Vísir - 09.12.1961, Síða 11

Vísir - 09.12.1961, Síða 11
Laugar ’ 3'.ir 9. des. 1961. V t S I R 11 vel á mesta flónið sem nokk- urn tíma hefur komið frá Ameríku! Ég gerði það sem í mínu valdi stóð til að halda þig fá ráðrúm til að komast úr þeim. Konan var drepin í herberginu þínu og með hnífn um þínum, og samt heldur þú þvi fram að þú vitir ekkert um það. — Steve ... — Hvað er eiginlega að gerast? spurði Steve. — Um hvað ertu að hugsa, ofursti? Heldurðu að hægt sé að láta dæma mig fyrir morð sem þú hefur framið sjálfur? Ef þú ætlar þér það, skal ég ná mér niðri á þér áður en þú kem- ur því fram. — Hættu þessu! sagði hlífiskildi yfir þér. Ég lagði mig í hættu af því að ég hélt að þú værir í alvarlegum ó- göngum, og ég reyndi að láta Morgan hvass. — Reyndu að líta á málið eins og það er. Ég drap ekki þessa konu. Ég vissi ekki að hún var í gisti- húsinu. Hún spurði eftir þér, ekki eftir mer. Ég bað þig 26 ekki um að fara út, en vildi að þú skoðaðir borgina, og sjálfur ætlaði ég að hitta lög- fræðingana mína. Það er rétt að ég bjóst við heimsókn konu, en í fyrsta lagi var það fullorðin kona og í öðru lagi bjóst ég við að hitta hana í skrifstofu lögfræðinganna. Hún kom ekki, en . .. Nú hik- aði hann augnablik, en. hélt svo áfram: — Steve, er það nokkuð, sem þú veizt ekki um mig .. . — Ég fer að halda að það sé ýmislegt sem ég ekki veit, sagði Steve bitur. — En þetta eina getur kannske hjálpað þér til að skilja, sagði ofurstinn. Susan hallaði sér upp að þilinu, hún gat ekki annað en undrast hve rólegur hann var. Hún varð að játa, að fram að þessu hafði honum veitt bet- ur en Steve í sennu þeirra. Steve hafði gersamlefa misst jafnvægið; grunurinn á of- urstanum hafði raskað sálar- ró hans. Susan gat ekki átt- að sig á þessu, en hún var ekki gröm Morgan lengur. Hún átti auðveldar með að treysta honum núna en áður en hún sá hann. ■ — Steve, konan sem ég átti að hitta hjá lögfræðingnum, var einu sinni konan mín, sagði Morgan ofursti. — Þú vissir ekki að ég hef verið kvæntur. Enginn vissi það. En það eru nærri því þrjátíu ár síðan ég giftist. Ég var á ferð hérna í London þá. Þetta varð ekki farsælt hjónaband, Steve. Hún vildi alls ekki fara frá Englandi — og vildi alls ekki fara til Ameríku. Þess vegna fór ég frá henni og síðar skildum við. Ég borg aði henni eins mikið og mér var unnt á þeim árum, og þeg ar ég efnaðist síðar, lét ég hana fá meira en hún þurfti. Þetta fór ajlt um hendur lög- fræðinga minna, en nú lang- aði mig til að sjá hana aft- uf . . . Ég bjó þannig í hag- inn að við skyldum hittast hjá þessum lögfræðingi hérna í London, sem frá upphafi hefur annast það, sem okkur fór á milli. En konan mín kom sem sagt ekki. Ég beið í skrifstofunni hans í tvo tíma, 1 en árangurslaust. Medley lög- fræðingur símaði heim til hennar, en hún svaraði ekki. Ég býst við að það hafi verið henni ofraun að sjá mig aftur , eftir þrjátíu ár, og ég er ekki j viss um að ég áfellist hana fyrir það. En eitt verður þú að skilja, Steve: Hún er jafn- , gömul mér. Fimmtiu og þriggja. Hve gömul var kon- an, sem þú segist hafa fundið í herberginu mínu? Steve svaraði ekki. — Hve gömul var hún, Steve ? — Ég býst við að hún hafi verið á líkum aldri og ég. Já, hún var ung, Jack, ég . . . — Nei, þú hafðir ekki hug- mynd um þetta, og