Vísir - 09.12.1961, Blaðsíða 6

Vísir - 09.12.1961, Blaðsíða 6
6 V í S I R Laugardagur 9. desember 1961 UTGEFANDI BLAÐAUTGAFAN VÍSIR Ritstjórar: Hersteinn Pálsson Gunnar G Schram Aðstoðarritstjóri Axel Thorsteinsson Fréttastjór arr Sverrir Þórðarson Porsteinn Ó Thorarensen Ritstjórnarskrifstotur Laugavegi 27 Auglýsingar og afgreiðsfa: Ingólfsstrœti 3 Askriftargjald e» krónur 45,00 o mánuði - f lausasölu xrónur 3,00 eintakið Sími I 1660 :5 llnur) - félags prentsmiðjan h.f Steindórsprent h.f Eddo h.f .W.W.%W.W-W-W.WA%W.W^W.\%WA%W.%VVW.W.W.%W.W-W-%WW!tf og íögfræðina. Hverjum er um að kenna? Það er aðalfregnin á forsíðu Þjóðviljan: í gær, að útsvör Reykjavíkurbæjar hækki á næsta ári um rúm- lega 41 milljón króna miðað við þá upphæð, sem inn- heimt er á þessu ári. Og þar sem þetta stendur í kommúnistablaðinu, málgagni heiðarleikans og grand- varleikans, þarf ekki að fara í grafgötur um það, hverj- um þetta er að kenna. Vitanlega ber „bæjarstjórnar- íhaldið“ alla sök á þessu að dómi kommúnista. En kommúnistum mun veitast erfitt að telja hugs- andi mönnum trú um, að þetta sé sök „íhaldsins“. Þeir, sem eru minnugir þess, sem gerðist í kaupgjalds- málunum á síðasta vori, vita, að það eru kommúnistar sem verða í senn að hljóta heiðurinn og þakkirnar fyrir þetta. Ef þeir hefðu ekki hrundið verkalýðsfélögunum út í verkföll og þar með hækkað laun um allt að fimmtung eða jafnvel meira á sumum sviðum, hefði ékki þurft að leggja á rteina aukaútsvör hér í bæ á þessu ári, og þá mundi heldur ekki þurfa að krefja bæjarbúa um fleiri krónur í útsvör á næsta ári. Það er kaup- hækkunarherferð kommúnista, sem birtist nú í því, að ekki verður komizt hjá að hækka úrsvörin að krónu- tölu, þótt þess verði gætt, að hver einstakur útsvars- greiðandi þurfi ekki að greiða meira en á þessu ári miðað við sömu laun. Þannig reynir þá „íhaldið“ að verja skattborgarana fyrir áhlaupi kommúnista. En í þessu sambandi er þó ekki rétt að gleyma hinum tryggu bandamönnum kommúnista, sem áttu vissulega drjúgan þátt í því, hvernig fór á síðasta vori, þegar kommúnistar hófu atlögu sína að atvinnuveg- unum. Þá voru það ofstopamenn innan Framsóknar- flokksins, sem gáfu samvinnufélögunum fyrirmæli um að semja við kommúnista, ganga að öllum þeirra kröf- um. Þetta var gert vegna haturs lítilsigldra manna á ríkisstjórninni. Almenningur ætti að minnast þess, þegar þessir flokkar koma til hans á vori komanda og biðja hann um að veita sér atfylgi í bæjarstjórnarkosningunum. Liðsbón vegna kosninga. Það er með væntanlegar kosningar í huga, sem kommúnistar fara nú víða í liðsbón. Þeir vita, að Al- þýðubandalagsflíkin er orðin næsta snjáð og skjóllítil í næðingi kosningabaráttunnar. Þess vegna var það meginatriði á síðasta stjórnarfundi kommúnistaflokks- ins, að stofna yrði til nýrrar fylkingar. Skyldu ekki nokkuð margir gera sér grein fyrir orsök ákallsins. athygli hefir vakið, og ætla má að íslenzkum lögfræðing- um og lagamönnum þyki nokkur fengur í. Bókin nefn- ist Det menneskelige ansvar (G. E. C. Gads forlag) og er ritgerðasafn. Er þar mjög víða komið við og þykir bók- in vera skrifuð af skarp- Einn af kunnustu lögfræð- ingum Dana er prófessor Stephan Hurwitz. Hann hefir í inörg ár verið prófessor við Hafnarháskóla og er fremsti refsiréttarfræðingur Dana. Hefir hann ritað mörg merk verk á því sviði lög- fræðinnar, m. a. tveggja binda kennslubók í refsirétti, sem íslenzkir laganemar lesa hér við háskólann til prófs. gíðari árin hefir prófessor Hurwitz gegnt miklu embætti í Danmörku, em- bætti „Ombudsmans“, en það er eitt hið vandasamasta í landinu. Það er nýmæli í réttarkerfi Dana og þekkist ekki í neinu öðru landi í svipaðri mynd. Starf Umboðsmannsins er í stuttu máli það að taka til athugunar erindi og kærur frá almenningi, sem telur á hlut sinn gengið af yfirvöld- unum. Umboðsmaðurinn rannsakar málið og hefir við þá rannsókn mjög víðtækt vald.1 Ef honum þykir sem yfirvöldin hafi misfarið með vald sitt á einhverju sviði tilkynnir hann viðkomandi stjórnarvöldum úrskurð sinn, sem jafnframt er opinber og eru þá ráðstafanir gerðar til þess að rétta hlut þess, sem aðild á. Þannig er umboðs- manninum ætlað að vera hald og skjól hins óbreytta