Tölvumál - 01.02.1982, Síða 1

Tölvumál - 01.02.1982, Síða 1
Útgefandi: Skýrslutæknifélag Islands Pósthólf 681,121 Reykjavík Höfundum efnis áskilin öll réttindi Ritnefnd: Óttar Kjartansson, ábm. 1. tölublað, 7. árgangur Grétar Snær Hjartarson Sigurjón Pétursson Febrúar 1982 STARFSÁÆTLUN SKÝRSLUTÆKNIFÉLAGSINS í IÆARS-MAt 19 82 Starfsáætlun Skýrslutæknifélagsins frá áramótum til vors hefur riólast lítillega. Félagsfundi, sem átti aó verða í febrúar, þarf af óviðráðanlegum ástæðum aó fresta þar til í maí. Á hinn bóginn er nú stefnt að fundi snemma í marsmánuði og verða þá tveir fundir í þeim mánuói, gangi þetta eftir, því aðalfund skal samkvæmt félagssamþykkt, halda í marsmánuði ár hvert. Nú er gert ráð fyrir aó félagsstarf til vors verói sem hér segir: Félagsfundur i mars: Hinn 11. eóa 12. mars 1982 mun hinn kunni bandaríski tölvu- og gagnavinnslusérfræóingur, leiðarahöfundur og fyrirlesari, Philip H, Dorn, koma hingað til lands og halda fyrirlestur á vegum félagsins. Philip H. Dorn hefur í liólega tvo áratugi verió mjög leióandi maöur á sviói gagnavinnslutækni í sínu heimalandi og m.a. tekið þátt í mörgum þróunarverkefnum á þessu sviði. Fundurinn verður nánar kynntur í Tölvumálum innan tíóar. Aðalfundur 1982: Aóalfundur Skýrslutæknifélagsins verður haldinn þriðjudaginn 23. mars 1982 í Norræna húsinu og hefst hann kl. 14.30. Aó loknum aðalfundarstörfum verður kynning á hinum nýju lögum um tölvuþjónustu og fleira. Tölvunefnd mætir á fund- inn og formaður hennar, Benedikt Sigurjónsson, fyrrv. hæsta- réttardómari gerir grein fyrir lögunum og starfi tölvu- nefndar, en síóan verða umræður og fyrirspurnir. Datadagur '82 Skýrslutæknifélag íslands mun í samvinnu við samtök skýrslu- tæknifélaganna á Norðurlöndum - Nordisk Dataunion, gangast fyrir ráðstefnu um gagnavinnslumálefni föstudaginn 23. apríl 1982. Ráóstefnan verður haldin í Kristalssal Hótels Loftleiða. Dagskrá raðstefnunnar verður að hluta tvískipt, þannig aó fyrir- lestrar veróa á tveimur stöðum samtímis (Kristalssalnum verður skipt). Meö þvx gefst mönnum kostur á aó velja þann fyrirlest- urinn af tveimur hverju sinni, sem þeir hafa meiri áhuga á. Dagskrá ráðstefnunnar er áætluð þannig: ___^

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.