Tölvumál - 01.11.1983, Page 10

Tölvumál - 01.11.1983, Page 10
ORÐIÐ E R LAUST A HÚ AÐ SKIPTA UM HAFH k EIHSKIPAFÉLAGINU? (Að gefnu tilefni í 6. tbl. 8. árgangs Tölvumála.) Ritstjóri hvetur til umræðna um nafn Skýrslutækni- félags íslands og telur ýmislegt benda til þess að það dugi nú ekki iengur. Mig langar að setja fram mína skoðun, sem er í stuttu máli su, að nafnið sé nógu gott og eigi að fá að standa í friði. íslensk tunga er sífellt að breytast. Hún býr sem betur fer yfir þeim þroskabroddi, sem gerir kleift að laga hana að breyttum tíðaranda og breyttum starfsháttum. Það var til dæmis eitt af fyrstu verkum félagsins að setja á stofn nefnd til að huga að nýyrðum. í þeim anda hafa líka flestir þeir, sem skrifað hafa eða talað opinberlega um málefni gagnavinnsiu eða tölva, gert sér far um að íslenska þau hug- tök er við sögu komu. Og sumar þýðingar verða fleygar frá því þær heyrast fyrst; aðrar eru fæddar andvana. Sum orð eru afdráttarlaust góð, önnur reynast nothæf í bili, en víkja síðan fyrir rétta orðinu, þegar það finnst. Þetta er eðlilegt. Þetta hefur gerst frá alda öðli. Þar með er hins vegar alls ekki sjálfsagt að skipta um nafn á virðulegu félagi í hvert sinn sem breyting verður á tungutaki eða þeirri verktækni, sem er á döfinni hverju sinni. Mér varð hugsað til Eimskipafélags íslands þegar ég las pistil ritstjórans. Dettur nokkrum í hug að gefa því félagi nýtt nafn þó að það hafi ekki átt eimskip í eigu sinni í áratugi? Hvað um Útvegsbændafélag Vestmannaeyja eða Hið íslenska steino1íuh1utafélag (sem sjaldan er að v£su nefnt nú orðið)? Nöfn félaga sem tengd eru atvinnu1ífinu segja einmitt oft merka sögu sem er samtíðinni holl áminning um það, hversu hratt breytingarnar koma yfir okkur.

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.