Vísir - 18.10.1961, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 18. október 1961
V f S I R
9
stóraukin
mega byggja á því dóm um fjár-
stjórnina, hversu til tækist að
þessu leyti, og oft verið harð-
lega deilt á ríkisstjórn fyrir um-
frameyðslu, ef útgjöld sam-
kvæmt reikningi hafa orðið
verulega hærri en fjárlög.
Stundum eru greiðslur umfram
áætlun fjárlaga óhjákvæmileg-
ar, svo sem er óvæntir atburðir
og óhöpp ber að höndum. Hinu
er ekki að neita, að umfram-
greiðslur hafa að einhverju
leyti stafað af of litlu aðhaldi
og aðgæzlu.
Ef athuguð eru fjárlög og
ríkisreikningar síðustu 30 ára
kemur í Ijós, að á hverju ári
hafa einhverjar umframgreiðsl-
ur orðið. Styrjaldarárin er ekki
rétt að taka til samanburðar
vegna hinna sérstöku aðstæðna
þá. Á árunum 1946—1958 voru
umframgreiðslur að meðaltali
9 af hundraði, lægstar árið 1950;
Árið 1959 urðu þær aðeins
0,8 af hundraði og höfðu ekki
orðið jafnlágar fyrr.
Árið 1960 urðu rekstursgjöld-
in hins vegar lægri en fjárlög
gerðu ráð fyrir eins og fyrr er
getið, um 3,7% undir áætlun.
Við stjórn fjármálanna þarf
jafnan að hafa vökult auga á
tvennu: Undirbúa fjárlögin sem
vandlegast, og áætla tekjur og
gjöld sem næst sanni, og fylgja
fjárlögunum í framkvæmd með
sem mestri nákvæmni, aðgætni
og festu.
★ Horfur um afkomu
ríkissjóðs 1961.
Um afkomu ríkissjóðs í ár
verður ekki sagt með fullri
vissu að svo komnu máli. Fram-
an af árinu voru þa.ð aðflutn-
ingsgjöld, sem virtust ætla að
reynast minni en búizt var við.
Það stefndi enn í sömu átt og
á fyrra ári, að samsetning inn-
flutningsins breyttist, innflutn-
ingur hátollavara dróst saman
og tolltekjur minnkuðu af
v hverri krónu innflutningsverð-
mætis.
Það gerir alla spádóma um af-
komu ársins óvissari, að ekki er
hægt að byggja nú á reynslu
mánaðanna júní, júlí og ágúst
vegna þeirra truflana um inn-
flutning og aðflutningsgjöld
sem verkföllin og afleiðirigar
þeirra orsökuðu.
Það er sýnt að útgjöld ríkis-
sjóðs í ár hækka vegna kaup-
hækkana og gengisbreyttngar
um a. m. k. 62 millj. króna.
Skiptist sú fjárhæð þannig að
um 35 millj. eru vegna 13.8%
launahækkunar til opinberra
starfsmanna, um 17 millj. vegna
13.8% hækkunar til almanna-
trygginga, og um 10' millj.
vegna hækkunar erlends gjald-
eyris.
Á móti þessum auknu út-
gjöldum kemur sá tekjuauki
ríkissjóðs, sem stafar af hækk-
un aðflutningsgjalda vegna
gengisbreytlngar. Sú tekju-
'aukning mun þó ekki gera betur
en að vega upp hin auknu út-
gjöld, sem nú voru talin.
í gildandi fjárlögum eru á-
ætlaðar 38 millj. króna vegna
lána, er lenda á ríkissjóði vegna
ríkisábyrgða. Það er ljóst að
þessi útgjöld verða í ár míklu
hærri og stafar það fyrst og
fremst af hinum miklu fjár-
hagsörðugleikum togaranna.
Með 6. gr. bráðabirgðalag-
anna frá 3. ágúst s.l., um ráð-
stafanir vegna ákvörðunar um
nýtt gengi ísl. krónunnar var
ákveðið, að hlutj af gengishagn-
afkomu ríkissjóðs, þá gefur hún
vísbendingu. Þó verður að taka
öllum slíkum samanburði á
milli ára með fyrirvara, því að
sérstakar ástæður geta komið
til. Þannig varð yfírdráttur rík-
issjóðs óvenju hár nú á miðju
sumri vegna þess, að aðaltekju-
lind ríkissjóðs, aðflutnings-
gjöld, þornaði upp að mestu
meðan verkföllin stöðvuðu af-
greiðslu á vörum til landsins.
