Vísir - 30.12.1961, Síða 12
VISIR
Laugardagur 30. desember 1961
Vísir.
Þetta er síðasta blað Vísis
á þessu ári, en næ'st kemur
blaðið út þriðjudaginn 2.
janúar. ''
Vísir óskar öllum lesend-
um sínum árs og friðar.
Mikið áunnizt
með viðreisninni
segir í Islandsskýrslu O.E.C.D.
I
Fyrstu hljómplöturnar
með Twist-danslögum eru
nú farnar að berast til lands-
ins. Komu sendingar af þeim
í hljóðfærabúðirnar fyrir
jól, en gengu fljótlega til
þurrðar.
Á myndinni sem liér fylg-
ir sést Ólafur Haraldsson í
hljómplötudeild Fálkans
með eina Twist-plötuna.
Hann sagði Vísi, að mikil eft-
irspurn væri eftir Twist-
plötum, fólk væri stöðugt að
koma að spyrja um þær, en
verður nú að bíða fram í
næsta mánuð þegar næsta
sending kemur.
Vinsælustu Twist-plöt-
urnar lieita Twist, Lets
Twist again og The Fly og
vinsælasti Twistsöngvarinn
heitir því fagra nafni Chub-
by Checker. Fram að þessu
hafa aðallega komið litlar
danslagaplötur en í næsta
mánuði . eru væntanlegar
stórar hæggengisplötur. Þá
fyrst er að vænta hinnar
mestu innrásar þessarar
nýju danslistar.
I ársskýrslu Efnahags
og framfarastofnunar
Evrópu (OECD) sem
út kom fyrir nokkrum
dögum er fjallað um ís-
lenzk efnahagsmál og
er niðurstaða skýrslunn-
ar sú að áhrif viðreisnar-
innar hafi verið mjög
hagstæð í íslenzku efna-
hagslífi og stuðlað að
því að koma fjármálum
ríkisins á réttan kjöl.
Ársskýrslan er samin af
erlendum hagfræðingum
og ráðunautum OECD,
sem starfa í París.
í skýrslunni segir m. a.:
„Vel gekk að framkvæma
viðreisnaráætlunina árið
1960 og var þeirri fram-
kvæmd haldið áfram árið
1961 með minniháttar breyt-
ingum. Á fyrstu fimmtán
mánuðum áætlunarinnar
mátti sjá af henni verulegan
árangur: dregið hafði úr of
mikilli eftirspurn, verðlag
hafði orðið stöðugra eftir ó-
hjákvæmilegar breytingar
Aðalbrennan
m
af völdum gengislækkunar-
innar, sparnaður innanlands
jókst hröðum skrefum og
gjaldeyrisstaðan hafði batn-
að verulega.
Mikið af því, sem þannig
hafði áunnizt, fór hins vegar
forgörðum vegna langvar-
andi verkfalla á fyrri hluta
árs 1961, er að lokum end-
uðu með almennum launa-
hækkunum, sem námu .um
það bil 16%.
Síðan er bent á að launa-
hækkanirnar í sumar hafi
farið langt frain lír þeirri
framleiðsluaukningu sem
átt hafði sér stað eða búast
mátti við á næstu árum. Síð-
an segir í skýrslunni: „Því
var eina leiðin, sem opin
var íslenzku ríkisstjórninni
sú, að lækka gengi íslenzku
krónunhar á nýjan leik.“
Eins og frá var skýrt í Mynd-
sjá Vísis í gær hefur lögreglan
í Reykjavík veitt leyfi .toíj
93 áramótabrennum annað
kvöld.
Miklu fieiri umsóknir um
brennur bárust, en af öryggis-
ástæðum varð að neita mörg-
um umsóknum vegna þess að
þær voru of nálægt húsum og
talið að hætta gæti stafað af
þeim.
