Vísir - 14.12.1961, Blaðsíða 4

Vísir - 14.12.1961, Blaðsíða 4
4 V í S 1 R UNDRIB SiÁLFS/EVISAGA ameríska miðilsins Arthur Fords í þýðingu sr. Sveins Víkings. er komin út á íslenzku. Þetta er tvímælalaust ein- hver merkasta bók um sálræn efni, sem út hefur komið hér á landi. Erlendis hefur bók þessi vakið mikla hrifningu og lof gagnrýncnda. Þær staðreyndir gnæfa ofar öðrum á æviferli Arthur Fords ,að hann „sá dánarlista í stríðinu, áður en þeir voru birtir. ; / ■Jr vann mcð Sir Arthur Conan Doyle og Sir Oliver Lodge að því að koma á þeim starfshátlum hjá atvinnumiðlum, að þeir stæðust ströngustu gagn- rýni -jfc- réð hið fræga „Houdini-dulmál“, sem hinn al- kunni hragðarefur notaði til að sanna sig fyrir konu sinni var opinberlcga viðurkenndur af töframannin- um Howard Thurston (eftir að Thurston hafði ráðizt harkalega á hann, bæði í blaðagreinum og ræðum) sem áreiðanlegur útskýrandi sam- bands framliðna sigraðist á afleiðingum slyss, sem næstum því varð honum að aldurtila, og þar af leiðandi eit- urneyzlu, fyrir andlegar lækningar ^ hlaut viðurkenningu frægra háskólamanna og lærdómsmanna jr starfaði með flokkum presta frá ýmsum trúar- félögum að því að kanna þátt skyggni, dulheyrna og spávizku í trúarreynslu manna. UNDRIÐ MESTA er sannkölluð jólabók. Verð í góðu bandi kr. 169,95 (mcð söluskatti). ÚTGEFANDI Skollaleikur — Framh. af 12. síðu. málaliðar skyldu fluttir brott frá Katanga. En herlið SÞ er skyldugt að framfylgja þessari tillögu. Reynslan sýnir, segir O’- Brian, að Bretar greiddu at- kvæði með þessari tillögu aðeins vegna þess, að þeir ímynduðu sér að hún yrði aldrei framkvæmd. Svik við hermenn SÞ. í ágústmánuði sl. lét O’- Brian loksins framkvæma handtökur 200 evrópskra liðsforingja, málaliða í her Katanga. Síðan það gerðist reyndi brezka stjórnin stöð- ugt að láta víkja mér frá. Nú eru bardagar hafnir aftur í Katanga, segir O’- Brian. Bandaríkin styðja að- gerðir SÞ af alhug, en Bret- ar koma enn fram með sínar gömlu tillögur, að ekki megi beita Katanga-menn nauð- ung, eða að semja beri vopnahlé. Slíkar tillögur við þær aðstæður, sem nú eru, verða að teljast bein svik við hermenn SÞ, sem hætta nú lífi sínu í Kongó við að framkvæma þá ályktun SÞ, sem Bretar þorðu ekki að greiða opinberlega atkvæði gegn. Síldin — Framh. al 1. síðu. Enn meiri síld berst til vinnslu í landi nú en undanfar- ið, því togararnir munu ekki taka neina síld til útflutnings fyrr en í vikunni eftir jól. Höfrungur II hæstur. Að vanda berst mikil síld til verstöðvanna hér við Faxaflóa. Höfrungur II frá Akranesi er með mestan afla eftir nóttina, 1600 tunnur af Eldeyjarsíld, þá var Sigurður AK, sem er 70 tonna bátur, með 1350 tunnur, Pétur Sigurðsson, sem landar hér í Reykjavík, 1400. Ólafur Magnússon, Akureyrý 1000. Hilmir KE 1100, Bjarney, land- ar í Rvk, 1000—1200 tn. og Haraldur, Akranes, 900 tn. Undir Jökli. Fanney gat þess í „morgun- skýrslu“ sinni, að 40 bátanna hefðu verið vestur við Jökul með um 22.000 tunnur og átta bátar. við Eldey með 8000 tn. Meðal báta, sem væntanlegir eru hingað, eru: Björn Jónsson 500 tn., Sæfari 550 og Harald- ur Jónsson sama magn. Þor- björn GK 900 tn., Svanur 650 tn. og Ásgeir 500 tn. Voru bát- arnir, sem koma hingað til Reykjavíkur í dag, með nær 10.000 tunnur alls. 5 bækur frá Ægi — Frh. af 7. s. eftir Dorothy Quentin. Hin fyrri fjallar um ung og hamingju- söm hjón, sem erfa lítið, unaðs- x mimtu'dagþx T43p?j^SpP 500 mannamyndir 484 blaðsíður 455 æviskrár 6615 mannanöfn Hafið upp á ætt- mennum yðar í Vesturheimi. Send- ið beim kort fyrir jólin og stofnið til nýrra bréfaskrifta við þá. Finnið nöfn og heimilisfang á æviskránum. VESTUR-ÍSLENZKAR ÆVISKRÁR Kr. 480.00 BÓKAFORLAG ODDS BJÖRNSSONAR '&mm mm ***»•»£ sem Ármann Kr. Einarssoii hefir skráð fyrir yngri kynslóðina. Bækur Ármanns hafa allar náð miklum vinsældum. Nú kemur framhald af „Ævintýri í sveitinni“ og nefnist eftir Ármann Kr. Einarsson BÓKARFORLAG ODDS B JÖRNSSONAR aÍS legt hús. Þar safnast að þeim ýmsir ættingjar langt að komn- ir og munu lesendur hafa gaman af öllu, sem þá gerist. Ástin sigrar fjallar um unga og fagra hjúkrunarkonu, sem leggur hug á afburða lækni — og ástin sigr- ar vitanlega, þótt oft sé tvísýnt um úrslitin. Þýðandi er Jóhann Bjarnason. Vöndui bók — Frh at 2 siðu. fyrir slíka bók á fundi í félag- inu. — Bókin er í þremur aðal- köflum, um umferðarmál og umferðarlöggjöfina, eftir Sigur- jón Sigurðsosn lögreglustjóra, um vélina og vagninn, eftir Bjarna Kristjánsson vélaverk- fræðing, og um hjálp í viðlög- / . um, eftir Henry Hálfdanarson. Margar myndir eru til skýring- ar. Hún er prentuð í 5000 ein- taka upplagi. Verð hennar er 60 kr. eintakið og í alla staði vel til útgáfunnar vandað. VéHteili — Framh. af 1. síðu. sumar þeirra byggja einnig á gatspjaldakerfinu. Telur um- boðið nauðsnlegt að íslending- ar fylgist með því sem er að gerast í þessum málum, sérstak- lega vegna þess, hve skammt við erum á veg komnir í grund- vallarrannsóknum, en aðgang- ur að rafeindareiknivélura myndi geta aukið afköst sér- fræðinga okkar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.