Vísir - 18.10.1961, Blaðsíða 6
6
VISIR
Miðvikud. 18. október 1961
Togaraútvegsmenn í Þýzkalandi
krefjast 400 millj kr. ríkisstyrks
I danska fiskimálaritinu
„Dansk Fiskeritidende“ frá
22. sept. s.l. birtist athyglis-
verð grein frá fréttaritara
blaðsins í Bremerhaven í Vest
ur-Þýzkalandi um kröfur
þýzku togaraútgerðarinnar á
hendur þýzku ríkisstjórninni
11« byggingarrekstursstuðn-
ing. Fer greinin hér á eftir í
þýðingu.
Vestur-þýzkir togaraútvegs
menn kref jast ríkisstuðnings,
er nema skuli 37,4 millj.
marka (rúml. 400 millj. kr.)
árlega í 5 ár. Skal féð notað
til greiðslu vaxta og þess hátt
ar í a. m. k. eitt ár, til stuðn-
ings við niðurrif skipa án
kröfu um að nú skuli byggð
í staðinn og til almennra ráð
stafana til að bæta söluað-
stöðu (verðlagsgrundvöll).
Auk þessa óska vestur-
þýzkir útvegsmenn rannsókn-
arskips, sem kosti 1.2 millj.
marka.
Samband togaraeigenda
hefur ritað bréf til Adenau-
ers kanzlara, matvælaráðherr
ans og fjármálaráðherrans,
þar sem alvarlega er vakin
athygli á kreppuástandinu.
Forstöðumenn stjóma strand
héraðanna þ. e. Bremen, Ham
borg, Kiel og Hannðver hafa
fengið svipaðar ábendingar.
Á það er lögð áherzla, að
tilvera allrar vesturþýzku
Kom ekki til Bizerte
sá engar fjöldagrafir.
Harðar deilur eru upp
komnar út af skýrslu rann-
sóknanefndar Alþjóðanefnd-
ar lögfræðinga, sem fór til
Túnis til þess að rannsaka á-
sakanir um hryðjuverk.
Eins og þegar hefur verið
getið hafa þrír kunnir lög-
fræðingar lýst yfir, að þeir
vilji ekki vera á nokkurn
hátt bendlaðir við skýrsluna.
— Einn fulltrúanna í rann-
sóknanefndinni, Mr. Gardiner
sem er brezkur, segir um
þetta um nefndina og störf
hennar, að hann sé fyllilega
sannfærður um, að hann hafi
ekki „skrifað undir neitt, sem
hann telji ekki rétt“.
„Ég var beðinn að fara til
Túnis. Hvort ég hafi átt að
takast þetta verkefni á hend-
ur getur verið athugunarefni
fyrir Alþjóðanefndina, en ég
hafði enga ástæðu til að vera
vilhallari öðrum aðilanum en
hinum. Ég er vinur Frakk-
lands og eru engar sakir
bomar á Frakkland eða
Frakka — aðeins á fallhlífa-
lið þeirra. Hinir tveir lögfræð
ingarnir, sem fóru með mér,
eru sömu skoðunar.
Það er satt, að við fórum
ekki til Bizerta til rann-
sókna á staðnum sjálfum —
en franska stjómin og
franska herstjórnin neituðu
að leyfa okkur að fara þang
að.
Við sáum engar fjölda-
grafir, en við skrásettum
vitnisburð norsks prests,
belgískkra og tyrkneskra
lækna, amerískra, brezkra
og franskra blaðamanna —
manna, sem við töldum víst,
að myndu segja satt“.
Frakkar segja, að flest
vitnin hafi verið túnisk — og
því sé haldið fram, að verstu
hryðjuverkin hafi verið fram-
in í Bizerta Medina, en þang-
að hafi franskt herlið alls
ekki komið.
togaraútgerðarinnar sé í
hættu, ef sambandsstjómin í
Bonn grípi ekki í nánustu
framtíð til mjög ákveðinna
hjálparráðstafana.
Sökina á hinum hættulega
hallarekstri er ekki að finna
hjá togaraútgerðinni sjálfri.
Sem aðalástæður eru eftirfar-
andi atriði talin:
1. Hinir miklu styrkir, sem
erlend útgerð nýtur.
2. Hið mikla frjálsræði,
sem gildir um innflutning á
fiski til Vestur-Þýzkalands,
sérstaklegq hinn skipulags-
lausi innflutningur Svía á
síld.
3. Missir þýðingarmikilla
veiðisvæða vegna útfærslu
fiskveiðitakmarka við Island,
Noreg og Færevjar.
4. Sífellt vaxandi aflabrest-
ur á hinum venjulegu fiski-
miðum vegna líffræðilegra og
haffræðilegra aðstæðna.
5. Verðhrunið á heims-
markaðinum á fiskimjöli eft-
ir að til skjalanna kom stór-
framleiðsla í Perú og verð-
felling í kjölf^toh^.
Að lokum er bent a, .að hið
hættulega hrun fiskveiðanna
muni valda stórtjóni fyrir
flutningaskipafyrirtæki og
skipabyggingariðnaðinn.
Þáð hefur kvisast frá Bonn,
að Schwartz, matvælaráð-
herra, hafi átt leynilegar við-
ræður vi ðfulltrúa frá Brem-
en og Neðra Saxlandi um
Rannsókn á morði
forsætisráðh. Undri.
