Vísir - 30.12.1961, Page 6

Vísir - 30.12.1961, Page 6
6 V 1 S 1 R Laugardagur 30. desember 1961 UTGEFANDI 61ADAÚTGAFAN tflSIR Ritstjórar Hersteinn Pálsson Gunnar G Schram. Aðstoðarritstjóri Axel Thorsteinsson Fréttastjór ar: Sverrir Uórðarson, Þorsteinn Ó Thorarensen. Ritstjórnarskritstotur. Laugavegi 27 Auglýsingar og atgreiðsla Ingóltsstrœti 3. Áskrittargjald er krónur 45 00 a mánuði — t lausasölu krónur 3,00 eintakið Slmi I 1660 [5 linur). - féiags- prentsmið|on h.t Steindórsprent h.f. Eddo h.f v.vv, Undir áramótin. ÁriS 1961 er nú senn liðið í aldanna skaut, og að gömlum sið líta menn um öxl til að átta sig á þeim lærdómi, sem af atburðum þess má draga, hvernig mönnum má betur farnast á komandi tímum með því að færa sér reynsluna í nyt, hvort sem hún hefir talizt til meðlætis eða mótlætis. ^rið hefir í flestu verið okkur íslendingum hagstætt. Að sumu leyti hefir það verið hagstæðara en flest undanfarin ár, þótt sumt hafi að sjálfsögðu verið and- stætt. En sé litið á afkomu þjóðarinnar í heild, verður ekki haldið fram með rökum, að ekki hafi vel tekizt. ^fkoma atvinnuveganna hefir verið góð á árinu. f upphafi þess varð að vísu nokkur dráttur á því, að vertíð hæfist af fullum krafti, en það átti eðlilegar orsakir. Sjómenn og útvegsmenn urðu að semja sig að nýjum aðstæðum, þar sem vafasömum hægindum uppbótakerfisins hafði verið á brott kippt, og útgerðin varð að standa á eigin fótum. En þegar torfærum af þessum sökum hafði verið rutt úr vegi, gekk allt greið- lega, þótt togaraútgerðin eigi við mikla erfiðleika að etja, sem reynast þó væntanlega aðeins tímabundnir. Afk oma landbúnaðarins var einnig betri á árinu en áður og stafar það af því, að verðlagi hefir verið haldið stöðugu í landinu og jafnframt hefir almenningi verið tryggð mikil og góð atvinna allt árið. Ef óánægju- raddir hafa heyrzt varðandi hag landbúnaðarins hafa þær fyrst og fyemst og einvörðungu verið af pólitískum toga spunnar, því að ríkisstjórnin hefir haft það að aðalstefnumarki sínu að gera öllum atvinnuvegum jafnhátt undir höfði, sem og eðlilegt er. Þjóðfélaginu vegnar líka aðeins vel, að allar megmstoðir þess séu jafntraustar, engin verði veik, svo að hún þoli ekki þær kröfur, sem til hennar verður að gera. Þá verður þjóðfélagsbyggingunni allri hætt. stjórnmálasviðinu hafa orðið nokkur átök, eins og jafnan vill verða, þar sem menn eru ekki sviftir öllum réttindum. En það hefir dregið úr því, að skilyrði sé fyrir slíkum átökum, að þjóðinni skildist á sínum tíma, að ekki var hægt að halda áfram á þeirri braut, sem farin hafði verið árum saman. Þegar vinstri stjórn- in hafði aukið erfiðleikana stórlega, varð að snúa við og þjóðin óskaði eftir, að það væri gert. . þær ráðstafanir, sem gerðar voru til úrbóta, voru svo nauðsynlegar að dómi almennings, að grundvöllur er ekki til stórátaka. Slíkum votti fyrir vaxandi skyn- semi almennings, sem komið hefir fram á þessu ári, ber mjög að fagna. ANNÁLL Enn er eitt ár á enda runnið. Um leið og það kveð- ur dokum við andartak við, horfum um öxl og spyrjum: Fyrir hvað verður ársins 1961 minnzt? Og við get- um greint nokkra stœrstu atburðina. Ef við lítum yfir heimsviðburðina eins og þeir runnu fram hjá okkur sjáum við m. a. dauða Ham- marskjölds, fyrsta geimflug- ið, valdatöku Kennedys, dauðamúrinn í Berlín, risa- atómsprengjur, flokksþing kommúnista í Moskvu, á- greining Rússa og Kínverja. Og ef við lítum okkur nær og skyggnumst um í íslenzku þjóðlífi sjáum við atburði cins og lausn landhelgisdeil- unnar, heimsókn Ólafs kon- ungs, háskólahátíðina eða ritdeilu Hannesar Pétursson- ar og Gunnars Dal. '17'ið skulum fyrst rifja upp ’ nokkru nánar það sem gerðist úti í hinum víða heimi meðal framandi þjóða. Það var sagt að það ríkti friður, en þó var ákaflega ófriðvænlegt, vígbúnaður og smástyrjaldir. Menn földu rýtinginn í erminni. Innrásartilraun var gerð á Kúbu og bardagar og víg allt árið í Kongó. Barizt var í Bizerta og mikið um mann- dráp í Alsír. Það