Vísir - 30.12.1961, Qupperneq 11

Vísir - 30.12.1961, Qupperneq 11
Laugardagur 30. des. 1961 V ISl R 11 — Eruð þér viss um það, hr. Parnell? Parnell þagði aftur. — Eruð þér viss um það? — Ekkert mundi gleðja mig meira en að vita að fleiri hefðu verið þar, sagði Parnell Hann talaði enn mjög hægt, en augun voru skær og róleg, og hann virtist hafa fullt vald á sjálfum sér. — En það voru engir fleiri, sir. Ég var einn í húsinu nærri því tvo tíma í morgun og kom þá inn í hvert einasta herbergi. — Hvers vegna? — Ég var forvitinn. — Forvitinn um hvað? — Þér eigið kannske bágt með að skilja það, en þetta var í fyrsta skipti sem ég sá enskt heimili, sagði Parnell. — Og þetta var húsið sem móðir mín hafði átt heima í þegar hún var barn. Mig lang aði líka til að sjá húsgögnin, því að margt af þeim var gamalt — þau höfðu líklega verið þarna í tíð móður minn- ar. Hún er dáin fyrir mörg- um árum, en ég man svo margt af því, sem hún sagði mér um þetta hús. Og á þilj- unum voru fjölskyldumynd- ir, ég sá líka mynd af móður minni þar. Þess vegna þóttist ég hafa ástæðu til að skoða 38 húsið, og meðan ég var einn heima notaði ég tækifærið. En þarna voru engir aðrir, og enginn kom heldur . . . — Vitið þér hvað klukkan var þegar þér fóruð þaðan? — Hún var hálf-fjögur. — Hvemig getið þér sagt það með vissu? Parnell brosti út i annað munnvikið. — Af því að ég leit á klukk rma þegar ég fór út, og sagði við sjálfan mig: — Nú eru nærri því tuttugu og fjórir tímar síðan ég kom á Hotel Regal. Hvað skyldi ég upp- lifa næstu tuttugu og fjóra tímana ? Hann néri á sér hök- una. — Skiptir það miklu máli hvað klukkan var? — Mjög miklu, sagði Col- lard. — Ég kom í húsið klukk an tíu mínútur yfir hálf-f jög- ur. — Já, einmitt það, sagði Parnell og sneri sér undan. Það var enginn vafi á því að hann gerði það til þess að láta ekki sjá svipinn á sér, en honum tókst það ekki að fullu og Collard hugsaði með sér: — Nú gefst hann upp bráð- um. En upphátt sagði hann: — Samkvæmt frásögn yð- ar voruð þér í númer 23 í Chesterton Avenue til klukk- an hálf-f jögur. Það er sann- að, að Morgan dó á næsta hálftímanum áður en ég kom í húsið. Og að því er þér sögð uð voruð aðeins þið ungfrú King í húsinu, auk hans. Er það ekki rétt? — Jú, sagði Parnell. — Aðeins við tvö. — Og þér haldið því fram að Morgan ofursti hafi sofið þegar þér fóruð? — Já, svaraði Parnell ró- lega. — Hann svaf þegar ég skildi við hann. Þér munuð vita, fulltrúi, hvers vegna ég tók upp á þessari vitleysu út af dauðu konunni í gær. Ég hélt að það mundi koma Morg an ofursta að gagni. Ég fæ aldrei að vita hvort það var rétt eða rangt af mér að gera iþhð. En eitt veit ég: — Ég mun aldrei gera það sama fyrir nokkurn annan, ekki einu sinni fyrir Susan King. Þegar ég fór út úr húsinu var hún þar ein með Jack Morg- an, og hann svaf fast. HNlFURINN. Collard hugsaði til ungu stúlkunnar í Chesterton Ave- nue. Það var hugsanlegt að hún hefði drepið Morgan, en samkvæmt tuttugu ára reynslu Collards, var sú til- gáta næsta ósennileg. Hann þóttist sæmilega viss um að taugalosts-einkenni Susan Kings stöfuðu af því að hún hefði komið að manninum dauðum. Og svo hitt — ef hún hafði drepið Morgan — hvar var þá