borgara gegn valdníðslu ríkisins og fulltrúa þess; Umboðsmaðurinn er vörður lýðræðisins í landinu, ef svo má að orði komast. Um 1000 mál hefir prófessor Hurwitz fengið til meðferðar á ári hverju og eru mörg þeirra komin frá mönnum sem telja sig hafa verið misrétti beittir af hálfu lögreglu, tollyfir- valda og annarra stjórnar- skrifstofa, sem gefa út leyfi til margra hluta. Jnn hefir danski Umboðs- maðurinn ekki starfað nema í nokkur ár en reynsl- an af starfi hans hefir þótt«; vera hin ágætasta og er það.J ekki síður þakkað því hve/ vel prófessor Hurwitz hefirl; þótt halda á embætinu, hve/ réttsýnn hann hefir þótt ogl; óhlutdrægur. Englendingarl; hafa undanfarin misseri rættj; Bók um Hitler og þriðja ríkið mikið um það hvort ekki«]|eftir bandarísk. höfundinn væri ráðlegt að taka upp/william L. Shiyer hefur vakið svipað embætti, eitt e®a%gremju vestur-þýzkra stjórnar- fleiri þar í landi, nefnd hef-I;valja_ ir rannsakað málið og brezk-j; Hafa þau gripið til þess ráðSi ir lögfræðingar rætt það,;sem óvanalegt er, að minnast mikig sín á milli. Hefir Hur-,;á hana í opinberu plaggi, og witz verið í London til skrafs,;taka þar upp umsagnir þýzkra og ráðagerða. og greint frá;;gagnrýnenda reynslu sinni í starfinu. ,; það mun hafa komið Bonn- Pyrir fáum dögum kom útjstjórninni mjög óvænt, að bók- 1 bók eftir Hurwitz ' ííin er meðal Þeirra nýleSra bóka Kaupmannahöfn sem miklal-1 Bandarikjunum, sem bezt selj- ■,ast, og þess vegna og hvermg v-.-.-.-.-.-.-.-.-.-.-’jShirer tekur á málunum, muni Próf. Stephan Hurwdtz. skyggni hins reynda laga- manns, en ekki síður af rík- um skilningi á þjóðfélags- vandamálum nútímans. — Hvað er réttlæti? Hvers virði er refsingin? eru tvær af meginspurningum þeim, sem Hurwitz drepur á í þessari merku bók. Einn kafli bókarinnar fjall- ar um víðkunn málaferli og ræðir Hurwitz þar ýmis fræg mál, svo sem Rósenbergsmál- ið og mál Leopold og Loebe, hinna tveggja bandarísku morðingja. Þá spjallar hann einnig um stríðsglæpa- mannaréttarhöldin eftir stríð ið, gildi þeirra og réttar- grundvöll og fjallar um rétt- arhöldin yfir Manstein hers- höfðingja og doktor Ley, sem stóð að fjöldamorðum í stríð- inu. í refsiréttarkaflanum í bókinni eru sjö ritgerðir lög- fræði-bókmenntalegs eðlis, þar sem hann ræðir bæði klassisk verk og nútímabæk- ur, allt frá Shakespeare til Marcel Aymé. Þá eru í bók- inni þrjár ritgerðir um dag- blöð og ábyrgð þeirra og rit- gerð um rétt og skyldu í nútímaþj óðfélagi og um rétt hins minni máttar í þjóðfé- laginu. Þá er og í bókinni ritgerðir um starf Umboðs- mannsins, svo sem við mátti búast, og um skrifstofuveld- ið, hættur þess og takmörk. Eins og þessi stutta upp- talning á efni bókarinnar ber með sér þá er ljóst, að Hur- witz spannar stóran sjón- deildarhring og lætur sér fátt mannlegt óviðkomandi. En grunntónn bókarinnar er mannúðin, ábyrgðin sem hvílir á þeim sem stjórnar, vörnin gegn misnotkun valdsins. Greinilega kemur í ljós í þessari bók, að Hur- witz sér langt yfir töluliðina, lögfræðin er honum ekki paragraffafræði, heldur tæki til þess að koma á sem fyllstu réttlæti í þjóðfélag- inu, grundvöllur lýðræðis- ins. Lögfræðin er og verður að vera, að hans dómi, hin réttsýna og góða list, ekki síður en með Rómverjum. þetta viðhorf sitt, túlkar hann á margvíslegan hátt í hinni nýju bók sinni og það kemur vel fram í eftirfarandi orðum sem tek- in eru úr formálanum: „Enginn sem fer með vald yfir öðrum mönnum ætti að láta hjá líða að setja sig í spor þeirra, sem undir hann eru seldir. Því það er skort- ur á vilja og getu til þess að gera sér grein fyrir aðstöðu þeirra, sem orsakað hefir mikið af ógæfu mannkyns- ins.“ '.V.V.VV.V.V.V.V.V.V.V.V.VV.V.V.V.V.V.V.'.V.V.V.V Bandarísk bók um Hitler óánægjuefni í Bonn. hinar óskemmtilegu minningar um Hitlerstímann lifa lengur en ella. Þýzkir gagnrýnendur segja, að þessi bók muni ekki lifa — aðrar muni koma í hennar stað, söguleg verk, þar sem höfund- ar láti ekki persónulegar til- finningar stjórna penna sínum. „Le Populaire“, blað jafnað- armannaflokksins franska frá því árið 1920, hættir að koma út sem dagblað frá áraótum næstu vegna fjárhagserfiðleika.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.