Brepnuleyfi hafa nú verið
veitt í 93 tilfellum og yfirleitt
að því tilskildu að við hverja
brennu sé fullorðirin maður til
eftirlits. Langflestar þessara
brenna eru litlar, en sumar þó
allmyndarlegar. Undanfa- *
gamlárskvöld hefur aðalbrenn-
an verið á Klambratúni, en
vegna skurðgraftar meðfram
Rauðarárstígnum og líka vegna
þess að Langahlíðin er lokuð
fyrir bifreiðaumferð, verða að-
eins smábrennur á Klambra-
túni að þessu sinni, en aðal-
brennan í þess stað í Kringlu-
mýrinni austur af kirkju Óháða
safnaðarins.
Útför Halldórs
Steinsen í dag.
ÁRDEGIS í dag verður gerð
útför Halldórs Steinsen læknis,
! er lézt á jóladag í Landakots-
spítala, rúmlega 88 ára að
aldri. Halídór var héraðslæknir
vestur í Ólafsvík samfleytt frá
1899 til 1934 er hann lét af
embætti og fluttist hingað til
Reykjavíkur.
Endurgreiðsla lána
Merkur maður látinn
★ Seðlabankinn (í
samáði við ríkisstjórn-
ina), endurgreiddi í
gær 2 milljónir dollara
eða 86 millj. ísl. króna
af 7 millj. dollara bráða-
birgðayfirdrætti, sem
bankinn fékk hjá Gjald-
eyrissjóði Evrópu árið
1960.
★ Er þessi endur-
greiðsla staðfesting á
gengi viðreisnarstefnu
núverandi ríkisstjórnar
og sýnir hve mjög gjald-
eyrisstaðan hefir batn-
að.
★ Þegar ríkisstjórn-
in tók við og hóf við
reisnina í febrúar 1960
átti landið
eyrissjóði,
Framh. á 3
enga gjald-
óreiðu-
en
siðu.
Matthías Þórðarson fyrrv.
fornminjavörður, lézt hér í bœn-
um í gœr.
Matthías fæddist 30. okt. 1877
að Fiskilæk í Melasveit, hann
lagði stund á norræna málfræði
og fornfræði við Khafnarhá-
skóla, og lauk þaðan námi 1902.
Hann kom að Forngripasafninu
í Reykjavík 1907, sem aðstoðar-
maður, en var settur umsjónar-
maður þess árið eftir og skipað-
ur þjóðminjavörður frá 20. júní
1908. Gegndi hann því embætti
þar til fyrir nokkrum árum að
hann lét af störfum fyrir aldurs
sakir.
Árið 1929 var Matthías, ásamt
fleirum, sæmdur prófessorsnafn
bót fyrir mikil störf hans í þágu
íslenzkra vísinda og menning-
arsögu.
Matthías Þórðarson var mik-
ilhæfur og mikilvirkur vísinda-
maður og menntafrömuður.
PortUgal segir sig úr S.Þ.
Þær fréttir berast frá
Lissabon höfuðborg Portú-
gal, að Salazar einræðis-
herra landsins hafi ákveðið
að segja landið úr samtök-
um Sameinuðu þjóðanna.
Mun Salazar leggja þings-
ályktun þar að lútandi
fyrir þingið á næstunni.
Jafnframt þessu mun
Salazar segja upp hinum
aldagamla vináttusamningi
við Breta.
Vonbrigði Portúgala.
Báðar þessar örlagaríku
ákvarðanir eru bein afleiðing
af árás Indverja á borgina Goa.
Hefur Portúgolum gramizt það
ákaflega, að Sameinuðu þjóð-
irnar fengust ekki til að for-
dæma hina vopnuðu árás Ind-
verja og jafnframt hefur það
valdið þeim vonbrigðum, að
Bretar stóðu ekki við ákvæðin
í vináttusamningnum um að
koma Portúgal til hjálpar, þeg-
ar á þá var ráðizt.
Stríð í Afríku.
Salazar einræðisherra sagði
nýlega í blaðaviðtali að hann
byggist við stríði í Vestur
Afríku snemma á næsta ári. —
Þar eiga Portúgalar litla ný-
lendu, sem kallast Portúgalska
Gínea