hnífurinn? — Gerið þér yður Ijóst hvað þér segið, hr. Parnell? sagði Collard. — Ég mun ekki þurfa að draga ályktan- irnar af því fyrir yður. En þér óskið kannske að segja eitthvað fleira? — Já. — Gerið þér svo vel... Og hraðritið það orðrétt eftir honum, sagði Collard við lög- reglumanninn. — Ég drap ekki konuna í gistihúsinu, og ég kannast ekkert við hana, sagði Par- nell skýrt og greinilega. — Ég drap heldur ekki Morgan ofursta, sem ég þekkti vel og þótti mjög vænt um. Hann horfði fast á Collard, sem varð á báðum áttum í svipinn. En það var ekki lengi. Parnell var sleipur og mjög duglegur. Hann vissi ná kvæmlega hvað hann var að gera. Maður sem gat litið út eins og blendingur af George Washington og Gandhi, og hagaði sér eins og erkibiskup- inn í Kantaraborg. En hvorki útlit né framkoma gat skafið út staðreyndir. Og staðreyndirnar bentu til þess að Parnell væri sekur. Það var grunsamlegt að hann skyldi hafa farið beina leið til Susan King í Elgate, og hugsanlegt var það, að þau hefðu ráðið ráðum sínum fyr irfram og unnið að því í sam- einingu. Það var til dæmis mögulegt að Parnell hefði ætlað að reyna að verða sér út um fjarvistarsonnun hjá Susan King, að því er fyrra morðið snerti. Og svo hafði hann ætlast til að ofurstinn yrði dæmdur fyrir það, svo að hann fengi arfinn sjálfur? Ef Morgan hefði ekki upp- götvað svikráð Parnells, en leitað hann uppi og komist að hvernig í öllu lá, var skýr- ing fengin á síðara morðinu. Og ef hægt væri að sanna að Parnell og Susan þekktust frá fornu fari. . . Og hvað um foreldra henn- ar? Var það ekki dálítið ein- kennilegt að þau skyldu vera fjarverandi þessa örlagaríku daga? Gátu þau ekki verið meðsek í samsærinu? — Hafið þér ekki méira að segja ? sagði Collard loksins. — Nei, en þetta er sann- leikurinn, sagði Parnell. Collard stóð upp og ætlaði út, en áður en hann opnaði dyrnar tók Parnell til máls af tur: — Ég er ókunnugur svona málum, fulltrúi. En hvað verð ur gert við mig núna? — Þér verðið settur í gæzlu varðhald á lögreglustöðinni í Cannon Row fyrst um sinn. 1 fyrramálið verðið þér ákærð- ur fyrir morð, og hafður í gæzlu þangað til málið kem- ur fyrir rétt — Þakka yður fyrir, full- trúi, sagði Pamell. Svo brýndi hann raustina: — Mig langar til að vita hvort ofurstinn kvaldist mikið ? — Nei, þetta hefur gerzt í einni svipan, sagði Collard. — Hann hefur líklega ekki vitað af hvað var að gerast. Þegar hann sá hve Parnell létti, fann Collard að hann hafði gengið í gildru. Svarið gaf í skyn að hugsanlegt væri Vörður — Hvöt — Heimdallur — Óðinn ARAHiÓTASPiLAKVÖLD Aramótaspilakvöld Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík verður miðvikudaginn 3. jan. kl. 20.30 í Sjálfstæðishúsinu Hótel Borg. Skemmtiatriði Sjálf stæðishúsið: 1. Féíagsvist 2. Ávarp: Birgir Kjaran, alþm. 3. Spilaverðlaxm afhent 4. Dregið í happdrætti 5. Gamanvísur Árni Tryggvason, leikari 6. Dans. Hótel Borg: 1. Félagsvist 2. Ávarp: Gunnar Thoroddsen, fjármálaráðhr. 3. Spilaverðlaun afhent 4. Dregið í happdrætti 5. Gamanvísur Ámi Tryggvason, leikari 6. Dans. Sætamiðar afhentir í Sjálfstæðishúsinu á venjulegum skrifstofutíma. SKEMMTINEFNDIN.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.