mónuði — í lausasölu krónur 3.00 eintakio. Sími 1 1660 (5 línur) — Félags- prentsmiðjan h.f., Steindórsprent h.f., Edda h.f. Gjöf úr rangri átt. Eitt helzta viðundur kommúnista hér á landi, Þorvaldur Þórarinsson lögfræðingur, hefir skrifað grein í Þjóðviljann, þar sem hann fer hamförum yfir þeirri ósvinnu Bandaríkjastjórnar að gefa Háskóla Islands 5 milljónir króna til raunvísindastofnunar. Telur Þor- valdur óheimilt að taka við gjöfinni og eigi forseti Bandaríkjanna að biSja afsökunar á því að gjöfin skyldi hafa verið gefin. Enginn vafi leikur á því, að Þorvaldur Þórarinsson og aðrir slíkir hefðu sleikt út um, ef einhver smágjöf hefði borizt aS austan og ekki heimtað neina afsökunar- beiSni. Annars virðist Þorvaldur búinn aS gleyma því, þegar hann sleikti út um vegna Rockefellerstyrks, sem hann fékk fyrir all-löngu. Þá þóttu dollararnir harla góðir — jafnvel handa kommúnistum. En það var í þann tíð, þegar kommúnistafor- ingjarnir í Kreml hötuðu ekki Bandaríkin. ÞaS var í þann tíð, þegar sjálfur Einar Olgeirsson gerði um það tillögu — vafalaust með heimild húsbænda sinna í Kreml — að við bæðum Bandaríkin um að veita okkur vernd gegn vaxandi veldi nazista. Nú er stefnan önnur í Kreml — og eftir höfðinu dansa limirnir. Kremlverjar telja enga þjóð kommún- ismanum erfiðari í skauti en Bandaríkin — og sam- kvæmt því skrifa sprellikarlar eins og Þorvaldur Þór- arinsson. Gegn leynivínsölum. Eins og Vísir greindi frá um miðja vikuna, hafa hér í bæ verið stofnuð samtök gegn leynivínsölu, og er vitanlega allt gott um slíka starfsemi að segja. Leynivínsala er smánarblettur á þjóðinni en fyrst og fremst Reykjavík, þar sem hún er áreiðanlega meiri en nokkurn grunar. Talsvert hefir áunnizt í baráttunni gegn þessum ófögnuði síðustu ár og mánuði, en betur má ef duga skal, og þótt mönnum sé almennt ekki gefið um leyni- félög, mun óhætt um það, að ekki verður hægt að uppræta leynivínsöluna með öðru móti en þeim að- gerðum, sem þessi félagsskapur ætlar að beita. En í tilkynningu þeirri, sem birt hefir verið í blöð- um um stofnun og starfsemi félagsskapar þessa er atriði, sem krefst nánari athugunar. Þar segir m.a., að félagið hafa í höndum sannar upplýsingar um afbrot gegn 14 ára telpu — afbrot leynivínsala gegn henni. Hefir félagið látið yfirvöldunum þær upplýsingar í té? Af tilkynriingu þess verður ekki séð, að svo hafi verið gert, en ætti vitanlega að vera fyrsta skylda þeirra, sem komast að slíku. Hafi félagiÖ ekki gert það, hefir það brugðizt skyldu sinni á sinni fyrstu göngu. Raoul Salan hershöfðingi hefur dauðann vofandi yfir höfði sér. Hér sést hann ásamt dóttur sinni sem fylgdi honum í útlegð. ! I Stóri fiskurinn slapp. Spænska stjórnin hef- J ur gripið til aðgerða til aS gera foringja franskra öfgamanna óvirka. Hún hefur látiS handtaka 20 —30 franska öfgaseggi sem dvalizt hafa í Madrid og skipulagt þaðan kerfi óaldarflokks ins OAS. MeSal hinna handteknu eru Pierre Lagaillarde og Joseph Ortiz. Þeim verður ekki varpað í fangelsi, en síð- ustu fregnir herma, að þeir verði fluttir til Balear-eyjanna