Vemdargæzluráð Samein-
uðu þjóðanna hefur sam-
þykkt að rannsaka skuli taf-
arlaust morðið á forsætisráð-
herra Urundi, sem framið var.
föstudag í fyrri viku.
Hann var skotinn til bana,
er hann neytti miðdegisverð-
ar á garðhjalla utan veitinga-
húss ásamt nokkrum ráð-
herra sinna.
Forsætisráðherrann, Rwa-
gasore prins, var hæfður riff-
ilskoti í hálsinn. Morðinginn
hafði leynzt í runnum. Hand-
tökum hafa að sögn átt sér
stað, en ekki hefur verið til-
kynnt neitt um, að tekizt
hafi að hafa hendur í hári
morðingjans. — Urundi er
suðurhluti „tvíburaverndar-
gæzlulandsins“ Ruanda-Ur-
undi. Almennar þingkosning-
ar fóru fram í september til
undirbúnings fullu sjálfstæði.
— Belgar fara þarna með
verndargæzlu.
Það er þriggja manna
nefnd, sem rannsakar morðið.
Einn nefndarmanna, frá Gui-
neu, hefur fyrirfram kveðið
upp þann dóm, að Belgar beri
ábyrgð á morðinu, og að for-
sætisráðherrann hafi jafnvel
verið myrtur að undirlagi
þeirra.
• Bandaríkin hafa nýlega kvatt
73.000 varaliðsmenn til þjálf-
unar.
• Juliana Hollandsdrottning og
Bernhard prins malci hennar
flugu fyrir skömmu til Parísar
frá Haag til þess að ncyta há-
degisverðar með De Gaulle for-
seta. Þau fóru heim aftur sið-
degis sama dag.
skjóta fjárhagsaðstoð, en
þessi héruð ráða yfir stærstu
mörkuðunum í Bremerhaven
og Cuxhaven með veiðiflota,
sem nemur 108 þar af 48 stór-
togurum, en heildartogara-
flotinn þýzki er 193 togarar
þar með taldir 15 verksmið ju-
togarar.
Þess má geta hér, að ís-
lenzka togaraútgerðin nýtur
engra opinberra styrkja í
neinni mynd.
Nýr forstöðu-
maður HMSK
Við hátíðlega athöfn, er
fram fór í Handíða- og mynd-
listaskólanum mánudaginn
16. þ. m. tók hinn nýi for-
stöðumaður skólans, Kurt
Zier rektor formlega^ við
starfi skólastjóva af Lúðvíg ’
Guðmundssyni, sem stofnaði
skólann haustið 1939 og verið
hefur forstöðumaður hans æ
síðan, að frátöldum sjúkraor-
lofum.
1 kveðjuræðu sinni rakti.
Lúðvíg að nokkru baráttu-
sögu skólans og árnaði hon-
um, nemendum hans, kenn-
urum og hinum nýja forstöðu
manni allra heilla. I lok ræðu
sinnar tilkynnti Lúðvig, að
hann hafi stofnað til heiðurs-
merkis, er verði veitt þeim
nemanda úr hverri hinna
þriggja föstu dagdeilda skól-
ans — myndíistardeildar,
teiknikennaradeildar og vefn
aðarkennaradeildar, — er að
dómi kennara og prófdóm-
enda hefur náð glæsilegustum
námsárangri að loknu 2ja
ára námi i skólanum.
Fyrir hönd nemenda skól-
ans flutti ungfrú Gerður Hjör
leifsdóttir, sem nú er nem-
andi í vefnaðarkennaradeild-
inni, Lúðvíg hlýleg kveðjuorð
og afhenti honum frá nem-
endum fagran blómvönd.
Að lokum flutti Kurt Zier
kveðju- og þakkarorð til Lúð-
vígs Guðmundssonar fyrir hið
merka brautryðjendastarf, er
eftir hann liggur. Minntist
Zier með þakklæti þeirra tíu
ára, er hann var yfirkennari
skólans (1939—’49). Ávarp-
aði Zier þá nemendur og kenn
ara skólans.
• Þótt mikið rigni á Bretlandi
liafa menn áhyggjur af þvi, að
ekki verði nægar vatnsbirgðir I
landinu iengur en til ársins
1965. Hér er átt við vatn, sem
notað er til drykkjar, við mat-
argerð o. s. frv.
• Frestað hefur verið að halda
sovézka sýningu i Oklahoma
City í Bandaríkjunum og banda
rískri sýningu, sem halda átti
í Sovétríkjunum.
• Þingið í Eþíopíu kemur saman
5. nóvember, en á þeim degi
verða 31 ár liðin frá krýningu
Haile Selassie keisara.
Stuldur
varðar lífláti.
Tveir samyrkjubændur í
Búlgaríu voru nýlega dæmdir
til lífláts fyrir matvælaþjófn-
að á samyrkjubúinu.
í frétt frá Vínarborg seg-
ir, að þetta hafi gerzt í Plewn
og hafi þar farið fram rétt-
arhöld til að svo liti út sem
réttlætinu yrði fullnægt. —
Margir aðrir fengu langa
fangelsisdóma fyrir þjófnað.
1 hinum kommúnistísku
lögum, sem í gildi eru í Búlg-
aríu eru ákvæði sem heimila
líflátshegningu fyrir stuld frá
ríkinu.
ÞAÐ
er reynzla ^
hinna mörgu auglýs-
enda,
AÐ
það er erfitt
' að leysa vandann,
EF
auglýsing í Vísi
getur ekki leyst hann.
Auglýsingasímar
VÍSIS eru:
11660 „g 11663