Vísir - 02.01.1962, Síða 4
4
V t S I R
)
Þriðjudagur 2. janúar 1962
SVEINN VALFELLS for-
stjóri var, eins og áður hefur
verið getið, þátttakandi í
Frakltlandsferðinni, sem
nokkrum íslendingum var
boðið í, að tilhlutan franska
ambassadorsins í Reykjavík,
herra Jean Brionval, og
franska vararæðismannsins
herra C. Cocheret, til þess að
kynna sér ýmsar greinar
fransks iðnaðar.
Þar sem ferðin tók stuttan
tíma varð að taka ákvarðanir
um val einhverra sérstakra
greina, sem mætti fá nokkur
kynni af á skömmum tíma.
Var að sjálfsögðu úr mörgu
að velja, en að athuguðu
máli mátti telja hyggilegast
að velja einhverjar þær
greinar atvinnulífsins, sem
telja mætti að ættu.sér ein-'
hverja framtíðarmöguleik i á
íslandi. Af hendi Sveins Val-
fells urðu fyrir valinu þessar
greinar:
1. Niðursuða fisks. 2.
Verksmiðjuframleiðsla og
samsetning liúsahluta og
3. Sútun og vinnsla sauð-
skinna.
Segist Sveini svo frá ferð-
um sínum, kynnum og at-
hugunum:
Það er almennt viður-
kennt, að Frakkar standa
mjög framarlega á sviði of-
angreindra iðngréina, hvar á
móti við Íslendingar erum á
frumstigi á þessum sviðum
og gætum því margt af
Frökkum lært.
f niðursuðuverksmiðju.
Mánudaginn 2. október
var gerð heimsókn til Syndi-
cat Des Constructeurs De
Machines Et Appareils pour
Les Industries Chemiques Et
Les Industries De L’Ali-
mentation. Rætt var við Mr.
Pouch, sem gaf ýmsar upp-
lýsingar um vélaiðnað
Frakka. Um kveldið var
haldið með járnbraut til
Nantes.
Daginn eftir var heimsótt
firmað Sudry, sem framleið-
ir vélar fyrir niðursuðuiðn-
að. Var verksmiðjan skoðuð
ásamt framleiðslu hennar.
Um eftirmiðdaginn voru
skoðað tvær verksmiðjur, er
suðu niður sardínur. Var það
eftirtektarverð framleiðsla,
vel skipulögð og útbúin
miklum vélakosti. í stað þess
að sardínurnar væru reyktar,
sem hér er venja, voru þær
steiktar og því næst lagðar í
olivenolíu með nokkru
kryddi og sneið af sítrónu.
Væri það að vissu leyti at-
hyglisvert fyrir íslenzkar
niðursuðuverksmiðjur að at-
huga þessa verkunaraðferð,
þar sem franskar sardínur,
þannig verkaðar, eru mjög
eftirsóttar og þessi verkunar-
aðferð virðist krefjast minni
vinnu en reykingin. Um
kveldið var svo haldið með
járnbraut til Parísar.
Næsta dag var heimsótt
fýrirtækið Société Coignet.
Þetta er stórt og gamalt
verkfræði- og byggingafyrir-
tæki, sem á sér merka og
langa sögu. Hefir fyrirtækið
staðið fyrir mörgum stór-
framkvæmdum, sem hafa
vakið á sér heimsathygli
sökum snilli og framkvæmd
nýrra hugmynda. Fyrirtækið
hefir upp á síðkastið snúið
sér að fjöldaframleiðslu á
„standard“ húsahlutum í
verksmiðju og samsetningu
slíkra húsahluta á bygging-
arstað og með þessari aðferð
tekizt að framleiða íbúðar-
húsnæði á ódýrari hátt en
tekizt hefir mpð eldri bygg-
ingaraðferðum. Verksmiðja
fyrirtækisins, er skoðuð var,
er staðsett í útjaðri Parísar-
borgar. Er hún skipulögð til
framleiðslu á 1000 til 1200
íbúðum á ári. Er þar öllu
mjög haganlega fyrir komið
og undursamlegt, hve fáir
menn geta afkastað þar
miklu. Er það að þakka mjög
fullkomnu og vélrænu flutn-
inga- og vinnslukerfi, þar
sem vélaorka er notuð til
sem flestra framkvæmda,
sem er stjórnað að miklu
leyti með rafeindakerfi úr
stjórnpalli, sem er staðsettur
miðsvæðis í verksmiðjunni.
Sem dæmi upp á hraða fram-
kvæmdanna má nefna, að
heilir húsveggir eru steyptir
og teknir úr steypumóti full-
gerðir aðeins 3% klst. eftir
að steypunni hefir verið
rennt í mótin.
Auðsjáanlegt er að útbún-
aður verksmiðjunnar er
mjög kostnaðarsamur, enda
afköstin samsvarandi mikil.
Fljótt álitið má gera ráð fyr-
ir, að slík verksmiðja myndi
kosta of mikið fyrir íslenzkar
aðstæður,' enda afköst meiri
en íslenzkar þarfir krefðust.