og hafðir þar undir ströngu eftir- liti spænsku lögregl- unnar. Salan slapp. Það hefir hinsvegar vakið nokkra athygli, ,að höfuð- paur andspyrnunnar gegn de Gaulle, hersöfðinginn Raoul Salan var ekki meðal hinna handteknu. Á sama degi og spænska lögreglan lét til skarar skríða heyrðist rödd, hans gegnum leynistöð OAS hreyfingarinnar í Alsír, þar sem hann hvatti ev- rópska landnema til að rísa upp gegn de Gaulle og taka stjórn Alsír í eigin hendur. Var Salan þá staddur í Alsír? Talaði hann sjálfur í beint í hina leynilegu út- í varpsstöð? — Nei, slíkt er ^ álitið ótrúlegt, heldur mun í hann hafa ^alað inn á segul- ■» band sem hefur verið flutt ;! til Alsír. í Það hefur lengi verið mik- il gáta, hvar Raoul Salan sé niður kominn. Hann er vafa- laust sá maður sem getur reynzt de Gaulle skeinuhætt- astur. Hann nýtur enn mik- illar virðingar innan franska hersins og ef herinn gerði á endanum byltingu gegn de Gaulle er varla vafi því, að Salan yrði kallaður til að taka að sér hernaðar- einræði. í Alsír eða á Spáni? Ýmsar fréttir og ósam- kvæmar hafa verið á flugi um verustað Salans. Stund- um er því haldið fram að hann leynist í hálendi Alsír, en þess á milli berast flugu- fregnir af því, að hann hafi sézt suður á Spáni, í Madrid eða Barcelona. Svo virðist sem frönsk yfirvöld hafi reiknað með því að hann sé á Spáni. Styrktist sú skoðun nokkuð við það, að franska blaðið Paris Match birti ný- lega myndir af honum, sem það sagði að Ijósmyndari þess hefði tekið fyrir skömmu i felustað hans á Spáni. Á myndum þessum sézt hann ásamt 17 ára dóttur sinni Dominique, sem hefur fylgt föður sínum í útlegð- ina. í frásögn með þessum myndum var sagt, að Salan lifði heldur ömurlegu lífi. Hann hefði verið dæmdur til dauða og ætti aftöku yfir VWWWWW ----- höfði sér hvenær, sem franska lögreglan næði í hann. Mótleikur Frakka. Það er enginn vafi á því, að hermdarverkamenn OAS hafa haft aðalbækistöðvar á Spáni. Þaðan hafa streymt hinar hættulegu ' plast- sprengjur, sem hafa valdið dauða og slysi á fjölda manns. Franska stjórnin bar margsinnis fram mótmæli við Franco vegna þessa. Lengi vel bar það engan ár- angur, þangað til de Gaulle greip til kænskubragða. Svo einkennilegavildi til aðfjöldi spænskra flóttamanna dve'lj- ast í Frakklandi, þó þeir hafi haft hægt um sig. í síðastliðnum mánuði gerðist það að hópur spænskra flóttamanna gerði árás á landamærastöð á landamærum Frakklands og Spánar Hópurinn var undir forustu hins fræga spænska bardagamanns E1 Campesino. Unnu þeir á landamæravörð- unum og hurfu síðan á brott.. Sagt er að Franco einræð- isherra hafi brneðið i brún við þetta. Herferð Campesin- os gat orðið . til þess að kveikja að nýju ófriðarbál um gervallan Spán. Auðvitað mótmæltu Snánverjar árás- inni, en frönsku embættis- merínirnir svöruðu ibyggnir: — Því miður, við getum ekki ráðið við hópa flótta- manna, sem dveljast í land- inu. Ekki stóð á árangrinum. Einn góðan veðurdag sá- ust hópar löereglumanna gera útrás í Madrid. Á Framh ð bls. 5.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.