Komst yfirdrátturinn þá hæst í
200 milljónir. Varð málgögnum
stjórnarandstæðinga svo mikið
um þessi tíðindi, að þau töldu
ríkissjóðinn á heljarþremi og
viðreisnarráðstöfunum. — Það
var til orðið í ölduróti hinna
gagngeru breytinga, sem gera
þurfti í þjóðfélaginu, til þess að
koma á jafnvægi í stað margra
ára misvægis, frelsi í stað fjötra.
Frumvarpið fól í sér marghátt-
aðar breytingar í sambandi við
þá viðleitni að stuðla að jafn-
vægi efnahags, efla almanna-
tryggingar, lagfæra skatta- og
útsvarskerfið.
Þegar næsta fjárlagafrum-
varp var lagt fyrir Alþingi, í
október 1960, bar það mjög svip
þess, að óðum stefndi til aukins
jafnvægis í efnahagsmálum.
Áhorfendur á þingpöllum hlýða á fjárlagaræðuna í gærkvöldi.
aði skyldu notaður til þess að
létta byrðar ríkissjóðs vegna á-
fallinna ríkisábyrgða í þágu at-
vinnuveganna. Á þessu stigi er
erfitt að segja fyrir um hversu
háar ábyrgðargreiðslurnar
verða í árslok og um hitt hve
stór verði hlutur ríkissjóðs af
gengishagnaðinum eða hvenær
hann greiðist inn. En þegar
meta skal horfur um afkomu
ríkissjóðs á árinu er rétt að líta
á viðskiptalán hans í Seðla-
bankanum.
★ Yfirdrátturinn í
Seðlabankanum.
Ríkissjóður hefur um langan
tíma haft viðskiptalán hjá Seðla
bankanum. Þetta viðskiptalán,
sem kallað er ,,yfirdráttur“, er
fyrst og frerns* til þess ætlað,
að mæta árstíðasveiflum, Yfir-
drátturinn er mjög mismun-
andí hár á ýmsum tímum árs,
— skuldin er lægst um áramót.
Útgjöld ríkisins eru mest að
sumarlagi, þegar verklegar
framkvæmdir eru í fullum
gangi. Tekjurnar koma misjafnt
inn, yfirleitt betur síðari hluta
árs. Þótt staða ríkissjóðs gagn-
vart Seðlabankanum á hverjum
tíma sýni ekki örugga mynd af
spáðu því, að 200 millj. króna
halli yrði á ríkisbúskapnum ár-
ið 1961.
Ef borin er saman skuld rík-
issjóðs við Seðlabankann 17.
okt., þ. e. í dag, og sama dag
undanfarin 4 ár kemur í ljós,
að skuldin var þenna dag
árið 1957 112 millj.
— 1958 106 —
— 1959 112 —
— 1960 103 —
— 1961 70 —
Með hliðsjón af þeim atriðum,
sem ég nú hefi greint og þrátt
fyrir þá örðugleika sem á vegi
hafa orðið, þá tel ég víst, að
jafnvægi náist milli tekna og
gjalda og ríkissjóður verði
hallalaus á árinu 1961, og jafn-
vel verði einhver greiðsluaf-
gangur.
★ Þrjú fjárlaga-
frumvörp.
Þetta er þriðja fjárlagafrum-
varpið, sem núverandi ríkis-
stjórn leggur fram, Þau hafa
verið samin við afar ólíkar að-
stæður.
Hið fyrsta, fyrir árið 1960.
vai\ mótað af hinum yíðtæku
Jöfnuður hafði náðst í gjald-
eyrismálum, verðlag að verða
stöðugt, kaupgjald haldizt ó-
breytt í marga mánuði, skatta-
og útsvarsbreytingar, • almenn-
ingi til hagsbóta, höfðu þegar
komið fram í stórlækkuðum
beinum gjöldum manna til rík-
is, bæja og sveita. Víðtæk athug
un var hafin og leit að leiðum
til sparnaðar og aukinnar hag-
kvæmni í opinberum rekstri,
margvísleg viðleitni til hag-
sýslu og bættra vinnubragða.