Skoðaðar voru íbúðarsam-
stæður á Dyggingarstað. Þar
var verið að reisa „stand-
ardiseruð“ fjölbýlishús, 6
hæða há. Voru tvær íbúðir á
hverri hæð við sama stiga-
hús. Var hæðinni þann veg
fyrirkomið, að hver íbúð
hafði innri forstofu, fata-
skápa, eldhús, bað og hrein-
lætisherbergi. Auk þessa |
voru á hæðinni 7 stofur eða,
íbúðarherbergi, sem j’-mist'
mátti skipta þannig að önnur j
íbúðin hefði þar af 2 og hin
5, eða skiptingin væri 3 og 4.
Þannig fengust á sama flat-
armáli 2, 3, 4 og 5 herbergja
íbúðir, allt eftir þörfum'
hverrar einstakrar fjöl-j
skyldu, án þess að þurfa að
víkja frá ,,standardiseringu“'
á „elimentunum", sem notuð |
voru í hvert íbúðarherbergi
hússins. Virtist frágangur1
allur á húsum þesSum vera |
mjög góður og smekklegur. (
Var húsunum skilað í hend-
ur kaupenda með fullgerðum I
garði, grasflötum og blóma-
reitum.
Að loknum degi var haldið
með járnbraut til borgarinn-
ar Lyon í Rhondalnum.
Steypuvélar.
Fimmtudag 5. október að
morgni var haldið til bæjar-
ins Villefrance sur Soanne.
Þar er fyrirtækið Bonnet
Calad. Það framleiðir hvers
konar vélar til steinsteypu-
gerðar og selur vélar og
skipuleggur verksmiðjur til
framleiðslu á húsum og húsa-
hlutum. Þetta fyrirtæki
sýndi skipulag á verksmiðju
með minni framleiðslu en
firmað Coignet. Hún var
ekki með eins vélrænum út-
búnaði og ekki eins vinnu-
sparandi, en virtist jafnframt
vera miklu ódýrari í stofn-
kostnaði en sú, sem skoðuð
var í París. Hins vegar pass-
aði hún betur, hvað fram-
leiðslumagn snerti, fyrir ís-
lenzkar þarfir. Þeir höfðu
sérhæft sig á og sýndu teikn-
ingar og skipulag. á verk-
smiðju, sem skyldi fram-
leiða, sem samsvaraði 300
íbúðum árlega. Aðferð þeirra
á fyrirkomulagi hinna ein-
stöku húshluta (elimenta) og
samsetning þeirra var með
nokkrum öðrum hætti en
þeirra, er skoðaðir voru í
París, enda þeirra einkaleyf-
isfyrirkomulag og aðferð.
Þeir höfðu reist fjölmarg-
ar verksmiðjur af þessu tagi,
fyrir utan Frakkland* bæði í
Asíu, Afríku og Suður-Ame-
ríku, þar sem framleiðendur
hvers staðar ráku verksmiðj-
urnar gegn samningsbundnu
einkaleyfisgjaldi til eigenda
höfundarréttarins. Meðal
annars, er þeir sýndu og á-
huga vakti, voru, „stand-
andi“ barna- og gagnfræða-
skólar, er var hægt að panta
af „lager“.
Föstudaginn 6. okt. var
svo haldið til bæjar, er ligg-
ur góðan spöl suðvestur af
Lyon, er nefnist Annonay.
Þetta er þúsunda ára gamall
bær í fjallahéraði, hvar
stunduð hefir verið sauðfjár-
og geitarækt um langan ald-
ur. Jafnframt er bærinn
þekktur fyrir sútun skinna,
sérstaklega af sauð- og geit-
fé, um árhundraða skeið.
Fyrir móttöku stóð fyrir-
tækið Etablissement Mercier
Fréres. Þetta fyrirtæki rek-
ur framleiðslu á álls konar
vélum til sútunar og með
höndlun skinna. Það virtist
vera mjög stórt og fullkomið
í sinni framleiðslu, en sá
var hængur á, að vélarnar
virtust flestar vera of stórar
og afkastamiklar fyrir ís-
lenzkar kringúmstæður, svo
af þeim gætu fengizt not
sem skyldi og verð þeirra
krefðist.
í Annonay voru einnig
skoðaðar sútunarverksmiðj-
ur, er fyrst og fremst unnu
lamba- og kiðaskinn, aðal-
lega til hanzkagerðar. Verk-
smiðjubyggingarnar voru
æði fornfálegar, enda fleiri
hundruð ára gamlar. Þrátt
fyrir góðan vélakost var þar
mikið um handavinnu við
frágang á gæðaflokk, enda
virtust sútararnir vera mjög
þjálfaðir og kunnáttumenn í
sínu fagi.
Að loknum degi var svo
ekið til Lyon og þaðan með
járnbraut til Parísar og var
þar með lokið kynnisförinni.
Lögreglan í Kaliforníu hefir fengið fyrirmæli um að gæta vand-
lega heimilis ekkju Clark Gables, þar sem yfirvöldum barst
njósn um, að ætlunin kynni að vera að ræna syni hennar og
hins dáða leikara. Drengurinn er orðinn 9 mánaða gamall.
\