Vísir - 03.01.1962, Síða 5

Vísir - 03.01.1962, Síða 5
Miðvikudagur 3. janúar 196i V í S I R 5 Auglýsing um umferð í Hafnarfirði. Að fengnum tillögum bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hafa verið settar eftirfarandi reglur um umferð í kaupstaðnum skv. heimild í 65. gr. umferðarlaga nr. 26 frá 2. maí 1948: 1. Aðalbrautir Auk þess sem greint er í auglýsingu nr. 163 frá 1960 hefur verið ákveðinn aðalbrautarréttur á eftirtöldum gatnamótum: a) Vegamótum Austurgötu og Linnetsstígs, þannig að umferð um Austurgötu hefir biðskyldu gagnvart umferð um Linnetsstíg. b) Vegamótum Tjarnarbrautar og Mánastígs og Tjarnarbrautar og Arnarhrauns, þannig að umferð frá Mánstígs og Arnarhrauni hafi biðskyldu gagnvart umferð um Tjarnarbraut. c) Vegamótum Hverfisgötu og Tjarnarbrautar, þann- ig að umferð um Tjarnarbraut hafi stöðvunarskyldu gagn- vart umferð um Hverfisgötu. 2. Takmörkun á bifreiðastöðum a) Bifreiðastöður eru bannaðar á Strandgötu að vestanverðu við götuna frá Vesturgötu að Linnetsstíg og' frá Landssímahúsinu að Lækjargötu. b) Að austanverðu við Strandgötu eru bifreiðastöður bannaðar milli Linnetsstígs og hússins nr. 27 við Strandgötu. c) Að vestanverðu við Strandgötu frá Landssímahúsi að biðstöð strætisvagna við Linnetsstíg eru bifreiðastöður takmarkaðar við 15 mínútur í einu frá klukkan 9—19 virka daga nema laugardaga frá kl. 9—12. Sama regla gildir að austanverðu við Strandgötu frá húsinu nr. 27 að Lækjar- götu. Auglýsing nr. 163 frá 26. ágúst 1960 um umferð í Hafnar- firði breytist í samræmi við þetta. Þetta tilkynnist öllum, sem hlut eiga að máli. Lögreglustjórinn í Hafnarfirði, 29. des. 1961. Björn Sveinbjörnsson, settur. Matreiðslumaður eða kona óskast GILDASKÁLINN Aðalstræti 9, sími 12423. Creiðsla útflutningsbóta samkvæmt lögum nr. 4/1960. Það tilkynnist, að skrifstofa útflutningssjöðs að Klapparstíg 26 hefur verið lögð niður og að greiðsla / bóta úr sjóðnum fer nú fram í gjaldeyriseftirliti Seðlabankans. Frestur til þess að leggja fram bótakröfur er til 1. júlí 1962. Reykjavík, 2. janúar 1962. SEDLABANKI ÍSLANDS "71 Ásgeir Þor- verður nú samt engum illt af Rt steinsson verk þesSum inndælis krásum, en Wg fræðingur hélt betra hefði nú samt verið að tjFTHim ? 1 * gœi'kvöldi geyma eitthvað af öllum þess- 0 r i n d i um um mat, því ekki skemmast '• tæknimennt- segulböndin. un og tilrauna Þórir S. Gröndal. mwMm skip- Hann Best að auglýsa í Vísi geroi meira en að drepa á vandamálið, sem skortur á tæknifræðingum er, því hann benti á raunhæfar leiðir til úrbóta. Hann taldi upp þær menntastofnanir, sem veita undirstöðufræðslu í tæknimenntun og benti á, hvar hægt væri að gera viðunandi breytingar til reynslu. Væri óskandi að umræður færu fram um þessi mál, og fyrirsvars- menn skólamála létu uppi sitt álit. Einnig ræddi Ásgeir, í sínu ágæta erindi, um þörf íslend- inga fyrir tilraunaskip til að leita nýrra miða og reyna nýj- ar fiskveiðiaðferðir. Thor Vilhjálmsson, rithöf- undur, las kafla úr bók sinni „svipir dagsins og nótt“. Þótt margt heyrðist þarna furðulegt og skrítið og kaflinn væri í heild sundurlaus, þá hafði ég gaman af þessum lestri. Margar af lýsingunum voru afar snjallar, sérstaklega þegar sagt var frá leikfangaframleiðand- anum, sem sífellt var með and- litið á hreyfingu, eins og hann væri að leita að virðulegum svip til að bera, og konu hans hinni víðfeðmu, feitu mad- dömu, sem öll var svo mjúk, utan þess, að þrennt var hart sem grjót: augun, tennurnar og hjartað. Lestur Thors var allgóður, en það eina, sem að mátti finna var það, að hann las heldur hratt og hefur það líklega stafað af því, að honum var ætlaður of naumur tími. Söngmálaþáttur þjóðkirkj- unnar nefndist lítill þáttur, sem dr. Róbert A. Ottósson, söng- málastjóri sá um. Hann sagði frá tveimur gömlum jólasálm- um, raulaði þá og spilaði, og gerði allt þetta svo skemmti- lega og áheyrilega, að flestir munu hafa haft ánægju af. Þetta sýnir, að sérhæft efni má færa í þann búning, að fjöld- inn hafi fróðleik og skemmtun af. Um hátíðarnar hafa flestir fengið meira en nóg af þungum mat og hjá sumum er maginn enn allur úr lagi genginn. Það er því víðast etið léttmeti og sumir eta jafnvel ekkert til að ná af sér jólaspikinu. En þeir í útvarpinu halda áfram að bera að okkur þungmeti; sin- fóníusteikur, konsertrjúpur, o. fl. í gærkvöldi voru aftur tón- leikar í útvarpssal og er það annað kvöldið í röð, sem Sin- fóniuhljómsveitin styttir hlust- endum stundirnar. Vonandi Stólka óskast Verkamannaskýlið Tryggvagötu. Úígerðarmemi 1—2 vélbátar 70—150 tonn óskast í viðskipti á komandi vertíð í verstöð sunnanlands. Upplýsingar í Sjávarafurða- deild S. í. S. Sambandshúsinu, sími 1-70-80. Vinningsnúmer i happdrætti Styrktarfélags vangeflnna Dregið 23. desember s.l.: U6129 69683* 7390L Vinningar, 3 Volkswagenbifreiðir. STVIIKTAIIF'ÉLAG VAIVGEFIMA Idgíöld áil iSj ú k rasii iula lle>kj|avikiii* hafa verið ákveðin kr. 34.00 á mánuði frá 1. jan. 1962 að telja. Sjnkriisainlag Vteykjavíkiii* Ráðskona óskast í góða verstöð. Upplýsingar í Sjávarafurðadeild S. í. S. Sambandshúsinu, sími 1-70-80. VIST Ég er dönsk, 17 ára gömul, og óska eftir vist frá 1. febrúar næstkomandi, hjá fjölskyldu me? tvö börn í Reykjavík. Lonny Koch, Kikkenborg 11, Vejle, Jylland, Danmark. I

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.