Vísir - 11.12.1961, Blaðsíða 5
Mánudagur 11. desember 1961
V I S I K
A
Þórólfur
Framh.. af 1. síðu.
söluverðinu. Þá er honum
frjálst að fara heim aftur
og leika sem áhugamaður.
„Auk þessarar upphæðar fæ
ég 24 pund á viku og bonus
fyrir unninn leik og jafntefli
Ég fæ tiltölulega litla .skatta
í Skotlandi af vissum ástæðum,
og enga hér heima, eftir þvi
sem ég bezt veit“.
En svo við snúum okkur að
knattspyrnunni sjálfri, hvað
um æfingar?
„Félagið hefur þrjár æfingar
í viku. Æft er á þriðjudögum,
miðvikudögum og fimmtudög-
um fyrir og eftir hádegi. Auk
þess æfi ég á mánudagsmorgn-
um undir leiðsögn þjálfara.
Hver æfing stendur yfir í tvo
tíma. Mér fannst þær nokkuð
erfiðar til ^að byrja með, en
núna er þetta allt miklu létt-
ara. Athugaðu það þó, að ég
kom til St. Mirren eftir að
hafa æft hér heima allt sumar-
ið. Allar æfingar miðast við
hraða og ,,condition“. Minna er
hirt ,um knattmeðferð og
leikni. Það voru jafnvel menn
í fyrsta liðinu hjá St. Mirren,
sem varla hefðu komizt í meist-
araliðið hér heima“.
Og hvernig er þá að leika
með þeim og í skozku keppn-
inni yfirleitt“?
Hraðinn þarna er miklu
meiri heldur en hér heima.
Það eru fleiri upphlaup, meiri
hlaup. En það fer líka meira
forgörðum og fleiri sendingar
eru sendar hugsunarlaust
heldur en ég á að venjast.
Varnarleiksmennirnir gera t.d.
mikið af því að sparka fast og
langt fram völlinn. Mér finnst
þetta þó hafa verið að lagast
upp á síðkastið. St. Mirren er
búið að fá unga og lipra stráka
á kantana og Fernie innherj-
inn sem Mirren keypti fyrir
hálfum mánuði er sérlega leik-
inn spilari. ,,Clever“ eins og
Bretinn segir.
Og áhorfendurnir?
Áhorfendurnir á heimaleikj-
um St. Mirren eru sjaldan
undir 10.000 manns, og þar
eru allir eins og Egill, svei
mér þá. Það heitir víst sjálfs-
hól, ef ég segi að bæði þéir og
stjórnendur félagsins, hafi bor-
ið mig á höndum sér, þennan
tíma“.
Svo þú lítur björtum augum
á framtíðina?
„Já það er áreiðanlegt. Ég
get varla annað en þakkað
Guði og forsjóninni fyrir mína
gæfu. Yfirleitt líður mér vel
í Skotlandi, en hins vegar er
hálf tómlegt á kvöldin. Það
er helzt þá, sem maður saknar
gömlu félaganna. Sjónvarpið
er þá helsta dægrastyttingin
Ég get ekki sagt, að ég hafi
misst úr eina einustu dagskrá
í sjónvarpinu. Böll eru þarna
leiðinleg og á sunnudögum er
allt lokað“.
Hvenær ferðu svo aftur út?
Ég fer aftur á miðvikudag-
inn, og kem ekkert heim um
jólin. Við eigum að leika rétt
fyrir og eftir hátíðina".
Eina spurningu enn, Þórólf-
ur. Hefurðu sokkana uppi
núna þegar þú leikur?
Já, já, og hlífarnar líka,
annað mundi nú lítið duga“.
Simfóníu hljómleikar.
Snifóníuhljómsveit íslands
hélt hljómleika, þá síðustu, er
hún heldur á þessu ári, í sam-
komuhúsi Háskólans síðastliðið
fimmtudagskvöld.
Á efnisskránni voru þrjú
verk: Þrjár myndir, óp. 44, eft-
ir Jón Leifs, og var verkið
frumflutt þarna, Píanókonsert
nr. 4 í Es-dúr, eftir Beethoven,
og loks sinfónía nr. 5 í E-moll,
eftir Tschaikowsky.
Æði er þetta, eins og menn
sjá, undarleg efnisskrá og ein-
kennilega samsett. Kannski var
það þess vegna, að heildaráhrif
tónleikanna voru ekki eins
KARLMANNAFOT
í glæsilegu
úrvali.
