Vísir - 19.12.1961, Blaðsíða 1
VISIR
51. árg;-Þí?iðj«dagur 1Ö, desembcr 1-&61. — "231, tbl.
Á si. sumri vtti' ttltlur»
Sjfórötttttfttr Srú því að
sitilltlttrvt»rli Margarei
Mitcheil httttt t 'tí.
Tíu miilfónir eintaka
af
11
\ hverfanda hveli
•11
jþann 8. júlí sendi Macmill-
an-íorlagið í New York
út 25 ára afmælisútgáfu af
skáldsögunni „Á hverfanda
hveli“ eftir Margaret Mit-
chell, og var þar með haldið
upp á mesta og furðanlegasta
útgáfuævintýr, sem enn hef-
ir gerzt á vorum dögum. Ó-
nætt mun að segja, að „Á
hverfanda hveli“ muni um
langa framtíð verða talin
dæmið um ótrúlegan og
snögglegan stórsigur skáld-
sögu.
Margaret Mitchell var 35
ára, þegar sagan hennar kom
út. Hún var lengi í vafa um,
hvort hún ætti að láta þetta
,,afkvæmi“ sitt frá sér fara,
og þegar hún loks sendi
þessa 1037 bls. skáldsögu á
markaðinn, varð hún fræg á
einni nóttu. Daginn eftir út-
komuna var hún útnefnd
„bók mánaðarins" og þrem
vikum síðar var upplagið
orðið 176,000 eintök. Þegar
ár var liðið, var eintaka-
fjöldinn orðinn 1,383,000.
Síðan hefir skáldsagan
verið þýdd á 25 þjóðtungur
—- þar á meðal á japönsku,
kínversku, persnesku og
arabísku, hún hefir verið
tekin á smáfilmur, prentuð
með blindraletri, lesin á
grammófónplötur og tekin á
kvikmynd, sem nú er á leið
umhverfis jörðina í fimmta
sinn. Alls hafa nú selzt af
henni um 10 milljónir ein-
taka um heim allan, þar af
5,5 millj. í Bandaríkjunum
einum, og nú er verið að
ræða um að byggja söngleik
á henni.
J^Jargaret Mitchell er skil-
getið barn Suðurríkj-
anna. Foreldrar hennar báð-
ir voru af Suðurríkjaættum,
og sjálf fæddist ,hún í At-
lanta í Georgiu-fylki, hlaut
þar menntun sína, giftist þar
og skrifaði „Á hverfanda
hveli“ þar. í æsku heyrði
hún sífelt rætt um borgara-
stríðið, en „eg var orðin tíu
ára, þegar mér varð ljóst, að
Lee hafði ekki sigrað. Það
var mér mikið áfall,“ hefir
hún sagt.
Hún virðist í rauninni „ó-
sköp venjuleg kona“. Hún
var ár í menntaskóla, en
hætti við andlát móður sinn-
ar og tók við hússtjórn fyrir
föður sinn og giftist síðan,
en skildi fljótlega. Árið í922
varð hún blaðamaður við
Atlanta Journal, og 1925
giftist hún á ný, að þessu
sinni John R. Marsh —
einnig Atlantabúa — og ári
síðar hætti hún blaða-
mennskunni og hófst handa
um að skrifa skáldsöguna
sína.
gin af vinkonum hennar,
Lois Dwight Cole, hefir
komizt svo að orði, að Marga-
ret hefði frábæra frásagnar-
gáfu, svo að enginn undrað-
ist, er það spurðist, að hún
ynni að skáldsögu. Margar
vinkvenna hennar vissu
nokkurn Veginn, um hvað
hún fjallaði, því hún kvart-
aði sáran yfir því, að gömlu
blaðaheftin, sem hún fengi
að láni í Carnegie-bóksafninu
væru svo þung, að hún yrði
að liggja á gólfinu, þegar
hún væri að lesa í þeim.
