Vísir - 14.12.1961, Blaðsíða 1

Vísir - 14.12.1961, Blaðsíða 1
yA\V^VAV.V.V.,.V.,.V.,.V.V.’.V.V,,.V.V..V.V.V.V.W.V/í,XV.1 VISIR 51. árg. Fimmtudagur 14. desember 1961. — 227. tbl. Luciuháfíðin í gær* / r Aðalfundi L- í. Ú. er lokið. Samþykkt var að skora á útgerð armenn að hafnir verði róðrar í trausti þess að samkomulag náist um fiskverðið eigi síðar en 20. janúar. Þá var kosin stjórn L. í. Ú.: Formaður Sverrir Júlíusson, Rvík, varaform Loftur Bjarna- son, Hafnarfirði, og í aðalstjórn Björn Guðmundsson, Vest- mannaeyjum, Valtýr Þoráteins- son, Akureyri, Jón Árnason, Akranesi, Finnbogi Guðmunds- son, Gerðúm, Sveinn Bene- diktsson, Rvík, Ólafur Tr. Ein- ai’sson, Hafnarf., Jónas Jónsson, Rvík og Hafsteinn Bergþórsson, Rvík. Varastjórn: Margeir Jónsson, Keflavík, Ágúst Flygenring, Hafnarf., Jón Á. Héðinsson, Húsavík, Tómas Þorvaldsson, Grindavík, Andrés Pétursson, Akureyri, Jón Axel Pétursson, Rvík, Ólafur H. Jónsson, Rvík Ingvar Vilhjálmsson, Rvík. í verðlagsráð L.Í.Ú. voru kosnir: Form.: Sigurður Péturs- son. Aðalráð: Jón Árm. Héð- insson, Húsavík, Þorvarður Ól- afsson, Grindavík, Ólafur Tr. Einarsson, Hafnarf. og Þor- steinn Arnalds, Rvík Vararáð: Björn Guðmunds- son, Vestmannaeyjum, Ölver Guðmundsson, Neskaupstað, Matthías Bjarnason, ísaf., Sæ- mundur Auðunsson, Rvík og Ragnar Thorsteinsson, Rvík. Fyrsti „vélheilinn" kemur til landsins. Fyrsta rafeindareiknivélin, eða vélheilinn eins og þær hafa verið kallaðar, er væntanleg til landsins. Er skýrt frá því í til- kynningu frá IBM umboðinu Otto A. Michelsen, að fyrsta Vegið upp. Heyrt á götu í morgun: „Það er verið að tala um, að hann Þórólfur Betík hafi létzt um sjö eða átta kíló síð- an hann gerðist starfsmaður hjá St. Mirren. Það er nú ekki orð á slíku gerandi, þeg- ar pyngjan hans hefir í stað- inn þyngzt um 3000 pund!“ vélin þessarar tegundar komi eftir eitt ár. Eru það allmikil og góð tíðindi, því að erlendis þyk- ir sjálfsagt að nota slíkar vélar við margs konar flókna útreikn- inga, svo sem í sambandi við verkfræðistörf og á sviði vís- inda og viðskimalífs, en vélarn- ar eru svo dýrar, að enginn hér á landi hefur enn getað ráðizt í kaup á þeim. . í tilkynningu IBM um þetta segist umboðið hafa gengizt fyr ir kynningu á gatspjaldakerfi og kennslu í meðferð þeirra IBM gatspjaldavéla sem hér hafa verið í notkun í um það bil 10 ár. Er nú enn fremur haf- in kynning á grundvallareigin- leikum rafeinda-reiknivéla, en Frh. á 4. síðu. Lúcíuhátíðin var haldin há- sínum um kvöldið. Þær eru Sigurborg Ragnarsdóttir. tíðleg að venju í gærkvöldi. þarna á myndinni, sem tek- Efri röðin frá vinstri: Arn- Sænsk-íslenzka félagið stóð in var eftir að þær höfðu heiður Björnsdóttir, Sigríð- fyrir hátíðinni, sem var hald- komið fram: Fremsta röð frá ur Magnúsdóttir, Ingunn in í Þjóðleikhúskjallaranum. vinstri: Helga Hauksdóttir, Benediktsdóttir og Anna Lucian birtist ásamt þernum Lúcían, Birna Geirsdóttir og Guðrún Jónsdóttir. (Ljósm. Vísis I. M.). !■■■■■■! Geysileg síld JKownast menn í runtía meö hana Mikil síldveiði var í nótt og i fræðingur haft talsamband við , z síldarleitarskipið Fanney, sem almenn. I morgun snemma J ’ hafði Jakob Jakobsson fiski- Stækkun Iðnskólans. RÍKI og Reykjavíkurbær munu væntanlega leggja nokk- urt fé af mörkum til þess að hægt verði að leysa úr aðkall- andi vandamáli Iðnskólans. Eru það áform skólastjórans, Þórs Sandholt, að breyta fyrirhug- aðri viðbótarbyggingu, — sam- komusal, í kennslustofur fyrir verkkennslu iðnnemanna. Bygginganefnd skólans hefur snúið sér bréflega til ríkis og bæjaryfirvalda út af máli þessu. r gær ’ítti blaðið stutt samtal við Þór Sandholt skólastjóra: Sagði hann að hér væri um mjög aðkallandi mál að ræða fyrir starfsemi skólans. Á síðari ár- um hefur verkkennsla farið sí- fellt vaxandi í skólanum. Hann var þó aldrei hugsaður til þess að leysa annað verkefni en að veita aðstöðu til bóklegs náms. Það mun láta nærri að af um 1200 nemendum skólans séu 800 —900 sem eru við iðnnám sem skapa þurfti aðstöðu til verk- ' kennslu. Á síðari árum hafa ver- ið stofnaðir slíkir sérskólar inn- an Iðnskólans, t. d . prentara- skólinn, trésmiða, og nú er byrjað að fást við verkkennslu á sviði málmiðnaðar, t. d. í raf- suðu. Er aðstaðan alls ófull- nægjandi til þessa og nægir að benda á rafmagnskerfi skól- ans, sem var aldrei hugsað að mæta þyrfti álagi frá stórum vélum og verkfærum. Ef hætt er við fyrirhugaðan samkomusal í vesturálmu, en Framh. á 3. síðu er með síldveiðiflotanum. Var þeim þar um borð kunnugt um, að um 50 skip væru með síld eftir nóttina, um og yfir 30.000 tunnur alls. Er þetta án efa ein allra bezta nóttin á vetrarsíld- veiðunum. Flotinn var í áíld vestur við Jökul og eins suður við Eldey. Síldin þar er stærri en sú sem veiðzt hefir á þeim slóðum undanfarið. Hvernig á að nýta síldina? Niðri við höfn veltu menn því fyrir sér í morgun, hvaða möguleikar væru á að nýta alla þá síld, sem hingað til Reykja- víkur berst í dag. Eitthvað mun fara í bræðslu, en á öll- um söltunarstöðvunum verður unnið fram á nótt, þótti fyrir- sjáanlegt. Framh. á 4. síðu. Kona drukknar í læk. Síðastliðið sunnudagskvöld drukknaði roskin kona, Petra Gísladóttir frá Grund í Nesj- um í læk skammt frá bæn- Petra hafði farið heiman- að frá sér á sunnudaginn til næsta bæjar, sem var þar skammt frá. Þegar hún kom ekki heim um kvöldið, en vitnaðist jafnframt að hún hefði farið af bænum sem hún fór til, var leit hafin og leitað alla nóttina. Morguninn eftir fannst Petra drukknuð í læk sem rennur þar skammt frá.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.