Vísir - 09.12.1961, Síða 12

Vísir - 09.12.1961, Síða 12
Laugardagur 9. desember 1961 Hitaveitan látin ganga fyrir. FjármáEaráðherra ræðir um lántökur hjá Aiþjóðabankanum. Fjármálaráðherra Gunnar Thoroddsen mælti á íundi efri deildar Alþingis í gær fyrir stjórnarfrumvarpi um heimild fyrir rikisstjórnina að taka tveggja milljón dollara lán í Alþjóðabankanum og endurlána það til Hitaveitu Reykjavíkur gegn ábyrgð Borgarsjóðs Rvíkur. Hjálparstarf. KONUR í Styrktarfélagi vangefipna efna til kaffisölu í Tjarnarcafé á morgun, sunnu- dag 10. des., og hefst hún kl. 2 e. h. Sú nýlunda er, að seld verða sætindi, kökur, niður- suðuvörur, sem konur í erlend- um sendiráðum í Reykjavík hafa gefið af rausn og hlýhug til stuðnings starfsemi félags- ins. Hafa þær búið til ýmislegt góðgæti, sem siður er að búa til í heimalöndum þeirra fyrir jól, en auk þess gefið sitthvað af erl. verzlunarvarningi, sem sjaldan sézt hér. Allt fé, sem konur í félaginu safna, renn- ur í sérstakan sjóð til kaupa á húsbúnaði, leiktækjum og öðr- um góðum munum handa þeim stofnunum, sem annast van- gefið fólk. Lagði sjóðurinn t. d. til alla innanstokksmuni í dagheimilið Lyngás. í upphafi ræðu sinnar sagði fjármálaráðherra að engin lán hefðu verið tekin hjá Alþjóða- bankanum af íslands hálfu síð- ustu átta árin. Árin 1951—1953 voru hinsvegar tekin þar lán til Sogsvirkjunarinnar, Laxár- virkjunarinnar, Áburðarverk- smiðju, landbúnaðarframkv. o. fl. Meginástæðurnar fyrir því að lántökurnar stöðvuðust voru slæmt efnahagsástand á íslandi, þannig að bankinn mun ekki hafa talið ráðlegt að veita lán til íslendinga. Leitað til Alþjóðabankans. í fyrra ákvað ríkisstjórnin að leita hófanna um lán hjá AI- þjóðabankanum, enda taldi hún að efnahagsaðgerðir liennar hefðu skapað grundvöll fyrir jákvæðri afstöðu bankans. Á ársfundi bankans liaustið 1960 var málaleitan hennar vel tek- ið, og komu fulltrúar bankans hingað til lands skömmu eftir síðustu áramót til að kynna sér efnahagsástandið, ennfremur tæknilegir sérfræðingar til að Spáir mikilli fiskgengd á hrygningarstöðvarnar. f ÚTVARPSÞÆTTINUM um Fiskinn, sem Stefán Jónsson fréttamaður, flutti í gærkvöldi í útvarpið, ræddi hann við Jón Jónsson forstöðumann Fiski- deildarinnar. I þessu samtali skýrði Jón frá því, að sam- kvæmt rannsóknum á þorsk- stofninum, myndi verða gífur- leg fiskgengd á hrygninga- stöðvarnar hér við land í vetur. Taldi hann scnnilegt að aukn- ingin myndi verða allt af 40 prósent. Jón Jónsson gat þess, að hér á landi væru fyrirliggjandi ná- kvæmari skýrslur varðandi þorskstofninn við landið, en í nokkru öðru landi. Væri hér um að ræða m.a. athuganir Bjarna Sæmundssonar. Jón Jónsson hefur meðfram ptarfi sínu sem forstöðumaður fiskideildarinnar, unnið að jrannsókn þorskstofnsins allar götur frá því hann kom frá námi í Noregi. Hann kvaðst byggja þessa spá sína um aukna fiskgegnd á hrygningasvæðinu, á rannsóknum á þorskkvörnum. Tii kl. 6 Fyrsti langi laugardagurinn í verzlunum bæjarins fyrir jól, er í kvöld, en búðir eru opnar til kl. 6. Næsta laugardag til kl. 10 og -til miðnættis á Þorláks- messu að venju. Að sjálfsögðu verður þó engu spáð um hvernig fiskast muni, því það er undir veðráttunni komið meðan á vertíð stendur. Óvænt geta komið sveiflur i stofninn þó athuganir fyrri ára bendi til þessarar aukningar nú. Geta tná þess að Jón hefur oft áður spáð, án þess þó að hi’eyfa því opinberlega nema þá stöku sinnum, eins og t. d. um vetrar- vertíðina 1951 en spá hans reyndist þá mjög rétt. f samtalinu kom Jón Jónsson að sjálfsögðu inn á nauðsyn þess að Fiskideildin fái til af- nota rannsóknaskip, sem hann sagði að kosta myndi í dag um 30 milljónir króna. f lok þessa útvai’psþáttar ræddi Stefán Jónsson við Jakob Jakobsson um síldveiðarnar hér við Suðurnesin, í Miðnessjó. Sagði Jakob að ef sú smásíld sem þar