Vísir - 19.12.1961, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 19. desember 1961
V t S 1 R
S
Iðnaðarbenki
lsland§ ii.f.
óskar viðskiptavinum sínum
iteciileav'a ióta
L
cjieöiiecjra joia ocj j^aróceíó
Lomandi dró
og þakkar viðskiptin á liðnu ári.
Athygli skal vakin á, að við getum boðið
mjög hagkvæmar
LIFEYRISTRYGGINGAR
Eru þær jafn hentugar einstaklingum sem
vilja tryggja sér lífeyri á efri árum og fyrir-
tækjum eða stofnunum, er tryggja vilja
starfsmönnum sínum eftirlaun frá ákveðn-
um aldri.
Skattalögin leyfa frádrátt á iðgjöldum af slíkum lífeyristryggingu
allt að 10% af launum, þó ekki hærri en 7.000.00 kr. á ári, og
2.000.00 kr. árlega í frádrátt fyrir venjulega líftryggingu.
Þeir sem á þessu ári ætla að notfæra sér þessar ívilnanir löggjafans,
verða að ganga frá tryggingunum fyrir áramót.
íslenik kristniboðs-
stöð á Grænla
Þegar flugvél frá F. f.
fór á sl. sumri með fyrsta
ferðamannahópinn á vegum
þess og Ferðaskrifstofu ríkis-
ins vestur í íslendingabyggð-
ir í Grænlandi, varð einn
ferðamannanna þar eftir. Það
var Þórarinn Magnússon
héðan úr bæ, sem hélt þar til
trúboðsstöðvarinnar í Nanor-
talik, þar sem hann hefir
dvalizt síðan, en frá honum
var sagt í Vísi skömmu síðar.
Nú hefir lrann ritað Vísi eft-
irfarandi grein um áhuga-
mál, sem hann hefir fengið
þar vestra:
Allt frá þeirri stund, er eg
fyrst sá hinar fornu íslend-
ingabyggðir í Grænlandi,
hefi eg eins og verið gagn-
tekinn af þeirri hugsun, að
stofna þær að nýju. Hér
á eg þó ekki við, að íslend-
ingar flytji að nýju til Græn-
lands til að hefja þar land-
nám, heldur er mín hugsun
annars eðlis.
Á þeim tíma, sem eg hefi
starfað hér í Grænlandi, hefi
eg fengið brennandi áhuga
fyrir því, að íslendingar
hefji kristniboð og eignist
kristniboðsstöð á fornum
slóðum landa vorra, sem eitt
sinn lifðu og dóu í þessu
landi.
Þessar fslendingabyggðir
sem eg á hér við, eru Bratta-
hlíð, Garðar og Narssaq.
Hinir tveir fyrrnefndu eru
hreppar, en Narssaq er ört
vaxandi bær. Þetta er allt
í sama héraði og hægt að
komast til allra staðanna
með því að sigla Eiríksfjörð.
Bærinn Narssaq liggur vel
við samgöngum á sjó, enda
mörg kaupskip, sem sigla
þangað. Þar er töluverður
fiskiðnaður og hefir það sitt
að segja.
Hér er það, sem eg hefi ein-
mitt áhuga fyrir að fslend-
ingar eignist kristniboðsstöð.
Eg hygg, að hér sé mögu-
leikar fyrir ísland, að hefja
tengsli sín að nýju við Græn-
land með þessu móti. Þegar
þetta land opnaðist fyrir
nokkrum árum fyrir hinu
frjálsa trúboði, voru það Sví-
ar, sem fyrstir gengu inn um
þær dyr. Tvær sænskar
kristniboðsstöðvar hafa því
risið hér í Grænlandi, í
Julianeháb og Nanortalik.
Litlu seinna kom norsk
kristniboðsstöð í höfuðstaðn-
um Godtháb. Væri þá ekki
einmitt tilvalið, að við ís-
lendingar eignuðumst kristni
boðsstöð á þeim slóðum, sem
landar vorir forðum gengu?
Jú, vissulega. Ég gæti trúað
að þetta myndi gleðja marg-
an íslending og ekki sízt alla
þá, sem heimsótt hafa þessa
staði.
Hinn 12. okt. s.l. fór ég til
Narssaq, ásamtnorska kristni
boðanum Arly Lund í Juli-
aneháb, til að athuga mögu-
leika á að fá lóð undir
kristniboðsstöð. En meðan
við dvöldum þar, keyptum
við mat og kaffi á þeim
veitingastað, sem ísl. ferða-
manna hóparnir drukku kaffi
er þeir heimsóttu bæinn sl.
sumar. Er hinn danski veit-
ingamaður vissi um erindi
okkar, sagði hann: „Þið ætt-
uð bara að kaupa af mér, því
þá fáið þið fullgert hús . ...“
Hann ságðist selja húsið, eins
og það hefði kostað hann
eða fyrir 60 þúsund danskar
krónur, með greiðslu út í
hönd. Húsið er staðsett á
góðum stað og um 1000 m2
lóð fylgir með byggingar-
, réttindum fyrh rúmlega eins
stóru húsi. Aðalvatnsæð bæj-
arins liggur skammt frá hús-
inu og nefndi hann það sem
hlunnindi, á þann hátt, að
húsið hefði vatn allt árið, en
flestir bæjarbúar verða
að sækja það í vatnstanka
bera heim í fötum.
Ef þú lætur allt fylgja, sem
tilheyir húsinu, sögðum við
honum, athugum við málið.
Samkomulag varð, að við
skyldum hittast eftir einn
mánuð og taka ákvörðun. Þ.
12. nóv. vorum við svo aftur
í Narssaq. Var þá kaupsamn-
ingur gerður og undirskrif-
aður og vottfestur í skrif-
stofu bæjarins.
Kaupverð hússins ásamt
öllu innbúi er 60 þús dansk-
ar krónur, sem greiðist
þannig:
30 þús. kr. 1. júní 1962 og
þá fara fram eigendaskipti.
15 þús kr. 1. des. 1962.
15 þús. kr. 1. júní 1963.
f fjórða lið samningsins
stendur m. a.: „.... ef pen-
ingar eru ekki fyrir hendi
á fyrsta gjalddaga, getur
seljandi þegar í stað ógilt
gerðan samning .... “
Hér var ekki um annað
að ræða, en að höndla í trú
og trausti þess, að þetta tæk-
ist og þegar að gjalddaga
kemur er það mín trú, að
sigurinn verði íslands megin
og fslendingar þannig eign-
ist kristniboðsstöð í Græn-
landi 1. júní 1962. Má svo
ske í Jesú nafni.
Með kærum kveðjum til
allra heima á fslandi.
Þórarinn Magnússon,
Nanortalik, Grænlandi.
Þetia er liús það, sem fjallað er um í greinni og Þórarinn
Magnússon hefir gert samning um að kaupa. Vonandi tekst
honum fyrirætlun sín. (Þórarinn Magnúss. tók mynúirnnr)