Vísir - 14.12.1961, Blaðsíða 11

Vísir - 14.12.1961, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 14. des. 19öl VIS ÍR 11] K MorSin í húsinu eftír M* Haíííday Þarftu ekki neitt fleira? — Nei-nei, sagði Kate og gægðist forvitin inn í eldhús- ið. — Ekki vissi ég að þú hefð ir gesti. — Það litu gamlir kunn- ingjar inn til mín, sagði Su- san. — Ég hefði vitanlega ekki ónáðað þig ef ég hefði vitað það, sagði Kate og horfði á bollana, sem stóðu á borðinu. — Ég hefði getað beðið Fred um að skreppa út í búð. En vantar þig ekkert sem ég gæti lánað þér? — Nei, þakka þér fyrir. — Koma foreldrar þínir heim á morgun? — Já, seinni partinn, býst ég við. — Þau hafa svei mér verið heppin með veðrið, sagði Kate. — Og þakka þér nú kær lega fyrir hjálpina. Susan gekk frá kaffibakk- anum. Hún fór inn með hann og varð í rauninni ekkert hissa á að stofudyrnar voru lokaðar. Það var ekki ólík- legt að Steve vildi tala við ofurstann án þess að hún heyrði. Hún heyrði ekkert manna- mál. Hún setti bakkann á stól við stofudyrnar og hikaði um stund. Var í vafa um hvort hún ætti að drepa á dyrnar eða koma fyrirvaralaust inn. Það átti að vera óþarfi að drepa á sínar eigin dyr, en hún gerði það samt — hik- andi. Enginn svaraði. Hún barði aftur, og nú fastar, en ekki kom neitt svar 29 enn. Voru þeir farnir? Höfðu þeir laumast burt, til þess að hún yrði ekki bendluð við málið? aÞð mundi hún aldrei fyrirgefa þeim. Hún hratt upp hurðinni. Ofurstinn var að minnsta kosti ekki farinn. Hann hall- aði sér aftur í stóra stólnum, hafði rétt úr fótunum og virt- ist steinsofandi. En Steve? Var hann farinn? Eða hafði hann farið upp á loft? Susan leit við og ætlaði að kalla á hann, en rak þá augun í dálít- ið, sem gerði hana hrædda. Rauðan blett á kinn ofurst- ans. Blóðrauðan! Þarna sem hún stóð gat hún aðeins séð fæturna á honum, handlegg sem hékk slapandi niður af stólbríkinni, og svolítið af andlitinu. Það fór hrollur um hana . . Hún beit á jaxlinn og fann að hún þyrfti að skoða manninn betur, en var hrædd við það, sem hún mundi sjá. Hún gat ekkert hugsað í nokkrar sek- úndur, og hún vissi ekki sjálf, að hún var orðin náföl. — Ofursti, sagði hún lágt. — Ofursti! — Ofursti! hrópaði hún og hljóp til hans. Þá sá hún gap- andi sárið. LÖGREGLAN Susan var sannfærð um að hann var dauður. Hún stóð agndofa — gat hvorki hrært legg né lið. — Nei, hvíslaði hún. — Nei, Steve! Röddin var svo annarleg. — Æ, Steve, Steve! Hvers vegna gerðir þú þetta?’ Hún lokaði augunum sem snöggv- ast, til þess að reyna að vísa ægilegu sýninní sinni á bug. — Steve, sagði hún aftur — Röddin brast. Loks gat hún hreyft sig, og fór að stólnum ofurstans, ef hún gæti orðið að ein- hverju liði. Hún var eiginlega ekkert hrædd við að sjá blóð.! en þetta var svo hræðilegt. að þessi maður, sem hún að vísu ekki hafði þekkt lengi, en fallið svo vel við — eigin- lega þvert sér um geð —, sem var svo aðlaðandi og virtist svo hygginn og þrekmikill, skvldi hafa verið myrtur. Hún lvfti handleggnum, sem lá út af stólbríkinni. Höndin var volg ennþá. Hún tók á slagæðinni, þó hún vissi að það væri