var barizt í Angola og Galvao höfuðs- maður rændi skipinu Santa Maria. Indverjar tóku Goa. Austur í Indó-Kína var ó- friðlegt og Krúsév skók (jie&ilecjt nyar i Niður með persónu- dýrkunina. brandinn. Hann hótaði Nato- ríkjum atómárásum og blés að glóðum í Berlín. Hélt flugsýningu í Moskvu og efndi til flotaæfingh við ís- land. Kennedy svaraði með merkilegri ræðu og var að- alinntak hennar: Við vilj- um frið, en látum hart mæta hörðu. Þá fór Krúsév að draga í land nema hvað hann hóf nú hinar ægilegu kjarnorkuvopnatilraunir. Heima fyrir átti Krúsév í erfiðleikum, sem sást bezt af því „að helmingi kornsins var stolið af ökrum Ukr- ainu“. Hann átti í deilum við Kínverja og Albani og greip til þess örþrifaráðs að fordæma Stalin, lét mölva styttur hans og kalla Stalin- grad Volgagrad. Molotov fór loksins heim frá Vín, sagt er að Voroshilov hafi fram- ið sjálfsmorð, en Furtsevu var vikið úr embætti eftir að hún hafði lýst yfir því á íslandi, að hún væri heið- ingi. Loks skeytti Krúsév skapi sínu á smælingjunum, Finnum og Dönum. Nýr dans „Twist“ breiddist út. T*ess er enn fremur að -*■ minnast, að Eichmann var dæmdur til dauða, Hem- ingway skaut sig og Lum- umba var drepinn. De Gaulle var sýnt banatilræði og sam- særi gert um að ræna Karó- línu dóttur Kennedys. Margrét Rósa fæddi son og Maj Britt múlatta. Flúgrán tíðkuðust í Bandaríkjunum. Jomo Kenyatta var sleppt úr fangelsi og á leiðinni í ráðherrastólinn. Fáni frjálsr- ar Tanganjika dreginn að hún á Kilimandjaro. Empire State seldur á 200 milljón dollara. Skógareldar geisa á Nýfundnalandi og sagt að glæpamenn í verkalýðsfé- lögum hafi kveikt í. Ægilegur hvirfilbylur skellur yfir Texas. Línu- braut við Mont Blanc slitn- ar, milljónahverfi í Holly- wood brennur. Quadros segir af sér, Trujillo er drepinn, Arabalýðveldið liðast í sundur og Kassem girnist Kuwait. Luthuli fær friðar- verðlaun Nóbels. Dagens Nyheder deyr í Kaupmannahöfn, Gerhard- sen og Adenauer tapa þing- meirihluta sínum. Menderes reynir að drepa sig, er lífg- aður við og síðan hengdur. Öreigabíllinn Jagúar fluttur inn. Twist dansinn kemur upp, bólusetning gegn krabba- meini í Svíþjóð og mænu- veikifaraldur í Hull. Merkir fornleifafundir eru Þjóð- hildarkirkja á Grænlandi og Leifsbúðir á Nýfundnalandi. Elísabeth heimsækir Ghana og sonur Rockefellers er ét- inn af mannætum. Tnnanlands er einnig margs að minnast. Forseti vor fer í 15 þús. km ferð um Kan- ada. Ólafur konungur heim- sækir landið, horfir á leikrit Nordals og dregur engan lax. Breytingar á ríkisstjórn, Ólafur Thors tekur sér frí. Bjarni Benediktsson kemur í staðinn og Jóhann Hafstein bætist við. Á fjölmennum landsfundi Sjálfstæðisflokks- ins er Bjarni kjörinn for- maður, en Gunnar Thorodd- sen varaformaður. Merkasti atburður ársins er án efa hin heillavænlega lausn landhelgisdeilunnar. Það ætlaði að ganga stirð- lega. Brezkir togarakallar gera verkfall. Dennis Welch er gallharður. Litlu munar — tveimur undirskriftum, — að annað stórmál leysist, — handrita- deilan. Illindi eru út af því í Höfn. Mótmælaganga og sagt að íslendingar muni nota handritin í skósóla og megi eiga Jörgensen. Málið frestast en verður leyst. Ríkisstjórnin heldur fast við efnahagsmálastefnu sína þrátt fyrir skemmdarverk kommúnista óg SÍS í verk- fallinu stóra. Eins og alltaf var búizt við eru ýmsir óánægðir með efnahagsaðgerðirnar, ekki sízt hálaunamenn eins og læknar og verkfræðingar og margs konar hópar hóta og framkvæma verkföll: kenn- arar, lögregluþjónar á ísa- firði, Sinfóníuhljómsveitin. Þrátt fyrir góða sumar- síldveiði gera erfiðleikar út- vegsins strik í reikninginn, svo sem í misheppnaðri vetr- arvei^íð, m. a. vegna verk- falla s^ómanna í Vestmanna- eyjum og verkakvenna í Keflavík, — síðan verkfall þorsksins og loks verðhrun á lýsi. Togaraútgerðin er á kúpunni, sem sést bezt, er Akranes leysir upp Bæjar- útgerð sína með 40 millj. kr. i « r a *i ■ « ii s i

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.