Vísir - 11.12.1961, Page 7

Vísir - 11.12.1961, Page 7
Mánudagur 11. desember 1961 V í S I R Fréttaukinn á láugardags- svöldið var irá Sameinuðu bjóðunum, og .íú voru ekki "luttar hinar nargþvældu 'réttir útvarps og blaða, heldur viðtal frétta- mannsins við einn af íslenzku fulltrúunum á allsherjarþing- inu. Sagði hann frá starfi nefnd- ar þeirrar, sem hann á sæti í, og þótt ekki væru neinar stór- fréttir af störfum hennar, var þarna á ferðinni viðleitni til að gera þennan þátt forvitni- legri en hann hefir yfirleitt ver- ið. Er enginn vafi á því, að ef fréttamaðurinn leggur sig fram, mun hann geta fundið sitthvað á vettvangi Sameinuðu þjóð- anna, sem hlustendum þykir fróðlegt að heyra. Á laugardagskvöldið var fluttur annar hluti hins mikla leikrits, Mennirnir mínir þrír, eftir Eugen O’Neil, í góðri þýð- ingu Árna Guðnasonar. Hin mikla þekking, sem skáldið beitir af hnitaðri markvísi, nýt- ur sín vel í túlkun leikendanna, sem auðheyrilega hafa hrifizt svo af harmrænu seiðmagni leiksins, að þeir finna sig raun- verulega standa í sporum per- sónanna. En til að gera áheyr- endunum nærfellt óhugnanlega ljóst, hvað fram fer hið innra með persónunum, beitir höf- undurinn engum furðulegum eða fáránlegum brögðum, held- ur gamalkunnu og að margra dómi úreltu og næstum barna- legu ráði, lætur persónurnar hugsa, í heyranda hljóði— lætur þær tala, en aðeins lægra og í innilegri tón en í samtölunum. Klukkan rúmlega átta í gær- kvöldi flutti Árni Björnsson annað erindi sitt um jólagleði á fyrri öldum, fjallaði ■ um gleðirnar, þar dansaðir voru vikivakar og sungnar Amors- vísur og brunakvæði og hinum gamla Adam veitt tækffæri til að sýna, hve lífseigur hann er og illa typtaðúr. Þá var sagt frá fordæmingu kóngs og klerk- dóms á þessu blautliga athæfi — og sigri þeirra á þc. ,m gleðigjafa snauðrar og hart leikinnar alþýðu. Er- indi Árna var fróðlegt fyrir þá, sem ekki hafa áður kynnt sér það efni, sem hann fjallaði um, og hefði hann gjarnan mátt hafa til umráða lengri tíma, þótt reyndar væri vel flutt óperettan, sem var næst á dag- skránni. Árni flutti ekki mál sitt eins vel og æskilegt hefði verið. Hann hefir góða útvarps- rödd, en stundum er hann full harðmæltur og ekki vel skýr í máli. Úr þessu á honum að vera hægur vandi að bæta. Klukkan níu hófst spurninga- keppni menntaskólanna á Laug- arvatni og í Reykjavík. Henni stjórnuðu Gestur Þorgrímsson og Guðni Guðmundsson. Milli þess, sem svarað var spurning- um, skemmtu fulltrúar skól- anna með söng og hljóðfæra- slætti. Spurningarnar voru ekki alls kostar vel valdar, sumar hverjar. Þess var til dæmis ekki nægilega vel gætt, að þær væri þannig, að allir mættu standa jafnvel að vígi um svörin. Eg vil taka tvær þeirra til dæmis. Spurt var, hvað sá hreppur héti, sem næði yfir Hegranesið í Skagafirði — og hver væri settur bæjarfó- geti í Hafnarfirði. Það getur engan veginn talizt vítaverð fáfræði, þótt menntaskólanemar geti ekki svarað þessum spurn- ingum og hafi verið í fulltrúa- hópunum Skagfirðingur og Suðurnesjamaður, þá hlutu þeir að hafa allt aðra aðstöðu til svara en félagar þeirra .... Spurningar, sem valdar eru í svona keppni á að velja af mik- illi kostgæfni. Svörin þurfa helzt að sýná allt í senn: al- menna þekkingu, dómgreind og athyglisgáfu hinna verðandi menntamanna. Menntaskólinn í Reykjavík gekk með sigur af hólmi. Guðmundur Gíslason Hagalín. Pólitfsk réttarhöld í vændum þýzkaiandi. Þær fréttir berast nú frá Austur Þýzkalandi, að U1 bricht foringi kommúnista- flokksins sé að undirbúa víð- tækar hreinsanir í flokknum. Herma fréttir sem taldar eru áreiðanlegar að reka eigi fjölda j manns úr honum, sem staðið j hafa uppi í hárinu á Ulbricht og ennfremur er búizt við að uin 1000 flokksmenn verði dregnir fyrir rétt, sakaðir um j máttaryalcþpj, áþjóðlega starfsemi. Það er talið að reikningsupp- gjör þetta nái allt aftur til árs- ins 1953, þegar uppreisnin braust út í Austur Þýzkalandi. Þá mun hafa verið komin upp andstaða gegn Ulbricht í kommúnistaflokknum fig mun hún hafa stuðst við Beria-arm- inn í Moskvu. Sú mótstaða hrundi, þegar Beria var út- rýmt. Öðru sinni reis all sterk and- staða upp gegn Ulbricht í þýzka kommúnistaflokknum í sambandi við 20. flokksþingið 1956. Hélzt sú andstaða lengur við. þar sem Krúsjeff studdi hana bak við tjöldin. Hér var um að ræða hóp manna sem gagnrýndi Ulbricht fyrir stalin isma hans. En nú hefur Ul- bricht áunnið sér traust hinna nýju valdhafa Rússlands og mun nú hefjast handa um að gera upp sakirnar við forna andstæðinga sína. Aöeins það bezta hdii húsmóðurinni Kenwood-hrærivél VÚNDUÐ HEIMÍU3TÆKI ERU VARANLEG Kelvinator- kæliskápur Baby-strauvél Heimilistæki eru varanleg eign og því ættuð þér að vanda val þeirra. Gjöríð svo ve! að líta inn til okkar og kynnið yður það, sem við höfum á boöitólvm, Þér rnunið áreiðanlega ekki þurfa að fara annað í Ieit að beim heimilistækjum, sem hver hagsýn húsmóðir þráir, því aðeins það bezta hæfir henni. — Afborgunarskilmálar — Servis-þvottavél HEKLA Austurstræti 14 Sími 11687

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.