Tölvumál - 01.02.1982, Blaðsíða 4

Tölvumál - 01.02.1982, Blaðsíða 4
4 tölvumAl Á þessum tíma (1977) var útlit fyrir að mjög víótæk alþjóð- leg samstaóa næðist um ISO staðal númer 3243. Róttækasta frávikið frá íslenska ritvélaborðinu var þaó að stafirnir ö og þ voru færðir til. Ö var flutt um eitt sæti til hægri, en þ var fært upp í 2. röð aó ofan, hægra megin viö stafinn ó og lenti þar með utan við hið venjulega 44 lykla ritvélaborð. En hér væri kannski rétt að rifja upp nokkur atriði um þróun lyklaborða fyrir 1978. Þróun lyklaborða á ritvélum. Þegar tekió var að flytja ritvélar til íslands réóist þaó aó nokkru af tilviljun eöa þá af þvi hvað var hægast, hvar menn völdu aó setja islensku stafina. Upphaflega voru al- gengust borð með 42 lyklum, og voru þá auðvitaó færri val- kostir. En þróunin varð sú aó nánast hver innflytjandi hafði sina útgáfu af lyklaborði. Þetta var náttúrlega til óþæginda fyrir notendur og loks var svo komið, aö flutt var á alþingi tillaga til þings- ályktunar um aö samærma geró ritvélaborða. Jónas Árnason alþm. flutti þessa tillögu af þolinmæói á þremur þingum sam- fleytt, og var hún samþykkt árið 1953. í framhaldi af þvi gaf svo menntamálaráðherra út bréf meó leiðbeiningum um skipan ritvélaboröa fyrir islensku. Hafói Elis Ó. Guómundsson unnið að gerð borósins í samvinnu við Ottó A. Michelsen og Einar J. Skúlason. Notkun hins nýja samræmda borðs varð almenn fljótlega eftir þetta, en það miðaðist við 44 lykla. Rétt er aö geta þess þó, að aldrei hefur komist á fullt samræmi um notkun sértákna, einkum hástöðutákna i efstu röð borðsins. Ekki eru allir á einu máli um hvaóa tákn sé æskilegast að hafa, enda er þetta misræmi ekki talið alvarlegt. Lyklaborð til gagnavinnslu. Upphaflega voru lyklaboró til gagnavinnslu mjög frá- brugðin ritvélaboróum. Skipan lykla og val tákna réóist af þörfum tiltekins kerfis eða notkunarsviós. Ég hef áóur á þessum vettvangi rifjaó upp þróun gagnavinnsluborða og mun ekki endurtaka það. (Tölvumál 7. tbl. 2. árg. okt. 1977) . 1 seinni tið hefur minnkað munurinn á milli tölva og rit- véla, hvað snertir notkun lyklaboróa og val tákna. Og hann á enn eftir aó þrengjast, til dæmis meó tilkomu hinnar vélvæddu skrifstofu framtiðarinnar, sem félag okkar hefur einmitt nýlega brugðið upp mynd af. Á þeim vettvangi munu þessi tvö notkunarsvið renna saman i eitt.

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.