Við samningu þess frumvarps,
fyrir árið 1961, var á þessum
grundvelli unnið að því að færa
niður útgjöld ríkisins eftir því
sem fært þótti, halda í horfinu
og gæta hófs í öllum útgjöldum.
Þessi viðleitni bar þann ár-
angur, að þótt 4 af 14 útgjalda-
greinum fjárlaganna hlytu að
hækka, þ. e. skólakostnaður,
sjúkrakostnaður, almannatrygg
ingar og eftirlaun, tókst að
lækka allar hinar útgjalda-
greinar fjárlaganna.
Þótt heildarhækkun vegna
trygginga, ellilauna, skóla- og
sjúkramála næmu hærri upp-
hæð samtals en lækkunin á
hinum 10 greinum, þá var hér
sýnilega og sannanlega breytt
frá fyrri fjármálastefnu. Það
var fastur ásetningur ríkis-
stjórnarinnar og stjórnarflokk-
anna að halda áfram á þeirri
braut. Hefði efnahagsjafnvægið
fengið að haldast og kauphækk-
anir verið það hóflegar, að efna-
hagslífið hefði þolað, án sér-
stakra aðgerða, þá hefði frum-
varp til fjórlaga fyrir árið 1962,
það, sem hér liggur nú fyrir.
borið sama svip og frumvarpið
fyrir 1961.
En í sumar gerðust þeir at-
burðir, að leiðtogar stjórnar-
andstöðunnar beittu sér fyrir
stórfelldum kauphækkunum og
ákváðu þar með lækkun ís-
ilenzku krónunna^
Þetta fjárlagafrumvarp ber ó-
hjákvæmilega merki þessara at
burða. Útgjaldaliðir, sem hefðu
getað staðið í stað eða lækkað,
verða nú að hækka vegna kaup
hækkana og þar af leiðandi
gengisbreytingar.
Þær breytingar frá fjárlögum
yfirstandandi árs, sem þetta
frumvarp felur í sér, standa
fyrst og fremst í sambandi við
þær miklu kauphækkanir, sem
áttu sér stað á s.l. sumri, og þá
gengislækkun sem af þeim
leiddi. Áætla má, að rekstrar-
útgjöld ríkissjóðs hækki bein-
línis . vegna kauphækkananna
um 70 millj. kr. Þar við bætist
svo sú hækkun til félagsmála,
sem af því leiðir, að lífeyrir
og bætur almannatrygginga
hækka í sama hlutfalli og kaup-
gjald. Þetta nemur um 52 millj.
kr. Þá hækka útgjöld um 16
millj. kr. vegna gengisbreyt-
ingarinnar. Samanlögð áhrif
kauphækkana og gengisþreyt-
ingar á rekstrarútgjöldin eru
því 138 millj. kr. nettó.
Hækkun útgjalda samkvæmt
þessu frumvarpj er þó nokkru
minni en þetta, eða 126 millj.
kr. Stafar þetta af því, að ýms-
ar hækkanir og lækkanir verða
af öðrum ástæðum en hér eru
nefndar, og nema þær breyting-
ar samtals 12 millj. kr. lækkun.
Að venju verður nokkur hækk-
un á slíkum liðum sem kennslu-
málum og dómsmálum. Gegn
því kemur svo, að gert er ráð
fyrir nokkurri lækkun á 19. gr.
vegna væntanlegra breytinga á
niðurgreiðslum, og að einnig er
gert ráð fyrir, að framlag ríkis-
ins til atvinnuleysistryggingar-
sjóðs verði greitt með skulda-
bréfum.
Áætlað er, að rekstrartekjur
hækki um nokkurnveginn sömu
upphæð og útgjöldin, eða um
132 millj, kr. Stafar þessi hækk-
un fyrst og fremst af áhrifum
gengisbreytingarinnar á að-
flutningsgjöld, en einnig að
nokkru af þeim áhrifum, sem
gera má ráð fyrir, að kauphækk-
Framh á bls. 10.