Vísir


Vísir - 11.12.1961, Qupperneq 16

Vísir - 11.12.1961, Qupperneq 16
Mánudagur 11. desember 1961 1-7 einingar. PRÓFESSOR Þorbjörn Sigurgeirsson, forstöðumaður Eðlisfræðistofnunarinnar, sagði Vísi í morgun, að geisla aiælingar í nóvembermán- uði hefðu reynzt frá Vz cin- ingu til 7 eininga, Það tclst langt fyrir ncðan liættu- tnörkin. Starfsmenn Eðlisfræði- itofnunarinnar taka daglcga iýnishorn úr andrúmsloftinu »g framkvæmdar eru viku- iegar geislamælingar í regn- /atni. ■í~ 5 slasast í árekstri. Söguíegur elthingaleikur. Aðfaranótt sunnudagsins varð all sögulegt umferðarslys á Skeiðarvogi hér í bæ, er fimm farþegar í einu og sömu bifreiðinni slösuðust.. Þetta ævintyri hófst með því að 15 ára gamall piltur tók bifreið sem er í sameign föður hans og bróður, í heimildar- leysi og bauð síðan tveimur félögum sínum í ökuferð. Fóru þeir vítt og dreift um bæinn, komust 'seinna til Hafnarfjarð- ar og þaðan hingað aftur. Bættust þá enn þrír farþegar í hópinn, tvær 15 ára telpur og einn 17 ára piltur. Skömmu eftir miðnætti nam bíllinn staðar í Hlíðarhverfi og flautaði bílstjórinn svo fer- lega að það vakti athygli lögreglumanns, sem var á eftir- litsferð í hverfinu. Þegkr þeir komu á staðinn Var billinn lagður aí stað og óku lögreglu- mennirnir í humátt á eftir. Var ekið norður, í Voga- hverfi og skýrði pilturinn sem ók bifreiðinni frá því fyrir rétti síðar, að hann hafi verið kominn vestast í Skeiðarvog inn þegar hann veitti því at- hygli að honum var veitt eftir- för. Kvaðst hann hafa haldið að þar væru einhverjir kunn- ingjar sínir á ferð, en hann vildi losna við þá og spýtti í. Er • síðan haldið áfram með miklum hraða austur yfir Langholtsveginn, en þá taka piltarnir í bílnum eftir því að bíllinn sem veitti þeim eftir- förina „blikkaði“ rauðu ljósi. Hemlaði pilturinn þá bifreið sinni, en svell og fljúgandi hálka var á götunni svo að pilturinn missti gjörsamlega stjórnina á bílnum, svo hann lenti út af veginum vogamegin og skall með miklu afli á ljósa- staur. Þegar lögreglan kom að augnabliki síðar lágu báðar stúlkurnar hálfar út úr bifreið-' inni og svo fast klemmdar milli ljósastaursins og hurðar- stafs að þær urðu ekki losaðar fyrr en búið var að ýta bílnum aftur á bak. Telur lögreglan að þar hafi engu mátt muna að dauðaslys hlytist af. Önnur telpan . hafði hlotið mikinn skurð á fæti, en hin höfuðhögg og var illa til reika í andliti hafði blætt inn á augað, mar- ist illa á höfði og með lausar tennur. Var einnig meidd á hendi. Framh á 5. síðu. 7 bílar í árekstri. STÆRSTA bílaárekstrasúp- an, sem orðið liefur ó götum Reykjavíkur, varð um klukk- an 8 á laugardagskvöldið ó Miklubrautinni, kippkorn fyrir neðan Hvassaleiti. — Sjö bílar, þar af einn lögreglubíll, voru þar í árekstrum. Slys varð ekki á neinum, en bílarnir skemmdu- ust sumir allmikið. Brlarnir voru á leið inn í bæ. Ástæðan til þessa óvenjulega atviks, var sú að um það leyti sem frostlaust varð á laugai’- dagskvöldið gerði frostrigningu á steinsteyptan kafla Miklu- brautarinnar. Svó mikið frost var við jörðina, að rigningin fraus jafnóðum og hún féll á steypta brautina. Upphaf óhappsins var það, að ökumaður leigubílsins R-1503, missti stjórn á bíl sínum á flughálli götunni. Skall hann fyrst á afturenda R-121 VW Sverris ÞÓrðarsonar, er sveigt hafði útaf akbrautinni til þess að lenda ekki á bíl Bolla Thor- oddsen verkfræðings, sem jeppi var með í drætti, vegna bilun- ar. Leigubíllinn slóst utan í bíl verkfræðingsins, sentist á- fram stjórnlaus og kom á ann- að afturhorn jeppans, og sleit við það dráttarkaðalinn. Stóð leigubíllinn þversum á götunni, mikið skemmdur er hann loks nam staðar. Bíll Sverris hafði einnig skemmst allverulega, bíll Bolla lítilsháttar, svo og