Vísir


Vísir - 02.01.1962, Qupperneq 3

Vísir - 02.01.1962, Qupperneq 3
Þriðjudagur 2. janúar 1962 V í S I R 3 Biskup ræddi skurðgo&a- dýrkunina í nýársræðu. Biskup landsins doktor Sig- urbjörn Einarsson, flutti nýárs- messu á nýársdagsmorgun í Dómkirkjunni. Var þessi höfuð- kirkja landsins þéttsetin kirkju- gestum. Var ræða biskups mjög skelegg og sterk á köflum. Dóm- prófastur séra Jón Auðuns þjón- aði fyrir altari. Ríkti mikil stemning í kirkjunni, en kór hennar hóf söng sinn á nýja ár- inu með sálminum „Hvað boðar nýárs blessuð sól?“ Áður en biskup kom að kjarna máls síns, leiddi hann tal sitt að tímatalinu, hinu nýja almanaki, sem menn tækju fram í dag með nýjum og ómáð- um dagatölum, sem enginn fengi ráðið hvaða þýðingu hefði fyrir einstaklinginn og þjóðar- heildina. Um síðustu aldamót hefðu menn fagnað nýrri öld vongóðir og bjartsýnir, en mann kyn síðar orðið fyrir miklum vonbrigðum er tvær heims- styrjaldir hafa verið háðar, með hörmungum og mannfórnum. Kom biskup síðan að kjarna nýársræðu sinnar, skurðgoða- dýrkun síðari áratuga og hvern- ig þessum guðum hefði hverjum á fætur öðrum verið steypt af stóli og um þá og verk þeirra farið hinum hörðustu orðum. Komst biskup þannig að orði í ræðu sinni, að kominn væri tími til þess fyrir oss íslendinga að segja skilið við slíka dýrkun, það væri guðstrúin, sem aldrei brigðist vonum manna og nafn hans mundi aldrei blikna. Biskup ræddi og um árásir er gerðar hafi verið á kirkju og kristni frá upphafi og til- raunir manna til að afkristna lýðinn. í þessu sambandi vitn- aði biskup í Vefarann mikla frá Kashmír, og sagði einnig frá atviki, sem gerzt hafði í latínu- skólanum fyrir 70 árum. Ný- sveinn, sem kom í skólann (Menntaskólann) hafði ekki kunnað Faðirvorið. Kennara hans varð þá að orði við hann: Guð hjálpi þér. — Nýsveinninn svaraði um hæl: Þess þarf hann ekki. Skólapiltur þessi hafði staðið nærri einum þeirra manna, er á þeim árum barðist fyrir afkristnun þjóðarinnar. Biskup studdist einnig í þess- ari stólræðu sinni við litla bók, sem hann sagðist hafa fundið í bókabúð rétt fyrir jólin, litla bók eftir brezka heimspeking- inn Bertrand Russel. Þar ræðir þessi heimskunni spekingur um framtíð mannsins eins og hún horfir nú við honum. Komst Russel að þeirri niðurstöðu, sem einhvern tíma hefðu þótt mikil tíðindi, sagði biskup, að einung- is hugarfarsbreyting, hjartalag mannsins, geti bjárgað mann- kyni frá því að lenda í stór- styrjöld er eyða mundi öllu lífi á jörðu. Hér hefur aðeins verið stikl- að á nokkru af því helzta í stól- ræðu biskups í Dómkirkjunni á nýársdagsmorgun. Vafalítið var þessi áhrifamikla ræða bisk- ups ein sú sterkasta, sem þessi mikli ræðusnillingur og kirkju- leiðtogi vor hefur haldið í pré- dikunarstóli. Sigurbjörn biskup lauk ræðu sinni með því að biðja landi og þjóð og atvinnuvegum hennar til lands og sjávar, blessunar guðs. Útvarpið Framh. af 5 síðu. heyrist þar nú orðið oft. Penn- ario þessi er fyrir þá hluti merkilegur, að það er rækilega kynnt, að hann leiki á tvö pí- anó. Ég er þess fullviss, að hlustendur kunna vel að meta slíka leikni, en ég veit, að það veldur fleirum en mér miklum heilabrotum, hvernig snilli- menni þetta fer að því að fremja slíkar kúnstir. Standa píanóin hlið við hlið, og ef svo er, hve langir eru þá handleggir hr. Pennarios? Eða eru píanóin andspænis hvort öðru og leik- ur maðurinn með einni hendi á hvort hljóðfæri? Eða hefur Pennario einfaldlega fjórar hendur? Þórir S. Gröndal. Bezt að augiýsa í VISI SATT komið út Jamíarhefti tímaritsins Satt er nýkomið út. Að venju flyt- ur ritið ýmsar athyglisverðar og skemmtilegar greinar. j Satt hefur löngum verið þekkt fyrir hinar íslenzku frásagnir sínar, og nú birtist þar þáttur af Þorleifi ríka, og lýst þar uppvaxtarárum hans. Þá birtir ritið sérstæða grein um atburð, sem átti sér stað í Noregi á stríðsárunum, er verið var að hjálpa flóttafólki yfir sænsku landamærin. En það krafðist fórna, og eftirleikur þessa atburðar vakti löngu síð- ar miklar deilur í Noregi. „Samsæri þagnarinnar“ nefn- ist grein um óvenjulegan ástríðuglæp, sem framinn var í Frakklandi. Ýmsar fleiri greinar eru í rit- inu, s. s. „Sjóhrakningar11, „Um lífið að tefla“, „Dauðalestin“, „Draumur, sem kom fram“ — dulræn frásögn o. fl. Ritið er hið vandaðasta að frágangi, að venju. Stofnað hefir verið kín- verskt-albanskt skipafélag, og er þar ný sönnun þess, að Kína er orðið Albaníu sá bakhjarl sem Sovétríkin Iengi voru. Tilkynnt er í London, að Elisabet drottningarmóðir heimsækir Kanada í júní næstkomandi. Hcrbergisþerna óskast Hótel Skjaldbreið. Tilkymiiiig nm söliiskattsskirteini Hinn 31. desember n.k. falla úr gildi skírteini þau, sem skattstjórar og skattanefndir hafa gefið út á árinu 1961, skv. 11. gr. laga nr. 10 1960 um söluskatt. Endurnýjun fyrrgreindra skírteina hefst 2. janúar n.k. og skuiu atvinnurekendur snúa sér til viðkomandi skatt- stjóra eða skattahefndar, sem gefa út skírteini þessi. Allar breytingar, sem orðið hafa á rekstri, heimilisfanga eða þ.h. ber að tilkynna um leið og endurnýjun fer fram. Nýtt skír- teini verður aðeins afhent gegn afhendingu eldra skírteinis. Eyðublöð fyrir tilkynningar um atvinnurekstur og söluskattsskírteini fást hjá skattstjórum og skattanefndum. Reykjavík, 30. des. 1961. Skattstjórinn í Reykjavík

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.