þýðingarlaugt. Svo fór hún í símann. Lvfti taltkæinu en valdi ekki núm- er. Hún þurfti ekki að kalla á lögregluna strax. Hún gat beðið dálitla stund Hún gat gefið Steve færi á að komast undan. Hún varð að gefa hon- um tækifærið. Hann hafði treyst henni — og hún var ástfangin af honum. Það var sannleikurinn. Og af því að henni þótti vænt um liann, varð hún að gefa honum tæki- færið til undankomu. Hálf- tíma? Klukkutíma? Hikandi lagði hún taltækið á kvíslina aftur. Hún sá í huganum andlitið á Steve. Brosandi en um leið biðjandi augun. „Gefðu mér tækifær- ið!“ sögðu augun. „Ofurlít- inn tíma — það er það eina,, sem ég bið þig um!“ Susan stóð lengi í sömu sporum. Svo hrópaði hún: — En ég get það ekki! Hún tók símatækið aftur. Hún varð að hringja á 999 — og hún varð að gera það und- ir eins. Það var glæpur, ef hún gerði það ekki. Steve hafði gert þetta — hann hafði Sagan — 68 drepið tvær manneskjur — og kannske mundi hann drepa fleiri. Þú verður að gera þér það ljóst, sagði hún við sjájfa sig. Þú verður að skilja að hann er morðingi, og þú mátt ekki gefa honum einnar mínútu frest. Mundu, að þú þekkir hann ekki — hann kemur þér ekkert við. Hringdu 999! — Gefið mér símanúmerið yðar, og segið mér hvort það er lögreglan, slökkviliðið ,eða Susan svaraði og beið. Hún heyrði alls konar hljóð utan j af götunni. Hurð var skellt og hún heyrði fótatak. — Scotland Yard! sagðij einhver rödd. — Já — þakka yður fyrir, sagði Susan. — Ég ætla ... Bylmingshögg heyrðist á: útidyrunum. Hún heyrði mik- ið fótataktraðk, svo að hún vissi að þrír fjórir menn j hlytu að vera við dyrnar. i Hverjir voru það? — Já, ungfrú? sagði rödd- in í símanum. — Ég heiti King, sagðb Susan þurrlega. — Ég verð að biðja yður að koma undir eins í númer 23, Chesterton Avenue, Elgate. • Suður-kóreskt fallhlífalið vann aHmikinn sigur á skæruliðum kommúnista um seinustu mánaðamót I Phuoc Than héraði, um 40 km. norður af Saigon. — Yfir 100 menn féllu "af liði kommúnista. >arnakjólar i úrvali VAFFES-BÚÐIIM Iilapparstíg 40 (Horni Grettisgötu og Klapparstígs). NÝKOMNIR ÞÝZKIR KVENSKÓR MEÐ INNLEGGI O G KVARTHÆL LGL LÁRUS G. LtÐVÍGSSON SKÓVERZLUN G O SI jólasaga barnanna ^The end of another DAY OF FUTILE SEARCHINS BV JlMINY CKICKET FOR PlNOCCHlO-.. <WHEW! MY \ > ONLY HOPE l LEFT IS THE EYENINS STAK- JHE WisHlNS ífc STAK! ' WISHINS STAK, X WISH, X WISH X MAY FIND PíNOCCHIO... AND BRlNS HIM HOME...SO |§g J THAT SEPPETTO WILL } N_ WOKK AGAIN ,1 FOK SANTA! J i JlMINY REPEATS HIS WISH...AND THEN ... A luminous swirl appeaks... Og enn einn dagur er liðinn, síðan Tumi byrjaði að leita að Gosa litla. — Æ, æ, æ. Nú er eina von- in að ósltastjarnan Hjálpi mér. — Óskastjarna, ég ösl;a mér, að ég geti fundið hann elsku Gosa litla og flutt liann heim til lians pabba síns. Og þá get- ur hann haldið áfram að vinna að leikföngunum fyrir jóla- sveininn. Tumi litlí enduriekur ósk sína, og þá birtist allt í einu glampandi ský ... Höfum upp á að bjóða stærst úrval alls kon- ar bifreiða. Salan er örugg hjá okkur. Taunus Station ’61 til sölu

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.