Vísir - 19.12.1961, Blaðsíða 3

Vísir - 19.12.1961, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 19. desember 1961 V 1 S I B MYNDSJÁ Það árar vel að þessu sinni. Það er mikið að gera í öllum prentsmiðjum um þessar mundir, en þó mun annríkið hvergi vera eins mikið og í bókbandsstof- um, þar sem karlar og konur leggja síðustu hönd á bókagerðina, áður en bækur af öllu tagi, öllum stærðum og gerðum og um sundurleitasta efni eru sendar til bóksala mn land allt. 'y-' Ljósmyndari Vísis leit inn í ísafoldarprentsmiðju í fyrradag, og þar var sannarlega handagangur, því að ísafoldarprent- smiðja er stærsta forlag landsins, þótt allar skóla- bækurnar, sem frá henni koma, sé ekki mcðtaldar. Vísir gat þess í sl. viku, að undanfarna 2—3 mán- uði hefði forlagið sent frá sér um 300 arkir á jóla- markað, og var þá ekki einu sinni allt farið út, sem ætlunin hafði verið að láta í búðir. Sumt verð- ur jafnvel að bíða betri ■ tíma, af því að nú er orð- ið svo áliðið. Það er mál manna, sem j að bókaútgáfu og sölu j standa, að bókasala sé meiri að þessu sinni en oft áður, að minnsta kosti j meiri en á tveim síðustu árum, enda er efnahagur manna góður, og svo mik- ið úrval hefir verið und- anfarna máuði af öðrum varningi, að menn þurfa ekki að kaupa hann sér- staklega vegna jólanna. Þegar svo stendur, er bók- in alltaf góð gjöf og skemmtileg eign. Stóra myndin, sem hér , birtist, . sýnir nokkurn , hluta bókbandsstofu ísa- foldarprentsmiðju. Þar sjást ellefu manns við vinnu, sveinar og stúlkur, einnig hjálparfólk, sem gripið er til í mesta ann- ríkinu, en fleira fólk er annarsstaðar í salnum. Um eintakafjöldann á boðunum skal ekkert full- yrt. Tveggja dálka myndin er tekin á bókalager for- lagsins, og þar heldur Pét- ur Ólafsson, forstjóri, á nýjustu bókinni, sem kom út á laugardag. Orustunni um Atlantshaf- ið, og hjá honum stendur Ragnar Jónsson, sem er seg/a má að sé einskonar „bókavörður“, lagermað- ur, fyrirtækisins. Það má sjá á svipnum, að báðir eru ánægðir með viðskipt- in. Loks er svo yngismær, sem blaðið veit ekki nafn JT A hverfanda hveli Framh. áí 1 siðu. mín bók er líka stórkostleg. Allir eru sammála um, að ég fái Pulitzer-verðlaunin fyrir hana, þegar .. ..“ Það voru þessi storkandi ummæli, sem urðu til þess, að Margaret Mitchell afréð að láta kylfu ráða kasti og afhenda Latham handritið, eins og það lá fyrir. Árangurinn varð líka sá, að hún fékk Pulitzer-verð- launin fyrir skáldsögur 1937. ♦ gagnrýnendur voru líka hrifnir af sögunni — að minnsta kosti flestir. í Suð- urríkjunum var henni líkt við verk Faulkners og Cald- wells, jafnvel Stríð og frið eftir Tolstoy og Hégóma- markaðinn eftir Thackeray. Og bókin fékk einnig lof í öðrum hlutum landsins. Til dæmis sagði J. Donald Adams í New York Times, að þetta væri ein bezta skáld- saga, sem nokkru sinni hefði komið út í B andaríkj unum og klykkti út þannig: „Þetta er bók með óvenjulegu list- gildi, saga sögð af slíkri snilld, að enginn, sem yndi hefir af skáldverkum, má láta hana framhjá sér fara.“ Rett er að geta þess, að til voru og þeir, sem töldu bók- ina harla lítilfjörlega, en margir þeirra tóku sig þó á og hugleiddu málið á ný, þegar hún liafði fengið Pulitzer-verðlaunin. Þegar þeir athuguðu hana á ný, fannst þeim hún heldur skárri en áður! ♦ J|||argaret Mitchell varð fræg á augabragði víða um lönd, en þó varð frægð hennar margfalt meiri, þeg- ar kvikmynd hafði verið gerð af sögu hennar og send út um heiminn. Hún var tvö ár í smíðum, og aðalleikendur voru Clark Gable, Vivian Leigh, Leslie Howard og Olivia de Havilland. Frum- sýning var í desember 1939, og vitanlega í Atlanta. Þar með var til orðin fyrsta stóra litmynd vorra daga, að ýmsu leyti sú, sem frægust hefir orðið og það er enn verið að sýna hana á ýmsum stöðum. Tekjuhæsta kvikmynd heims varð hún einnig, því að tekj- urnar af henni eru nú komnar á fimmta tug mill- jóna dollara. Margaret varði tíma sínum til að svara bréfum frá aðdá- endum, gefa skipum nafn, selja stríðsskuldabréf og til að gera yfirleitt allt, sem frægt fólk verður að taka sér fyrir hendur. Samt hélt hún víst áfram að vera ein- ungis húsmóðirin, sem hún hafði verið. „Ég skrifaði þessa bók' bara mér til skemmtunar,“ skrifaði hún einni vinkonu sinni við eitt- hvert tækifæri. ♦ •pveim árum eftir að Á hverfanda hveli kom út, var Margaret stödd í New , á, og er hún í óða önn að smeygja myndaörkum inn í bók, „Orustuna um At- lantshafið“. York, þar sem hún heim- sótti vinkonu sína Lois Dwight Cole hjá Macmillan- forlaginu. „Á ég að segja þér,“ sagði hún þá allt í einu, „mér hefir alltaf þótt vænna um bók, sem ég sfe-rifaði á und- an Á hverfanda hveli.“ Frú Cole hlýtur að hafa verið skjálfrödduð af eftir- væntingu, þegar hún spurði: „Og hvar er handritið af henni?“ „O, ég brenndi það, þegar ég hafði lokið því. Ég skrif- aði hana einungis mér til skemmtunar og hugarhægð- ar. Mér kom aldrei í hug að láta gefa hana út.“ j^rið 1949 ók ökuníðingur á Margaret Mitchell, og meiðslin drógu liana til dauða fjórum dögum síðar. Frá hennar liendi kom aldrei annað en þessi eina bók. Forsetabókin BÓKAÚTGÁFA Menningar- sjóðs hefir gefið út bókina: For- setabókin, og er það Birgir Thorlacíus ráðuneytisstjóri, sem tók hana saman og skrifar for- mála. Þar segir Birgir, að bók- inni sé ekki ætlað að segja samfellda sögu, en bregða upp nokkrum myndum frá embætt- istíð tveggja fyrstu forseta lýð- veldisins.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.