Það tók tímann sinn að
skrifa skáldsöguna. Árið
1933, þegar frú Cole var
flutzt til New York, þar
sem hún starfaði fyrir
Macmillan-forlagið, skrifaði
hún vinkonu sinni, að for-
lagsstjórinn vildi gjarnan fá
að lesa handritið „annað
hvort fullgert eða í núver-
andi mynd“. Margaret Mit-
chell svaraði, að bókin væri
ófullgerð og hún efaðist um
að hún lyki henni nokkru
sinni — og loks gerði hún
ekki ráð fyrir, að hún mundi
þykja nokkurs virði, þótt
henni yrði lokið — en Mac-
millan skyldi fá hana fyrst,
ef hún tæki einhvern tíma
ákvörðun um, að sýna for-
leggjara hana.
Jnn liðu tvö ár, og þá var
aðalritstjóri Macmillans,
Ilarold Latham, staddur í
Atlanta á leið í hvíldardvöl
suður í landi. Hann hitti
Margaret Mitchell, sem
sagði tvívegis, að hún hefði
ekkert handrit að sýna hon-
um. en allt í einu birtist
hún svo í gistihúsherbergi
hans með stærsta handrit,
sem hann hafði nokkru sinni
séð. „Arkahlaðinn náði
henni í öxl“, sagði hann. Um
leið og hún fékk honum
handritið, sagði hún: „Takið
það strax, áður en ég sé mig
um hönd.“ Morguninn eftir
Svefnherbergisatriði úr kvikmyndinni. Það er Scarlett O’Hara, leikin af Vivian Leigh,
sem stendur til vintri og lítur á sofandi stúlkurnar. Litla myndin að ofan er af Margaret
Mitchell xun þær mundir, þegar skáldsaga hennar kom út fyrir aldarfjórðungi. —
keypti Latham ferðatösku til
að geyma handritið í. Þegar
hann var kominn til New
Orleans, fékk hann svohljóð-
andi skeyti: ENDURSEND-
IÐ HANDRITIÐ. HEFI SÉÐ
MIG UM HÖND. En Latham
sendi útgáfusamning í stað
handritsins.
Það hafði nefnilega verið
of stórt til þess að hann vildi
hafa það með á ferðalaginu,
svo að hann hafði sent það
til New York, þar sem frú
Cole fékk loks að lesa það
eftir átta ára bið. Hún komst
svo að orði, að það, hefði ver-
ið versta handrit, sem hún
hefði nokkru sinni athugað.
Fyrsta kafla vantaði —
Margaret hafði gert sex eða
sjö uppköst en fleygt öllum
— og svo komu tveir kaflar
ágætlega vélritaðir. Þá komu
kaflar, sem ýmist voru hrip-
aðir með blýanti eða bleki
og margar útgáfur af sum-
um. Á sumum stöðum vant-
aði í söguna og þar fram eftir
götunum. En samt leizt frú
Cole vel á söguna og sama
máli gegndi um prófessor
Everitt við Kolumbíuháskóla,
sem var ráðunautur hjá
Macmillan.
7 ♦ '
Jkáldsagan var, er hér var
komið, orðin að þjóðsögu-
efni í Atlanta. Allir vissu, að
Margaret Mitchell hafði
skrifað langa skáldsögu, en
enginn hafði fengið að lesa
hana — nema maður henn-
ar. Samt fóru „vinkonur“
hennar ekki dult með skoðun
sína á henni, og um þær
mundir var margt rithöfunda
í Atlanta. Ein þeirra komst
svo að orði;
„Satt að segja held ég
ekki, að þú sért sú „týpa“,
sem getur skrifað almenni-
lega bók. Ég held, að þú lít-
ir ekki nægilega alvarlegum
augum á lífið, til að verða
skáld. Og þú hefir ekki held-
ur fengið hana aftur í haus-
inn frá forleggjara? Það er
einkennilegt! Ég hefi fengið
mína endursenda frá öllum
beztu útgefendunum. En
Framh á 3 síðu.