jeppinn. Flytja varð leigubíl- inn út að vegarbrúninni, því annars hefðu enn fleiri bílar lent þar saman. Meðan beðið var eftir lög- reglunni munaði hvað eftir ann- að aðeins hársbreidd, að fleiri bilar ler^tu saman í bendu. Nokkru eftir að lögreglan kom á vettvang, var annar kominn í „spilið“, því forvitni ökumanns leiddi til þess að hann missti valdið yfir bíl sín- um, og rann hann á hliðina á bíl Bolla 'Thoroddsen, sem sat inni í bíl sínum og var að gefa lögrglunni skýrslu. Það var ekki mikið högg, og urðu á bíl Bolla frekari skemmdir á afturbrettinu, sem skemmdist í fyrsta árekstrinum. VW-bíll- inn dældaðist líka. Lögreglumenn sem stjórnuðu umferðinni meðan verið var að gera uppdrætti og taka skýrsl- ur af ökumönnum bílanna, voru hvað eftir annað í hættu, vegna bíla sem „dönsuðu“ á hálkunni við árekstrarstaðinn. Skodabíll snerist við á hálkunni og ekki. Tk^ 111M1 v” .^KKi ' munaði nema hársbreidd að hann rækist á lögreglubílinn. I Lögi-egluþjónarnir voru að ljúka störfum er lögreglubíll- inn, R-2003, varð fyrir fimm tonna vörubíl, sem kom með þungu skriði, þó á keðjum væri, fram með lögreglubílnum og seig síðan að hlið hans. — Framh. á 5 siðu- Danskur sér- fræSingur í borgaravörnum. Islenzk yfirvöld hglda á- fram að undirbúa og afla sér upplýsinga um borgara- varnir í Noregi og nú um lielgina kom hingað til lands danskur sérfræðingur dr. Toftemark að nafni, sem inun gcfa leiðbeiningar varð- andi hina læknisfræðilegu eða líffræðilegu hlið borg- aravarnanna, en sú hlið máls ins er mjög mikilvæg i vörn- um gegn kjarnorkuvopnum, þar sem þar er aðallega uin að ræða, að vernda borgar- ana gegn geislunaróhrifum. Dr. Toftemark kom hing- að með flugvél Flugfélags- ins á laugardaginn og tók dr. Jón Sigurðsson borgar- læknir á móti honum. Var myndin sem hér fylgir tekin -if þeim á flugvellinum. MEISTARAFLOKKUR Fram í handknattleik karla, varð Reykjavíkurmeistari í úrslitaleik á móti I.R. á sunnudaginn. Lauk leiknum með yfirburðasigri Fram. — WWVWWW^WWW-V.-. Ljósmyndari VÍSIS, I.M., ? tók bessa mynd af Baldri [■ Möller, er hann afhenti fyr- [■ irliða Fram-liðsins, Karli N Benediktssyni, hinn fagra / bikar'. ^ WWWWT^UWWWWWWW Ný vél — síldarrögun- arvél fyrlr togarana. Á laugardaginn var reynd í fiskmóttökuhúsi fsbjarnarins vestur á Hrólfskálamelum. ný íslénzk uppfinnihg, — vél sem sorterar síld. Er það Hallgrímur Guðmundsson fyrr- um togaraskipstjóri og núver- andi forstöðumaður Togara- afgreiðslunnar, sem hugmynd- ina á að vélinni. Vélin er ékki sérlega marg- brotin smíði. Stór sívalningur, sem rafmagnsmótor snýr, lík- astur mjölþurrkara, með skrúf- um sem í er rifa og smásíldin fellur niður í gegnum. Skúff- urnar skila stóru síldinni, í aðra skúffu. Þessi reynslu-keyrzla rög- unarvélarinnar, hafði tekizt ágætlega. Hallgrímur sagði blaðamanni frá Vísi, að ýms tæknileg atriði í sambandi við móttöku vélarinnar og fleira, ætti eftir að leysa. Rögunar- vélin sjálf, virtist vinna nokk- urn veginn alveg eins og Hall- grímur hafði vonað. Hann kvaðst hafa fengið áhuga fyrir slíkri vél í sam- bandi við sildarflutninga tog- aranna á Þýzkalandsmarkað, og við það væri þessi vél mið- uð. Á því væri vissulega full þörf, að sú síld væri röguð, með tilliti til að togararnir fái sem bezt verð fyrir sem bezta síld vegna þess að smásíldin ætti að geta orðið hverfandi í förmum togaranna. Og þessa vél er auðvelt að staðsetja á bryggju við hlið togarans. Ég held að það sé of snemmt, að fara að gera þetta að blaða- máli, sagði Hallgrimur. Við skulum fyrst sjá hvernig fram- haldið verður. Það veit ég ekki sagði blaða- maðurinn, hér virðist þó alla tíð þegar stigið stórt spor að nýrri uppfinningu. i

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.