veiddist nú fengi að lifa þó ekki væri lengur en 2 ár til viðbótar, myndu þær 1000 tn. sem fara til bræðslu í dag, gefa 11—12000 túnnur af ágætri söltunarsíld, eftir 2 ár. Báturinn valt á hiiðina. ÍIORFUR á hjörgun Akra- nessbátsins Böðvar voru ekki taldar góðar í gærkvöldi. en þá hárust fregnir frá varð- skipinu Þór bess efnis, að bót- urinn hefði oltið á hliðina og fór hann nærri þvi á bólakaf á kvöldflóðinu. Þór kom á strandstaðinn í fyrrinótt en aðstæður til björg- unar voru óhagstæðar og gat skipið ekkert aðhafzt í þá átt. í gærdag t. d. fór brim vax- andi þar sem báturinn liggur í Bervík og sem fyrr segir, fór hann á hliðina. Voru menn oi-ðnir heldur vondaufir um að björgun Böðvars muni takast úr því sem komið er. Þetta kom t. d. fram í sím- tali við Pétur Sigurðsson for- stjóra Landhelgisgæzlunnar í gærkvöldi. Sagðist hann hafa verið heldur vantrúaður á að björgun myndi takast úr því það tókst ekki á fyx-stu klukku- stundupum eftir að báturinn strandaði. En ekki er þó vonlaust um að megi bjarga hinu verð- mætasta úr skipinu eins og til dæmis nótinni og kraftblökk- inni, en hér er um að ræða verðmæti er nema hátt upp í eina milljón króna, sagði Pét- ur Sigurðsson. Gunnar Thoroddsen. atliuga sérstaklcga tiltekin verkefni, seni ríkisstjórnin hafði nefnt við bankann. Ríkisstjórninni þótti rétt að fara fram á það við bankann, sagði fjármálaráherra, að fyrsta framkvæmd, sem lánað yrði til, yrði stækkun hitaveitunnar í Reykjavík, þar sem hún er fjár- hagslega öflugt fyrirtæki, veit- ir mikinn sparnað og þægindi þeim, sem hennar njóta og sparar gjaldeyri í stórum stíl. Eftir að Alþjóðabankinn hafði gert athuganir sínar tilkynnti hann nú fyrir nokkrum dögum, að hann .væri reiðubúinn til að hefja samningaviðræður um þessar framkvæmdir. Ástæðan til þess að réttara þótti að ríkissjóður en ekki borgarsjóður tæki lánið til end- urláns var sú að það mundi hafa tafið málið vegna nýrra athug- unar af hálfu Alþjóðabankans, að borgarsjóður tæki lánið beint. Það hefði þó verið að crðru leyti beinasta leiðin. Lánsupphæðin verður ein og hálf milljón til tvær miUjónir dollara, en það verður samn- ingsatriði. Fulltrúar ríkisstjórn- arinnar verða tveir, báðir bú- settir í Bandaríkjunum, Thor Thors ambassador og Þórhallur Ásgeirsson, einn af forstjórum alþjóðagjaldeyrissjóðs, en hann hefir fylgzt mjög vel með þessu máli síðan það bar fyrst á góma. Þá mun Reykjavíkur- borg senda sína fulltrúa til við- ræðnanna. Kostar 245 milljónir króna. Síðan sagði fjármálaráðherra: „Nú mun það vera um það bil eða réttur helmingur bæjarbúa sem nýtur hitaveitunnar, eða 40 þúsund manns. Áætlun hefir verið gerð um stækkun hita- veitunnar, og er sumt af því þegar í framkvæmd, en sú stækkun, sem ráðgerð er á næstu fjórum árum, árunum 1962—1965, mun ná til allra þeirra bæjarbúa, sem ekki hafa enn orðið hitaveitunnar aðnjót- andi, eða um 35 þúsund manns. Þessar framkvæmdir munu væntanlega kosta um 245 mill- jónir króna, en af því er erlend- ur kostnaður urri það bil þriðj- ungur. Varðandi innlenda kostn- aðinn er gert ráð fyrir að hita- veitan sjálf geti lagt fram af tekjum sínum í þennan stofn- kostnað 70 milljónir. Varðandi Framh. á 3. sfðu. ///'// KLNSTNER HANSEN eftir doktor Hansen. Strompleikurinn, hið um- deilda Ieikrit Kiljans, hefir nú verið sýndur 19 slnnum við ágæta aðsókn og verður síðasta sýning fyrir jól annað kvöld kl. 20. Meðal leikhúsgesta á dögun- um var þýzki teiknarinn og fornfræðingurinn dr. W. Haye- jfahuiscn. Hann gat ekki stillt sig um að hafa með sér blýantinn og teikniblokkina, og að sýn- ingu lokinni kom hann út með þessa teikningu af einni aðal- persóni: leiksins, Kúnstner Hansen, sem Jón Sigurbjörns- son leik^r. Hér sjáum við sen^ sagt Kúnstner Hansen "eftir' doktor Hansen,

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.