Tölvumál - 01.03.1982, Side 7

Tölvumál - 01.03.1982, Side 7
TÖLVUMÁL 7 Á mynd 4 má sjá tengingu á smátölvuskjá viö tölvu SKÝRR. Breytirinn er staðsettur hjá notanda. Mynd 4. Breytir er staösettur hjá notanda. Ef um mikla notkun er að ræöa er líklegt að viöskiptamenn kjósi frekar að fá sér venjulega IBM stórtölvuskjái eöa sambærilega skjái. Hins vegar er enginn vafi á þvi að ódýr smátölvuskjár nægir ef um litla notkun er aö ræða, t.d. viö minniháttar forritunarvinnu eða til aö fletta upp í skrám. Notkun breytis á þann hátt, sem lýst hefur veriö hér að oian, er þó ekki annað en spor i þá átt aö tengja tölvurnar sjálfar saman í eitt net. Sem dæmi um slík net má nefna SNA frá IBM, DECNET frá Digital Equipment Corporation og ETHERNET frá XEROX. Einhverjar tilraunir í þessa átt munu hafa verið geröar hjá Reiknistofnun háskólans og reiknistofu raunvisindastofnunar háskólans, en ekkert slikt net er í almennri notkun hér á landi enn sem komiö er. Áhugi á slíku neti er vissulega fyrir hendi og fer vaxandi. Tölvudeild Flugleióa, Reiknistofa bankanna, Skýrsluvéladeild Sambands- ins og SKÝRR eru nú aö láta kanna hvort mögulegt sé að koma upp einu neti umhverfis landið. í þessu neti yröu tölvur viðkomandi fyrirtækja og skjáir og annar búnaður hjá úti- búum, umboðsmönnum og embættum úti á landi, sem fyrirtæki þessi veita þjónustu. Er nú verið aó vinna að þvi aö gera spá um þá umferð, sem veróur um netið. Þegar sú spá liggur fyrir veróa teknar upp viðræður við Póst- og símamálastofn- unina um hvernig þessu neti verói sem best komið á umhverfis landió. (Áður birt í "RAFLOSTI", blaði rafmagnsverkfræðinema, 4. árg. desember 1981.)

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.