PEYSUR
SKYRTUR
BINDI
SOKKAR
TREFLAR
HANZKAR
SNYRTIVÖRUR
Kaiipiö jólafötin strax
WVT5AMAR
JOLAGJAFIR
. ánægjuleg og áhrif hvers verks
'út af fyrir sig, því ekki var
annað hægt að segja én allt væri
■ þarna vel gert.
j Það getur, held eg, ekki verið,
1 að það komi oft fyrir tónskáld,
að það heyri verk eftir sig
frumflutt tvo daga í röð, en
slíkt hefir nú hent Jón Leifs.
„Þrjár myndir“ er áheyrilegt
verk, sem vafalaust á oft eftir
að heyrast á hljómsveitartón-
leikum. í hl.iómleikaskrá er tek-
ið fram, að verkið sé skrifað
fyrir „litla hljómsveit eins og
Sinfóníuhljómsveit íslands" og
segir tónskáldið. að verkið sé
„skrifað undir áhrifum frá ís-
lenzkum abstraktmálurum, sem
með fáum hlutrænum litablett-
um og línum eiga að gefa til
kynna sálræna innsýn og hitta
með litlum tilbuvðum í mark.“
• í píanókonsert Beethovens
.var.einleikshlytýerkið í höndulh,
Ásgeirs Beinteinssonar. Hann
leyst það af hendi með miklum
glæsibrag; var öruggur og hafði
verkið fullkomlega á valdi sinu.
Ásgeir vígði þarna nýtt hljóð-
færi. sem keypt hefir verið í
hið nýja samkomuhús. Ef til
vill á hljóðfærið eftir að batna
við það, að á það er leikið, en
eftir þessa fyrstu heyrn býst
, eg ekki við, að margir muni
syngja því lof.
Á seinni hluta hljómleikanna
var svo leikin sinfónía Tshai-
kowskys. Var sá flutningur
mjög glæsilegur og stjórnand-
arium, Jindtich Rohan, til mik-
ils sóma. Þ. H.
7 bílar -
Frh. af 16. s.
Hlunkur heyrðist og bílarnir
skullu saman! Þetta var bíll
merktur Reykjavíkurhöfn. —
Skemmdir urðu á báðum bílun-
um, en þó minni á hafnarbíln-
um. Það var merkilegt við hann,
að honum ók kona, með mán-
aðargamalt ökuskírteini sem áð
sögn lögreglunnar heimilaði
konunni ekki að aka 5 tonna
vörubíl.
Þegar hér var komið, sendi
lögreglubíllinn neyðar skeyti á
lögreglustöðina. Senda verður
án tafar vinnuflokk með sand á
Miklúbrautina, því annars verð-
ur að loka þessari mikilvægu
umferðaræð. Um það bil hálfum
öðrum klukkutíma eftir að
fyrsti áreksturinn varð, leystist
hnúturinn. Allir bílarnir sjö
gátu haldið för sinni áfram til
bæjarins. Allir meira og minna
skemmdir, og eigendurnir mjög
hrelldir. Nokkru síðar kom
vinnuflokkur með sandinn og
hættuástandið var liðið hjá.
5 slasast —
Frh. af 16. s.
Piltarnir þrír, sem voru far-
þegar í bifreiðinni skrámuðust
allir og mörðust meir eða
minna, en slösuðust ekki alvar-
lega. sá eini sem slapp ómeidd-
ur var hinn 15 ára gamli bil-
stjóri. Bíllinn sjálfur er stór-
skemmdur og einkum fór hægri
hlið hans illa. V
Eins og að framan getur
var sex manns í bifreiðinni,
f.lórir þeirra voru 15 ára gaml-
ir'drengir þ. á. m. bílstjórinn,
hann var 15 ára og sá elzti 17
ára. Hann var. sá eini sem
hafði ökuréttindi og tók hann
á sig að hafa ekið bílnum.
Það fóru líka allir hinir bíl-
vei-jarnir í fyrstu, en breyttu
síðan framburði sínum fyrir
rétti og kom hið sanna í Ijós.
Bandaríkjasljórn hefir í'ram
lengt banni við sykurinn-
flutningi frá Kúbu til 30.
júní næstkomandi.
C. Larsen -- LíUeliammci*
REYKJARPÍPUR eru nýkomnar.
Tollalækkunarverð
Þær fást 1:
Verzl. BRISTOL, Bankástræti.
Verzl MATTHÍASAR SVEINSSONAR, ísafirði.
KEA, Akureyri.
Verzl. ÁSGEIR, Siglufirði.
Einkumboð:
ÞORSTEINN J. SIGURÐSSON
Bankastræti 6 — Sími 12585 og 14335.