þeir voru ekki margir sem vissu um það, sagði ofurstinn. — Þú varst einn af þeim mörgu, sem furðuðu sig á að ég skyldi ekki giftast, Steve. En ég mun hafa fengið nóg af þessu eina hjónabandi. Og einasta konan önnur, sem ég hefði getað hugsað mér að giftast, var þegar gift. . . Ég var hjá Medley hálfan þriðja tíma í gær, og var samtals hálftíma að komast til skrif- stofu hans og frá. I þrjá tíma var ég fjarverandi gistihús- inu, og einhvern tíma á þess- um þremur tímum hefur þessi unga kona vorið dropin, - Hann þa,gpaði snöggvgst. 1 — Nú sérðti hvers vegna G O S / jólasaga barnanna • 1 11:1 i /•“! UJ \ \ 1 ‘jÍ’mat MISHT, PiMOCCHIO makes his debut IM THE CHKISTAVAS MARiOMETTE SHOW ig lllll \ V/VT ar.L ... . iram í fyrsta skipll í briiðu- Hann syngur og ilansár me6 .i.nu-.t briið.mur.i. íði lofuö, grrir hann mikla Og eins og Skolli Skolla joii lukku. P" t vagni Strombolis eftir sýn- luefileika... inguna. — Meinarðu, aö fólkinu hafi — Bravó, drengur minn. líkað við mig? Stórkostlegt. Þú hefur mikta — Þú ert orðinn frœgur, drengur minn. I>ú hefur unnið mikla peninga fyrir mig. — Mikið er ég glaður. Jseja, mi œtla ég heim að hjálpa pabba með leikföngin. — Ho, lio, ho... Ertu að fara lieim. Nei, ekki aldeilis, góði minn ... ég hélt að þú hefðir drepið hana, Steve , . Gerðirðu það ? spurði hann í hálfum hljóð- um. Susan langaði til að hljóða — biðin á því að Steve svar- aði varð svo löng. Hún gat ímyndað sér hvernig þessir tveir menn stæðu og störðu hvor á annan, og hún gat séð í huganum andlitið á Steve. Og nú var allt komið undir því hverju hann svaraði. Hún treysti því að hann segði Morgan sannleikann. Og hún óskaði af heilum hug að hann svaraði nei. Gat hann hafa logið að henni? Gat hann hafa reynt að Ijúga að ofurstanum? Hvers vegna' svaraði hann ekki ? Loks svaraði Steve, o/ röddin var mjög þreytuleg: — Nei, Jack, ég drap hana ekki. Þetta var allt eins og ég hef sagt þér frá. Ég kom heim og fór inn til þín, og þar lá hún. Skorin á háls. Hnífur- inn þinn lá hjá henni. Og ég gekk að því vísu að þú . . . — Það verður nóg að hugsa hjá okkur, Steve, sagði ofurst inn. — Við verðum að segja lögreglunni frá þessu, og við verðum að komast að hver stúlkan var og hver drap hana. Hefur þú nokkra hug- mynd um hver hún var? — Ég kannaðist ekkert við hana. -— Við verðum að komast héðan sem skjótast. Hve mik- ið veit Susan King um þetta ? — Svo að segja allt sem ég veit, sagði Steve. — En það er ástæðulaust að nokk- ur fái vitneskju um að ég var hérna í nótt. Ég vil ekki bendla hana frekar við þetta mál en ég hef þegar gert. — Við höldum henni utan við þetta, sagði ofurstinn. — Það er að segja, ef hún óskar þess sjálf. Mér sýnist á stúlk- unni að hún viti hvað hún vill. Susan ýtti upp hurðinni og kom inn með brauðið, Steve leit við með angistarsvip, en Morgan ofursti brosti þannig til hennar, að henni hlaut að líka það vel. — Þetta er ágætt, sagði hann. — Þér getið ekki ímynd að yður hve svangur ég er. — Hve rnikið hefur þú heyrt af því, sem við höfum talað saman, Sue? spurði Steve. — Líklega allt, sagði of- urstinn. GLÆSILEGUR hvítur samkvæmis- kjðll (ekki síður) til sölu ódýrt. Uppl. í síma 13469 milli kl. 1-—2.30,eða á Sölvhólsgötu *14, uppi, eftir kl. 5.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.